Betri en flest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. ágúst 2012 00:01 Nýjasta mynd Woodys Allen, To Rome with Love, er skemmtilegur hræringur. Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Mynd hans frá því í fyrra, Midnight in Paris, þykir ein hans allra besta í seinni tíð og skilaði hún meiru í kassann en nokkur önnur mynd leikstjórans frá upphafi. Það voru því töluverðar líkur á að sú næsta á eftir myndi ekki standa undir væntingum. Og nú er hún komin, To Rome with Love, og tvinnar saman fjórum aðskildum sögum sem eiga það eitt sameiginlegt að sögusvið þeirra er Rómaborg. Við fylgjumst með ástarævintýrum og framhjáhöldum, útfararstjórum og portkonum, miðaldra arkitekt sem gerist sérstakur ráðunautur yngri útgáfu af sjálfum sér í kvennamálum og óperusöngvara sem getur ekki sungið utan sturtunnar. Að ógleymdri skrifstofublókinni Leopoldo sem dag einn verður frægur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Það telst vart til tíðinda þegar Woody setur saman öflugan leikhóp. Hér er allt eins og það á að vera og best eru þau Eisenberg, Mastronardi og tenórinn Fabio Armilato. Stíllinn er skemmtilega losaralegur og minnir til skiptis á fyrstu verk leikstjórans og það sem hann hefur aðhafst í ellinni. Sögurnar eru misgóðar og á stöku stað er brandaralopinn teygður helst til mikið. En miðlungsgóður Allen er þrátt fyrir allt betri en flest það sem ratar í bíóhúsin frá Bandaríkjunum, og sé To Rome with Love borin saman við eitthvað annað en fyrri verk leikstjórans er styrkur hennar augljós. Niðurstaða: Fágunin og fáránleikinn ganga í eina sæng og úr verður skemmtilegur hræringur sem ætti að höfða til flestra aðdáenda leikstjórans. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Mynd hans frá því í fyrra, Midnight in Paris, þykir ein hans allra besta í seinni tíð og skilaði hún meiru í kassann en nokkur önnur mynd leikstjórans frá upphafi. Það voru því töluverðar líkur á að sú næsta á eftir myndi ekki standa undir væntingum. Og nú er hún komin, To Rome with Love, og tvinnar saman fjórum aðskildum sögum sem eiga það eitt sameiginlegt að sögusvið þeirra er Rómaborg. Við fylgjumst með ástarævintýrum og framhjáhöldum, útfararstjórum og portkonum, miðaldra arkitekt sem gerist sérstakur ráðunautur yngri útgáfu af sjálfum sér í kvennamálum og óperusöngvara sem getur ekki sungið utan sturtunnar. Að ógleymdri skrifstofublókinni Leopoldo sem dag einn verður frægur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Það telst vart til tíðinda þegar Woody setur saman öflugan leikhóp. Hér er allt eins og það á að vera og best eru þau Eisenberg, Mastronardi og tenórinn Fabio Armilato. Stíllinn er skemmtilega losaralegur og minnir til skiptis á fyrstu verk leikstjórans og það sem hann hefur aðhafst í ellinni. Sögurnar eru misgóðar og á stöku stað er brandaralopinn teygður helst til mikið. En miðlungsgóður Allen er þrátt fyrir allt betri en flest það sem ratar í bíóhúsin frá Bandaríkjunum, og sé To Rome with Love borin saman við eitthvað annað en fyrri verk leikstjórans er styrkur hennar augljós. Niðurstaða: Fágunin og fáránleikinn ganga í eina sæng og úr verður skemmtilegur hræringur sem ætti að höfða til flestra aðdáenda leikstjórans.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira