Umdeild auglýsing Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem „kynvillingar" eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. Reiði lesenda blaðsins reis aðallega af tvennu, annars vegar að auglýsingin skyldi birtast daginn sem gleðiganga samkynhneigðra fór fram, og hins vegar af því að nafn auglýsandans kom hvergi fram. Sumir gerðu því þess vegna skóna að ritstjórn blaðsins bæri ábyrgð á henni eða gerði boðskapinn að sínum. Að fara ekki fram á að auglýsandinn nafngreindi sig voru mistök, sem gerð voru við móttöku auglýsingarinnar og Fréttablaðið hefur beðizt afsökunar á. Sú regla gildir í blaðinu að innlegg í opinbera umræðu, hvort sem þau eru í formi auglýsinga eða til dæmis aðsendra greina, séu undir nafni. Ritstjórn Fréttablaðsins tekur ekki með nokkrum hætti undir boðskapinn, enda hefur hún með margvíslegum hætti haldið réttindabaráttu samkynhneigðra á lofti. Í blaðinu birtast hins vegar – eðlilega – alls konar skoðanir sem starfsfólk þess er innilega ósammála. Ýmsir hafa talið að auglýsinguna hefði ekki átt að birta, jafnvel þótt auglýsandinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi, hefði verið nafngreindur. Margir hafa kallað textann hatursáróður í garð samkynhneigðra, sem fjölmiðlar megi lögum samkvæmt ekki miðla. Það liggur hins vegar ekki í augum uppi. Þótt það sé augljóst að fyrir Rétttrúnaðarkirkjunni vakti að kasta rýrð á samkynhneigða og réttindabaráttu þeirra hefði verið hæpið að neita að birta beina tilvitnun í útbreiddasta og aðgengilegasta rit hins vestræna heims. Ekkert lýðræðisríki hefur bannað Biblíuna sem hatursáróður. Að minnsta kosti þangað til dómstólar komast að annarri niðurstöðu, væri ákaflega hæpið af fjölmiðlum að banna fólki að birta biblíutilvitnanir í formi auglýsinga. Biblían inniheldur alls konar mótsagnir. Þar má finna réttlætingu á ýmsu, sem fáir kristnir söfnuðir viðurkenna í dag, til dæmis dauðarefsingu og þrælahaldi. En í kærleiksboðskap hennar er líka að finna skýran rökstuðning fyrir réttindum samkynhneigðra, þótt bókstafstrúarmenn kjósi að vitna ekki í þá parta. Í því tilviki sem hér um ræðir var valin sú þýðing Biblíunnar sem inniheldur fordómafyllsta orðalagið; í nýjustu þýðingu Biblíunnar og ýmsum eldri er orðið kynvilling hvergi að finna í þessu versi Kórintubréfsins. Fjölmiðlum ber ekki aðeins lögum samkvæmt að dreifa ekki hatursáróðri. Þeim ber líka að standa vörð um tjáningarfrelsið og taka ekki þátt í mismunun á grundvelli trúarskoðana. Fjölmiðlar væru á hálum ís ef þeir neituðu viðurkenndum trúfélögum um að birta tilvitnanir í grundvallarrit þeirra í auglýsingum. Í umræðum um þetta efni eins og svo mörg önnur gildir að allir eiga að vera menn til að miðla skoðunum og upplýsingum undir nafni. Og tjáningarfrelsið á ekki aðeins við um skoðanir og trú sem flestum er þóknanleg, heldur nær það líka yfir hinar óvinsælu minnihlutaskoðanir. Það er undir dómgreind hvers og eins komið hvort hann lætur þær hafa áhrif á sig. Birting þessarar auglýsingar er líklegri til að hafa áhrif á orðstír Söfnuðar Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi en á réttindabaráttu samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem „kynvillingar" eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. Reiði lesenda blaðsins reis aðallega af tvennu, annars vegar að auglýsingin skyldi birtast daginn sem gleðiganga samkynhneigðra fór fram, og hins vegar af því að nafn auglýsandans kom hvergi fram. Sumir gerðu því þess vegna skóna að ritstjórn blaðsins bæri ábyrgð á henni eða gerði boðskapinn að sínum. Að fara ekki fram á að auglýsandinn nafngreindi sig voru mistök, sem gerð voru við móttöku auglýsingarinnar og Fréttablaðið hefur beðizt afsökunar á. Sú regla gildir í blaðinu að innlegg í opinbera umræðu, hvort sem þau eru í formi auglýsinga eða til dæmis aðsendra greina, séu undir nafni. Ritstjórn Fréttablaðsins tekur ekki með nokkrum hætti undir boðskapinn, enda hefur hún með margvíslegum hætti haldið réttindabaráttu samkynhneigðra á lofti. Í blaðinu birtast hins vegar – eðlilega – alls konar skoðanir sem starfsfólk þess er innilega ósammála. Ýmsir hafa talið að auglýsinguna hefði ekki átt að birta, jafnvel þótt auglýsandinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi, hefði verið nafngreindur. Margir hafa kallað textann hatursáróður í garð samkynhneigðra, sem fjölmiðlar megi lögum samkvæmt ekki miðla. Það liggur hins vegar ekki í augum uppi. Þótt það sé augljóst að fyrir Rétttrúnaðarkirkjunni vakti að kasta rýrð á samkynhneigða og réttindabaráttu þeirra hefði verið hæpið að neita að birta beina tilvitnun í útbreiddasta og aðgengilegasta rit hins vestræna heims. Ekkert lýðræðisríki hefur bannað Biblíuna sem hatursáróður. Að minnsta kosti þangað til dómstólar komast að annarri niðurstöðu, væri ákaflega hæpið af fjölmiðlum að banna fólki að birta biblíutilvitnanir í formi auglýsinga. Biblían inniheldur alls konar mótsagnir. Þar má finna réttlætingu á ýmsu, sem fáir kristnir söfnuðir viðurkenna í dag, til dæmis dauðarefsingu og þrælahaldi. En í kærleiksboðskap hennar er líka að finna skýran rökstuðning fyrir réttindum samkynhneigðra, þótt bókstafstrúarmenn kjósi að vitna ekki í þá parta. Í því tilviki sem hér um ræðir var valin sú þýðing Biblíunnar sem inniheldur fordómafyllsta orðalagið; í nýjustu þýðingu Biblíunnar og ýmsum eldri er orðið kynvilling hvergi að finna í þessu versi Kórintubréfsins. Fjölmiðlum ber ekki aðeins lögum samkvæmt að dreifa ekki hatursáróðri. Þeim ber líka að standa vörð um tjáningarfrelsið og taka ekki þátt í mismunun á grundvelli trúarskoðana. Fjölmiðlar væru á hálum ís ef þeir neituðu viðurkenndum trúfélögum um að birta tilvitnanir í grundvallarrit þeirra í auglýsingum. Í umræðum um þetta efni eins og svo mörg önnur gildir að allir eiga að vera menn til að miðla skoðunum og upplýsingum undir nafni. Og tjáningarfrelsið á ekki aðeins við um skoðanir og trú sem flestum er þóknanleg, heldur nær það líka yfir hinar óvinsælu minnihlutaskoðanir. Það er undir dómgreind hvers og eins komið hvort hann lætur þær hafa áhrif á sig. Birting þessarar auglýsingar er líklegri til að hafa áhrif á orðstír Söfnuðar Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi en á réttindabaráttu samkynhneigðra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun