Ósjálfbjarga og elska það Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 25. ágúst 2012 11:00 Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. Sú spurning hefur blundað í mér síðan. Hvað drap riddaramennskuna? Er hún dauð? Kalla breyttir tímar kannski á öðruvísi riddaramennsku? Umræðan um það hversu framarlega Ísland stendur hvað réttindi samkynhneigðra, transfólks og annarra minni samfélagshópa varðar hefur minnt mig á það hvað kvenréttindabaráttan hefur náð góðum árangri hérlendis. Er það mögulega hún sem drap riddaramennskuna? Ég á oft erfitt með að átta mig á hversu langt ég vil að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna gangi. Ég er ekki tilbúin að fórna því að mega vera hjálparlaus í vissum hlutum bara vegna þess að ég er kona. Einu sinni reyndi ég til dæmis að hengja upp mynd heima hjá mér. Útkoman var gat í veggnum á stærð við hamarshaus. Um daginn var eitt dekkið á bílnum mínum loftlítið. Eftir að hafa horft á það hugsi í dágóðan tíma hélt ég á næstu bensínstöð. Á leiðinni þangað ímyndaði ég mér að dekkið myndi allt í einu hætta að snúast og bíllinn þyrfti að keyra á þremur dekkjum. Það myndi augljóslega ekki ganga upp. Líklegast myndi hann þá snarstansa á miðri leið með þeim afleiðingum að honum myndi hvolfa og taka nokkrar veltur niður Ártúnsbrekkuna og ég stórslasast í kjölfarið – það gæti gerst! Kannski hefði ég átt að fá dráttarbíl. Ég komst þó á bensínstöðina heilu og höldnu. Þegar ég loksins fann loftdæluna stóð ég við hana í smá stund, sneri upp á hárlokk og þóttist lesa leiðbeiningarnar (en var í raun að fylgjast með öndum á rölti hinum megin við götuna) þar til myndarlegur herramaður kom loksins upp að mér og bauð fram aðstoð sína. Hann vippaði sér niður á hnén og reddaði hlutunum á nokkrum sekúndum. Eftir að hann hafði yfirfarið öll dekkin á bílnum þakkaði ég fyrir mig og keyrði burt sæl og glöð. Ég var samt örlítið pirruð á því hvað hefði tekið hann langan tíma að koma mér til hjálpar. Ég velti því fyrir mér hvort kvenréttindabaráttan sé virkilega svo langt leidd að einhverjum þyki eðlilegt að lítil, ljóshærð stelpa geti pumpað í dekkið á bílnum sínum sjálf? Ég vil að skoðanir mínar séu teknar alvarlega og að mér séu veitt sömu laun fyrir sama starf og karlmaður. Ég hef þó engan áhuga á að borga á fyrsta stefnumóti, geta skipt um ljósaperu eða annast grillmennsku og svo sannarlega hef ég engan áhuga á að kunna að pumpa í dekkið á bílnum mínum. Ég meinaða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Rós Steinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Erlendur blaðamaður greip mig á rölti niður Laugaveginn á dögunum. Hún var að skrifa grein fyrir bandarískt tímarit um stefnumótamenningu Íslendinga og bað um mitt álit. Ég jós úr viskubrunni mínum á þessu sviði í dágóðan tíma og bölvaði því að riddaramennskan væri steindauð hérlendis. Þegar hún spurði mig af hverju ég héldi að það væri var ég þó alveg mát. Sú spurning hefur blundað í mér síðan. Hvað drap riddaramennskuna? Er hún dauð? Kalla breyttir tímar kannski á öðruvísi riddaramennsku? Umræðan um það hversu framarlega Ísland stendur hvað réttindi samkynhneigðra, transfólks og annarra minni samfélagshópa varðar hefur minnt mig á það hvað kvenréttindabaráttan hefur náð góðum árangri hérlendis. Er það mögulega hún sem drap riddaramennskuna? Ég á oft erfitt með að átta mig á hversu langt ég vil að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna gangi. Ég er ekki tilbúin að fórna því að mega vera hjálparlaus í vissum hlutum bara vegna þess að ég er kona. Einu sinni reyndi ég til dæmis að hengja upp mynd heima hjá mér. Útkoman var gat í veggnum á stærð við hamarshaus. Um daginn var eitt dekkið á bílnum mínum loftlítið. Eftir að hafa horft á það hugsi í dágóðan tíma hélt ég á næstu bensínstöð. Á leiðinni þangað ímyndaði ég mér að dekkið myndi allt í einu hætta að snúast og bíllinn þyrfti að keyra á þremur dekkjum. Það myndi augljóslega ekki ganga upp. Líklegast myndi hann þá snarstansa á miðri leið með þeim afleiðingum að honum myndi hvolfa og taka nokkrar veltur niður Ártúnsbrekkuna og ég stórslasast í kjölfarið – það gæti gerst! Kannski hefði ég átt að fá dráttarbíl. Ég komst þó á bensínstöðina heilu og höldnu. Þegar ég loksins fann loftdæluna stóð ég við hana í smá stund, sneri upp á hárlokk og þóttist lesa leiðbeiningarnar (en var í raun að fylgjast með öndum á rölti hinum megin við götuna) þar til myndarlegur herramaður kom loksins upp að mér og bauð fram aðstoð sína. Hann vippaði sér niður á hnén og reddaði hlutunum á nokkrum sekúndum. Eftir að hann hafði yfirfarið öll dekkin á bílnum þakkaði ég fyrir mig og keyrði burt sæl og glöð. Ég var samt örlítið pirruð á því hvað hefði tekið hann langan tíma að koma mér til hjálpar. Ég velti því fyrir mér hvort kvenréttindabaráttan sé virkilega svo langt leidd að einhverjum þyki eðlilegt að lítil, ljóshærð stelpa geti pumpað í dekkið á bílnum sínum sjálf? Ég vil að skoðanir mínar séu teknar alvarlega og að mér séu veitt sömu laun fyrir sama starf og karlmaður. Ég hef þó engan áhuga á að borga á fyrsta stefnumóti, geta skipt um ljósaperu eða annast grillmennsku og svo sannarlega hef ég engan áhuga á að kunna að pumpa í dekkið á bílnum mínum. Ég meinaða!
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun