Frelsið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Við þurfum að endurheimta orðið „Frelsi". Því var einn góðan veðurdag stolið af okkur, það var tekið í gíslingu og farið með það í mikla herleiðingu af áhugamönnum um óheilbrigða viðskiptahætti. Þegar hofprestar markaðshyggjunnar tala um frelsi eiga þeir í rauninni bara við eitt: alræði auðsins. Rétt hins sterka. Réttinn til að fara sínu fram í krafti auðs. Réttinn til að auðgast nánast á hvaða hátt sem er. Réttinn til að nota þann auð á hvern þann hátt sem viðkomandi sýnist, hvað sem líður lífi annarra. Réttinn til þrælahalds. Sameign okkarÞetta er fjandsamleg yfirtaka á hugsjónum. Frelsishugsjónin er sameiginlegur arfur okkar allra, vinstri manna og hægri manna, íhaldsmanna og nýjungarsinna, bókabéusa og tölvubúra, trúlausra jafnt sem trúfólks – þetta er arfur meðal annars úr Frönsku stjórnarbyltingunni sem svo aftur var innblásin af stjórnarskrá Bandaríkjamanna – sem svo aftur átti sér alls kyns forsendur, langt langt aftur og djúpt í samfélagi og hugmyndalífi manna. Þetta er sú grundvallarhugmynd að við séum jöfn og eigum að hafa jafna möguleika til starfa og tjáningar; höfum sömu réttindi og skyldur gagnvart hvert öðru og að eitt helsta hlutverk samfélagsins sé að gæta þess að einstaklingar séu ekki beittir ofríki af öðrum. Frelsið var ekki fundið upp af Friedman eða Hayek. Það var ekki einu sinni fundið upp af John Stuart Mill sem þó skrifaði mikilvæga bók til varnar rétti einstaklinganna, burtséð frá stétt og fæðingarstöðu. Í rauninni má segja að vinstri stefna 19. aldar hafi kvíslast í ýmsar áttir. Í Danmörku heitir helsti markaðshyggjuflokkurinn Venstre, og er lengst til hægri á þeim mælikvarða sem okkur er tamt að nota; raunar er hófsamasti flokkurinn þar, hinn fullkomlega daufgerði miðjuflokkur, kallaður ?Radikale Venstre?, svo að kannski er þetta ekki síður til vitnis um einkennilega hugtakanotkun okkar gömlu herraþjóðar – en engu að síður er vert að muna að Venstre-flokkurinn á rót sína í baráttunni fyrir borgaralegum réttindum á tímum þegar Danmörku var stýrt með bráðabirgðalögum af harðstjóranum Estrúp í nánu samráði við einn af þessum kóngum sem Íslendingar tignuðu af óskiljanlegum ástæðum, Kristján níunda, sem enn stendur við Stjórnarráðið okkar eins og illa gerður hlutur enda gaf hann okkur ekki frelsið frekar en Friedman og Hayek fundu það upp. Enn er það raunar svo að orðið „líberal" – frjálshyggjumaður – er haft um það fólk í Bandaríkjunum sem aðhyllist hugmyndir og hugsjónir sem fremur er venja að kenna til vinstri en hægri. Fátt þykir verra á sjónvarpsstöðinni sem kennir sig við refskapinn, Fox, en að vera talinn frjálslyndur. Repúblíkanaarmur Sjálfstæðisflokksins er þá væntanlega líka andvígur frjálsyndi og aðhyllist stjórnlyndi í hugarfarsefnum og réttindum einstaklinga til ákvarðana um eigið líf og líkama. "Kann fríþenkjarinn segjast sæll…“Hugmyndaleg átök á Íslandi snerust lengi vel um trúmál fremur en borgaraleg réttindi, rétt eins og umræðan um Evrópusambandið snýst fremur um óljósar sjálfstæðiskenndir en raunveruleg lífskjör almennings utan eða innan sambandsins. Lengi vel var orðið „frjálshyggjumaður" einkum haft um frjálslynt fólk í trúarefnum, á tímum þegar fólk var beinlínis ofsótt fyrir að aðhyllast önnur trúarbrögð en lögboðna þjóðkirkju. Einkum var talað um „fríþenkjara" í þessu sambandi: „Kann fríþenkjarinn segjast sæll / " en er síbundinn sansaþræll? orti séra Jón á Bægisá snemma á 19. öld og átti við að sá sem þykist frjáls sé í raun ofurseldur sínum hvötum. Hann skildi ekki frelsisþrána; enda sú hugmynd býsna fjarri íslenskum þankagangi hins hefðbundna sveitasamfélags þar sem í reynd ríkti ánauð fátæks fólks sem fjötrað var í vistarband og ofurselt duttlungum hinna ríku og sterku. Saga 20. aldarinnar er ekki síst sagan um það hvernig tókst með samtakamætti launafólks að brjótast úr fjötrum fátæktar og fáfræði og sækja með harðfylgi þau réttindi sem við búum við á okkar dögum. Af þeim réttindum er frelsið dýrmætast. Frelsið á að nefna með sömu lotningu og Martin Luther King gerði, hin eina sanna frelsishetja Bandaríkjamanna á síðustu öld, og Paul Eluard, sem orti eitthvert áhrifamesta ljóð seinni heimstyrjaldarinnar til Frelsisins á þeim tímum þegar Frakkar bjuggu við ófrelsi nasismans. Frelsið á ekki heima þarna úti á ysta hægri kanti þar sem það hefur mátt dúsa undanfarin ár svo maður sér jafnvel mætasta fólk tala um það með forakt. Við þurfum að endurheimta Frelsið úr klóm þeirra sem stálu orðinu og gerðu að samheiti við Markaðstrú og nauðhyggju um óskeikulleika „Markaðarins". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Við þurfum að endurheimta orðið „Frelsi". Því var einn góðan veðurdag stolið af okkur, það var tekið í gíslingu og farið með það í mikla herleiðingu af áhugamönnum um óheilbrigða viðskiptahætti. Þegar hofprestar markaðshyggjunnar tala um frelsi eiga þeir í rauninni bara við eitt: alræði auðsins. Rétt hins sterka. Réttinn til að fara sínu fram í krafti auðs. Réttinn til að auðgast nánast á hvaða hátt sem er. Réttinn til að nota þann auð á hvern þann hátt sem viðkomandi sýnist, hvað sem líður lífi annarra. Réttinn til þrælahalds. Sameign okkarÞetta er fjandsamleg yfirtaka á hugsjónum. Frelsishugsjónin er sameiginlegur arfur okkar allra, vinstri manna og hægri manna, íhaldsmanna og nýjungarsinna, bókabéusa og tölvubúra, trúlausra jafnt sem trúfólks – þetta er arfur meðal annars úr Frönsku stjórnarbyltingunni sem svo aftur var innblásin af stjórnarskrá Bandaríkjamanna – sem svo aftur átti sér alls kyns forsendur, langt langt aftur og djúpt í samfélagi og hugmyndalífi manna. Þetta er sú grundvallarhugmynd að við séum jöfn og eigum að hafa jafna möguleika til starfa og tjáningar; höfum sömu réttindi og skyldur gagnvart hvert öðru og að eitt helsta hlutverk samfélagsins sé að gæta þess að einstaklingar séu ekki beittir ofríki af öðrum. Frelsið var ekki fundið upp af Friedman eða Hayek. Það var ekki einu sinni fundið upp af John Stuart Mill sem þó skrifaði mikilvæga bók til varnar rétti einstaklinganna, burtséð frá stétt og fæðingarstöðu. Í rauninni má segja að vinstri stefna 19. aldar hafi kvíslast í ýmsar áttir. Í Danmörku heitir helsti markaðshyggjuflokkurinn Venstre, og er lengst til hægri á þeim mælikvarða sem okkur er tamt að nota; raunar er hófsamasti flokkurinn þar, hinn fullkomlega daufgerði miðjuflokkur, kallaður ?Radikale Venstre?, svo að kannski er þetta ekki síður til vitnis um einkennilega hugtakanotkun okkar gömlu herraþjóðar – en engu að síður er vert að muna að Venstre-flokkurinn á rót sína í baráttunni fyrir borgaralegum réttindum á tímum þegar Danmörku var stýrt með bráðabirgðalögum af harðstjóranum Estrúp í nánu samráði við einn af þessum kóngum sem Íslendingar tignuðu af óskiljanlegum ástæðum, Kristján níunda, sem enn stendur við Stjórnarráðið okkar eins og illa gerður hlutur enda gaf hann okkur ekki frelsið frekar en Friedman og Hayek fundu það upp. Enn er það raunar svo að orðið „líberal" – frjálshyggjumaður – er haft um það fólk í Bandaríkjunum sem aðhyllist hugmyndir og hugsjónir sem fremur er venja að kenna til vinstri en hægri. Fátt þykir verra á sjónvarpsstöðinni sem kennir sig við refskapinn, Fox, en að vera talinn frjálslyndur. Repúblíkanaarmur Sjálfstæðisflokksins er þá væntanlega líka andvígur frjálsyndi og aðhyllist stjórnlyndi í hugarfarsefnum og réttindum einstaklinga til ákvarðana um eigið líf og líkama. "Kann fríþenkjarinn segjast sæll…“Hugmyndaleg átök á Íslandi snerust lengi vel um trúmál fremur en borgaraleg réttindi, rétt eins og umræðan um Evrópusambandið snýst fremur um óljósar sjálfstæðiskenndir en raunveruleg lífskjör almennings utan eða innan sambandsins. Lengi vel var orðið „frjálshyggjumaður" einkum haft um frjálslynt fólk í trúarefnum, á tímum þegar fólk var beinlínis ofsótt fyrir að aðhyllast önnur trúarbrögð en lögboðna þjóðkirkju. Einkum var talað um „fríþenkjara" í þessu sambandi: „Kann fríþenkjarinn segjast sæll / " en er síbundinn sansaþræll? orti séra Jón á Bægisá snemma á 19. öld og átti við að sá sem þykist frjáls sé í raun ofurseldur sínum hvötum. Hann skildi ekki frelsisþrána; enda sú hugmynd býsna fjarri íslenskum þankagangi hins hefðbundna sveitasamfélags þar sem í reynd ríkti ánauð fátæks fólks sem fjötrað var í vistarband og ofurselt duttlungum hinna ríku og sterku. Saga 20. aldarinnar er ekki síst sagan um það hvernig tókst með samtakamætti launafólks að brjótast úr fjötrum fátæktar og fáfræði og sækja með harðfylgi þau réttindi sem við búum við á okkar dögum. Af þeim réttindum er frelsið dýrmætast. Frelsið á að nefna með sömu lotningu og Martin Luther King gerði, hin eina sanna frelsishetja Bandaríkjamanna á síðustu öld, og Paul Eluard, sem orti eitthvert áhrifamesta ljóð seinni heimstyrjaldarinnar til Frelsisins á þeim tímum þegar Frakkar bjuggu við ófrelsi nasismans. Frelsið á ekki heima þarna úti á ysta hægri kanti þar sem það hefur mátt dúsa undanfarin ár svo maður sér jafnvel mætasta fólk tala um það með forakt. Við þurfum að endurheimta Frelsið úr klóm þeirra sem stálu orðinu og gerðu að samheiti við Markaðstrú og nauðhyggju um óskeikulleika „Markaðarins".
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun