Sérmerkjum líka landnemavörur Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. ágúst 2012 06:00 Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem. Vakið hefur mikla reiði í Ísrael að vörur af þessum svæðum verði í Suður-Afríku eftirleiðis merktar og flokkaðar sem innflutningur frá hernámssvæðum í Palestínu, en ekki sem vörur frá Ísrael. Þannig greindi fréttastofa BBC frá því að ísraelska utanríkisráðuneytið teldi auðkenningu varanna „algjörlega óásættanlega" og dæmi um „helbera mismunun". Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Suður-Afríku sendi frá sér á miðvikudag segir hins vegar að ákvörðunin sé í samræmi við utanríkisstefnu landsins þar sem viðurkennd séu landamæri Ísraelsríkis líkt og þau voru dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1948. Þar með viðurkenni Suður-Afríka ekki hernumin landsvæði utan þess svæðis sem hluta af Ísrael. Þá sagði Jimmy Manyi, talsmaður stjórnvalda í Pretóríu, merkingu innfluttu varanna vera til þess að koma í veg fyrir að neytendur teldu varning af hernumdum svæðum eiga uppruna sinn í Ísrael. Stjórnvöld segjast ekki beina neinum tilmælum til fólks um hvernig það skuli haga innkaupum sínum, en auðkennið sé liður í því að gera neytendum betur kleift að stunda upplýst innkaup. Fólk viti þá hvenær vörur séu keyptar (eða ekki keyptar) frá ólöglegum landnámssvæðum Ísraela. Eðlilega sýna stjórnvöld í Suður-Afríku, þar sem áður var rekin aðskilnaðarstefna hvítra stjórnvalda, baráttu palestínsku þjóðarinnar skilning, enda býr hún við aðskilnaðarstefnu, ofbeldi og yfirgang Ísraels. Stjórnvöld hafa bent á að íbúar Suður-Afríku hafi notið stuðnings alþjóðasamfélagsins við að fá sínu órétti aflétt og hvetja íbúa landsins til að styðja baráttu palestínsku þjóðarinnar. Þá er ákvörðun Suður-Afríku ekki heldur sprottin upp úr neinu tómarúmi, því uppi hafa verið hugmyndir bæði í Danmörku og á Írlandi um að auðkenna „ísraelskar" vörur með landtökumerkimiða. Sömuleiðis fá vörur frá landnemabyggðum Ísraela ekki sama tollaafslátt hjá Evrópusambandinu og vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Þessu hafa Ísraelar líka mótmælt. Ísland var undir lok síðasta árs fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og bættist með því í hóp þeirra 130 af 197 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna sem gert hafa hið sama. Síðan þá hefur Taíland bæst í hópinn. Sú staða sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs er óþolandi og sjálfsagt er að Ísland leggist á árar með Suður-Afríku í að upplýsa neytendur um raunverulegan uppruna varnings sem þaðan kemur. Þannig getur Ísland líka haldið áfram að sýna öðrum vestrænum ríkjum gott fordæmi í afstöðu til framferðis Ísraela með því að láta virðingu fyrir mannréttindum ráða för fremur en aðra hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun
Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem. Vakið hefur mikla reiði í Ísrael að vörur af þessum svæðum verði í Suður-Afríku eftirleiðis merktar og flokkaðar sem innflutningur frá hernámssvæðum í Palestínu, en ekki sem vörur frá Ísrael. Þannig greindi fréttastofa BBC frá því að ísraelska utanríkisráðuneytið teldi auðkenningu varanna „algjörlega óásættanlega" og dæmi um „helbera mismunun". Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Suður-Afríku sendi frá sér á miðvikudag segir hins vegar að ákvörðunin sé í samræmi við utanríkisstefnu landsins þar sem viðurkennd séu landamæri Ísraelsríkis líkt og þau voru dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1948. Þar með viðurkenni Suður-Afríka ekki hernumin landsvæði utan þess svæðis sem hluta af Ísrael. Þá sagði Jimmy Manyi, talsmaður stjórnvalda í Pretóríu, merkingu innfluttu varanna vera til þess að koma í veg fyrir að neytendur teldu varning af hernumdum svæðum eiga uppruna sinn í Ísrael. Stjórnvöld segjast ekki beina neinum tilmælum til fólks um hvernig það skuli haga innkaupum sínum, en auðkennið sé liður í því að gera neytendum betur kleift að stunda upplýst innkaup. Fólk viti þá hvenær vörur séu keyptar (eða ekki keyptar) frá ólöglegum landnámssvæðum Ísraela. Eðlilega sýna stjórnvöld í Suður-Afríku, þar sem áður var rekin aðskilnaðarstefna hvítra stjórnvalda, baráttu palestínsku þjóðarinnar skilning, enda býr hún við aðskilnaðarstefnu, ofbeldi og yfirgang Ísraels. Stjórnvöld hafa bent á að íbúar Suður-Afríku hafi notið stuðnings alþjóðasamfélagsins við að fá sínu órétti aflétt og hvetja íbúa landsins til að styðja baráttu palestínsku þjóðarinnar. Þá er ákvörðun Suður-Afríku ekki heldur sprottin upp úr neinu tómarúmi, því uppi hafa verið hugmyndir bæði í Danmörku og á Írlandi um að auðkenna „ísraelskar" vörur með landtökumerkimiða. Sömuleiðis fá vörur frá landnemabyggðum Ísraela ekki sama tollaafslátt hjá Evrópusambandinu og vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Þessu hafa Ísraelar líka mótmælt. Ísland var undir lok síðasta árs fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og bættist með því í hóp þeirra 130 af 197 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna sem gert hafa hið sama. Síðan þá hefur Taíland bæst í hópinn. Sú staða sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs er óþolandi og sjálfsagt er að Ísland leggist á árar með Suður-Afríku í að upplýsa neytendur um raunverulegan uppruna varnings sem þaðan kemur. Þannig getur Ísland líka haldið áfram að sýna öðrum vestrænum ríkjum gott fordæmi í afstöðu til framferðis Ísraela með því að láta virðingu fyrir mannréttindum ráða för fremur en aðra hagsmuni.