Aniston og leitin að ástinni 17. ágúst 2012 08:00 Jennifer Aniston hefur loksins hitt draumamanninn eftir mörg misheppnuð sambönd frá árinu 2005. Það er leikarinn og handritshöfundurinn Justin Theroux sem fór niður á skeljarnar fyrir viku. Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt. Eftir skilnað draumapars Hollywood í janúar 2005 hefur Jennifer Aniston leitað í margan karlmannsfaðminn. Aðdáendur gamanleikkonunnar glöddust því þegar kærasti hennar Justin Theroux fór niður á skeljarnar á afmælisdegi sínum á föstudaginn. Bónorðið var borið upp á tökustað nýjustu myndar Aniston, We‘re the Millers. Á sama tíma spá fjölmiðlar vestra að Brad Pitt muni ganga að eiga Angelinu Jolie um helgina í húsi þeirra í Suður-Frakklandi, en framhjáhald Brads með Angelinu eyðilagði hjónaband þeirra Aniston. Nýi unnustinn er 41 árs leikari og handritshöfundur. Þau eru sögð hafa fallið hvort fyrir öðru við tökur á Wanderlust í maí 2011 en Aniston sagði það einungis orðróm. Ástin virðist þó hafa kviknað því þau komu opinberlega fram sem par 6. júní í eftirpartíi kvikmyndaverðlauna MTV. Þetta er fyrsta hjónaband hans en áður var hann með stílistanum Heidi Biven til fjórtán ára. Strax eftir skilnað Aniston og Pitt hóf slúðurpressan að segja frá stuttum kynnum hennar við ýmsar þekktar stjörnur. Fyrsta mislukkaða sambandið var við mótleikarann Vince Vaughn sem hófst við tökur á The Break Up og varði í fimmtán mánuði á meðan blekið þornaði á skilnaðarpappírunum. Þaðan sigldi hún á ný mið og hitti bresku fyrirsætuna Paul Sculfor í nokkra mánuði árið 2007. Skömmu síðar bættist Owen Wilson í hópinn sem mótleikari og kærasti við tökur á Marley & Me en loginn slokknaði að tökum loknum. Í mars 2008 hófst samband hennar við söngvarann John Mayer sem varði í ár og er mörgum minnisstætt. Í ágúst 2009 fór af stað orðrómur um hana og mótleikarann Gerard Butler úr The Bounty Hunter. Af þeim náðust mjög innilegar myndir en þau vildu ekkert staðfesta. Mánuði síðar var hún skriðin í faðm Aarons Eckhart í kjölfar myndarinnar Love Happens. Nú virðist löng leit Aniston að ástinni á enda og eru þau Theroux á leið í hnapphelduna eftir rúmlega árs samband. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt. Eftir skilnað draumapars Hollywood í janúar 2005 hefur Jennifer Aniston leitað í margan karlmannsfaðminn. Aðdáendur gamanleikkonunnar glöddust því þegar kærasti hennar Justin Theroux fór niður á skeljarnar á afmælisdegi sínum á föstudaginn. Bónorðið var borið upp á tökustað nýjustu myndar Aniston, We‘re the Millers. Á sama tíma spá fjölmiðlar vestra að Brad Pitt muni ganga að eiga Angelinu Jolie um helgina í húsi þeirra í Suður-Frakklandi, en framhjáhald Brads með Angelinu eyðilagði hjónaband þeirra Aniston. Nýi unnustinn er 41 árs leikari og handritshöfundur. Þau eru sögð hafa fallið hvort fyrir öðru við tökur á Wanderlust í maí 2011 en Aniston sagði það einungis orðróm. Ástin virðist þó hafa kviknað því þau komu opinberlega fram sem par 6. júní í eftirpartíi kvikmyndaverðlauna MTV. Þetta er fyrsta hjónaband hans en áður var hann með stílistanum Heidi Biven til fjórtán ára. Strax eftir skilnað Aniston og Pitt hóf slúðurpressan að segja frá stuttum kynnum hennar við ýmsar þekktar stjörnur. Fyrsta mislukkaða sambandið var við mótleikarann Vince Vaughn sem hófst við tökur á The Break Up og varði í fimmtán mánuði á meðan blekið þornaði á skilnaðarpappírunum. Þaðan sigldi hún á ný mið og hitti bresku fyrirsætuna Paul Sculfor í nokkra mánuði árið 2007. Skömmu síðar bættist Owen Wilson í hópinn sem mótleikari og kærasti við tökur á Marley & Me en loginn slokknaði að tökum loknum. Í mars 2008 hófst samband hennar við söngvarann John Mayer sem varði í ár og er mörgum minnisstætt. Í ágúst 2009 fór af stað orðrómur um hana og mótleikarann Gerard Butler úr The Bounty Hunter. Af þeim náðust mjög innilegar myndir en þau vildu ekkert staðfesta. Mánuði síðar var hún skriðin í faðm Aarons Eckhart í kjölfar myndarinnar Love Happens. Nú virðist löng leit Aniston að ástinni á enda og eru þau Theroux á leið í hnapphelduna eftir rúmlega árs samband.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira