Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu Róbert Ragnar Spanó skrifar 29. ágúst 2012 06:00 Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar. Í báðum málum taldi Mannréttindadómstóllinn að brotið hefði verið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um vernd tjáningarfrelsis. Eftir að dómarnir voru kveðnir upp hefur því verið haldið fram í þjóðfélagsumræðunni að á skorti að dómar íslenskra dómstóla á þessu sviði samrýmist almennt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Af þessu tilefni verður nú farið nokkrum orðum um tengsl Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins og leitast við að útskýra hvert gildi dómar hins síðarnefnda hafa hér á landi. Þá verða stuttlega rakin nokkur sjónarmið um það hvernig íslenskir dómstólar geta aukið líkurnar á því að samræmi sé á milli dóma þeirra og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins. Er hægt að áfrýja dómum Hæstaréttar til Mannréttindadómstólsins?Algengt er að sá, sem ósáttur er við dóm sem kveðinn hefur verið upp í Hæstarétti, orði það sem næsta skref í málinu að „dóminum verði áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu". Þetta er ekki réttur skilningur á stöðu síðarnefnda dómstólsins að íslenskum rétti. Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll þjóðarinnar og verður dómum hans ekki áfrýjað til annars dómstóls. Dómar Hæstaréttar hafa endanleg og bindandi réttaráhrif fyrir málsaðila. Hafi maður t.d. verið dæmdur til fangelsisrefsingar í Hæstarétti getur Mannréttindadómstóllinn ekki leyst hann úr haldi. Ástand, sem komið hefur verið á með dómi Hæstaréttar Íslands, verður ekki afnumið eða því breytt með dómi Mannréttindadómstólsins. En hvaða þýðingu hafa þá dómar Mannréttindadómstólsins hér á landi? Áhrif dómaframkvæmdar MannréttindadómstólsinsMannréttindasáttmáli Evrópu er samningur sem Ísland undirgekkst að þjóðarétti á árinu 1953. Samkvæmt viðurkenndum sjónarmiðum í íslenskri lögfræði hafði sáttmálinn ekki beint lagagildi hér á landi í rúm fjörutíu ár eða þar til hann var lögfestur á árinu 1994. Var þá hægt að bera hann fyrir sig beint fyrir íslenskum dómstólum. Ári síðar, eða á árinu 1995, var mannréttindakafla stjórnarskrárinnar breytt. Eitt af meginmarkmiðum breytinganna var að samræma þá réttindavernd sem stjórnarskráin veitir, þeirri vernd sem leiðir meðal annars af Mannréttindasáttmála Evrópu. Ýmsum ákvæðum í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar var því breytt til samræmis við samsvarandi ákvæði í Mannréttindasáttmálanum, t.d. 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Því verður ávallt við beitingu sáttmálans hér á landi að skoða hvort samsvarandi ákvæði sé að finna í stjórnarskránni. Ef svo er, kunna dómstólar að þurfa að skera úr um það hvort lagaákvæði sem Alþingi hefur sett, og talin eru skerða mannréttindi, samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar. Í ljósi þess að náið samspil er á milli sumra mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmálans verða íslenskir dómstólar að vera meðvitaðir um þá merkingu sem sáttmálanum hefur verið gefin á vettvangi Mannréttindadómstólsins. Að öðrum kosti getur verndin sem stjórnarskráin veitir manni samkvæmt dómi Hæstaréttar, t.d. tjáningarfrelsisvernd, orðið lakari en sú vernd sem sami maður kann að eiga rétt á leiti hann til Mannréttindadómstóls Evrópu með mál sitt. Það leiðir því af þeim skyldum sem hvíla á íslenska ríkinu, og þar með dómskerfinu, að dómstólar hér á landi þurfa að ljá dómum Mannréttindadómstólsins vægi við úrlausn mála jafnvel þótt dómar hans séu ekki bindandi. Að öðrum kosti kann íslenska ríkið að brjóta gegn ákvæðum sáttmálans og þurfa að greiða þeim, sem brotið hefur verið gegn, bætur auk málskostnaðar. Á þeim átján árum sem liðin eru frá því sáttmálinn var lögfestur hefur Hæstiréttur því réttilega leitast við að túlka stjórnarskrána og sáttmálann með hliðsjón af dómum Mannréttindadómstólsins. Samræmi í aðferðum við úrlausn málaVægi einstakra dóma Mannréttindadómstólsins kann stundum að vera óljóst. Getur það leitt til þess að íslenskir dómstólar og Mannréttindadómstóllinn verði ósammála um niðurstöðu máls. Dómarar hér á landi geta þó í sumum tilvikum minnkað líkurnar á því að ósamræmi verði á milli innlendra dóma og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins, eins og nú verður að lokum útskýrt. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu er að jafnaði atviksbundin. Það þýðir að forsendur dómstólsins eru oft nátengdar aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Það er því stundum erfitt að draga ályktanir af dómum hans um gildi þeirra í öðrum málum. Dómaframkvæmdin er þó almennt samræmd að því leyti að uppbygging dómsforsendna er jafnan nokkuð kerfisbundin og tekur þá mið af framsetningu ákvæða sáttmálans. Sem dæmi má taka ákvæði 10. gr. um vernd tjáningarfrelsis sem á reyndi í máli blaðamannanna tveggja. Fyrsta spurningin sem verður að svara við beitingu þess er hvort um tjáningu sé að ræða sem njóti verndar. Ef svo er, þarf næst að svara því hvort frelsi til tjáningarinnar hafi verið skert. Hafi það verið gert þarf að leysa úr því hvort heimild að landslögum hafi staðið til skerðingarinnar. Ef það skilyrði er uppfyllt þarf að skoða hvort lögmætt markmið hafi staðið til hennar. Hafi skerðingin stefnt að lögmætu markmiði verður loks að meta hvort hún hafi verið nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi eða í „samræmi við lýðræðishefðir", eins og segir í 73. gr. stjórnarskrárinnar, en framsetning hennar er með sambærilegum hætti og 10. gr. sáttmálans. Þessi kerfisbundna aðferð Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki notuð að ástæðulausu. Dómararnir spyrja ákveðinna spurninga í ákveðinni röð og með ákveðnum hætti. Ljóst er að mat íslenskra dómstóla á því hvort brotið hefur verið í bága við mannréttindi verður almennt að fara fram á sjálfstæðum forsendum og í samræmi við innlendar aðstæður. Með því að tileinka sér a.m.k. sambærilega aðferð við úrlausn mála, þar sem reynir á ákvæði Mannréttindasáttmálans, geta íslenskir dómstólar minnkað líkurnar á því að ósamræmi verði á milli innlendra dóma og dóma Mannréttindadómstólsins. Það er líklegra en ekki að tveir eða fleiri dómarar nálgist sama viðfangsefni með sambærilegum hætti ef sú aðferð sem þeir nota er a.m.k. samræmd. Hér má sem dæmi nefna að ein meginástæðan fyrir því að Mannréttindadómstóllinn taldi úrlausnir íslenskra dómstóla í málum blaðamannanna tveggja ekki samrýmast 10. gr. sáttmálans var sú að forsendur þeirra báru það ekki með sér að byggt hefði verið á þeirri aðferð sem lögð hefur verið til grundvallar hjá dómstólnum. Sérstaklega skorti á það að mati Mannréttindadómstólsins að rökstutt væri hvernig íslenskir dómstólar mátu það skilyrði fyrir skerðingu tjáningarfrelsis að hún væri nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Róbert Spanó Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar. Í báðum málum taldi Mannréttindadómstóllinn að brotið hefði verið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um vernd tjáningarfrelsis. Eftir að dómarnir voru kveðnir upp hefur því verið haldið fram í þjóðfélagsumræðunni að á skorti að dómar íslenskra dómstóla á þessu sviði samrýmist almennt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Af þessu tilefni verður nú farið nokkrum orðum um tengsl Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins og leitast við að útskýra hvert gildi dómar hins síðarnefnda hafa hér á landi. Þá verða stuttlega rakin nokkur sjónarmið um það hvernig íslenskir dómstólar geta aukið líkurnar á því að samræmi sé á milli dóma þeirra og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins. Er hægt að áfrýja dómum Hæstaréttar til Mannréttindadómstólsins?Algengt er að sá, sem ósáttur er við dóm sem kveðinn hefur verið upp í Hæstarétti, orði það sem næsta skref í málinu að „dóminum verði áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu". Þetta er ekki réttur skilningur á stöðu síðarnefnda dómstólsins að íslenskum rétti. Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll þjóðarinnar og verður dómum hans ekki áfrýjað til annars dómstóls. Dómar Hæstaréttar hafa endanleg og bindandi réttaráhrif fyrir málsaðila. Hafi maður t.d. verið dæmdur til fangelsisrefsingar í Hæstarétti getur Mannréttindadómstóllinn ekki leyst hann úr haldi. Ástand, sem komið hefur verið á með dómi Hæstaréttar Íslands, verður ekki afnumið eða því breytt með dómi Mannréttindadómstólsins. En hvaða þýðingu hafa þá dómar Mannréttindadómstólsins hér á landi? Áhrif dómaframkvæmdar MannréttindadómstólsinsMannréttindasáttmáli Evrópu er samningur sem Ísland undirgekkst að þjóðarétti á árinu 1953. Samkvæmt viðurkenndum sjónarmiðum í íslenskri lögfræði hafði sáttmálinn ekki beint lagagildi hér á landi í rúm fjörutíu ár eða þar til hann var lögfestur á árinu 1994. Var þá hægt að bera hann fyrir sig beint fyrir íslenskum dómstólum. Ári síðar, eða á árinu 1995, var mannréttindakafla stjórnarskrárinnar breytt. Eitt af meginmarkmiðum breytinganna var að samræma þá réttindavernd sem stjórnarskráin veitir, þeirri vernd sem leiðir meðal annars af Mannréttindasáttmála Evrópu. Ýmsum ákvæðum í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar var því breytt til samræmis við samsvarandi ákvæði í Mannréttindasáttmálanum, t.d. 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Því verður ávallt við beitingu sáttmálans hér á landi að skoða hvort samsvarandi ákvæði sé að finna í stjórnarskránni. Ef svo er, kunna dómstólar að þurfa að skera úr um það hvort lagaákvæði sem Alþingi hefur sett, og talin eru skerða mannréttindi, samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar. Í ljósi þess að náið samspil er á milli sumra mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmálans verða íslenskir dómstólar að vera meðvitaðir um þá merkingu sem sáttmálanum hefur verið gefin á vettvangi Mannréttindadómstólsins. Að öðrum kosti getur verndin sem stjórnarskráin veitir manni samkvæmt dómi Hæstaréttar, t.d. tjáningarfrelsisvernd, orðið lakari en sú vernd sem sami maður kann að eiga rétt á leiti hann til Mannréttindadómstóls Evrópu með mál sitt. Það leiðir því af þeim skyldum sem hvíla á íslenska ríkinu, og þar með dómskerfinu, að dómstólar hér á landi þurfa að ljá dómum Mannréttindadómstólsins vægi við úrlausn mála jafnvel þótt dómar hans séu ekki bindandi. Að öðrum kosti kann íslenska ríkið að brjóta gegn ákvæðum sáttmálans og þurfa að greiða þeim, sem brotið hefur verið gegn, bætur auk málskostnaðar. Á þeim átján árum sem liðin eru frá því sáttmálinn var lögfestur hefur Hæstiréttur því réttilega leitast við að túlka stjórnarskrána og sáttmálann með hliðsjón af dómum Mannréttindadómstólsins. Samræmi í aðferðum við úrlausn málaVægi einstakra dóma Mannréttindadómstólsins kann stundum að vera óljóst. Getur það leitt til þess að íslenskir dómstólar og Mannréttindadómstóllinn verði ósammála um niðurstöðu máls. Dómarar hér á landi geta þó í sumum tilvikum minnkað líkurnar á því að ósamræmi verði á milli innlendra dóma og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins, eins og nú verður að lokum útskýrt. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu er að jafnaði atviksbundin. Það þýðir að forsendur dómstólsins eru oft nátengdar aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Það er því stundum erfitt að draga ályktanir af dómum hans um gildi þeirra í öðrum málum. Dómaframkvæmdin er þó almennt samræmd að því leyti að uppbygging dómsforsendna er jafnan nokkuð kerfisbundin og tekur þá mið af framsetningu ákvæða sáttmálans. Sem dæmi má taka ákvæði 10. gr. um vernd tjáningarfrelsis sem á reyndi í máli blaðamannanna tveggja. Fyrsta spurningin sem verður að svara við beitingu þess er hvort um tjáningu sé að ræða sem njóti verndar. Ef svo er, þarf næst að svara því hvort frelsi til tjáningarinnar hafi verið skert. Hafi það verið gert þarf að leysa úr því hvort heimild að landslögum hafi staðið til skerðingarinnar. Ef það skilyrði er uppfyllt þarf að skoða hvort lögmætt markmið hafi staðið til hennar. Hafi skerðingin stefnt að lögmætu markmiði verður loks að meta hvort hún hafi verið nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi eða í „samræmi við lýðræðishefðir", eins og segir í 73. gr. stjórnarskrárinnar, en framsetning hennar er með sambærilegum hætti og 10. gr. sáttmálans. Þessi kerfisbundna aðferð Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki notuð að ástæðulausu. Dómararnir spyrja ákveðinna spurninga í ákveðinni röð og með ákveðnum hætti. Ljóst er að mat íslenskra dómstóla á því hvort brotið hefur verið í bága við mannréttindi verður almennt að fara fram á sjálfstæðum forsendum og í samræmi við innlendar aðstæður. Með því að tileinka sér a.m.k. sambærilega aðferð við úrlausn mála, þar sem reynir á ákvæði Mannréttindasáttmálans, geta íslenskir dómstólar minnkað líkurnar á því að ósamræmi verði á milli innlendra dóma og dóma Mannréttindadómstólsins. Það er líklegra en ekki að tveir eða fleiri dómarar nálgist sama viðfangsefni með sambærilegum hætti ef sú aðferð sem þeir nota er a.m.k. samræmd. Hér má sem dæmi nefna að ein meginástæðan fyrir því að Mannréttindadómstóllinn taldi úrlausnir íslenskra dómstóla í málum blaðamannanna tveggja ekki samrýmast 10. gr. sáttmálans var sú að forsendur þeirra báru það ekki með sér að byggt hefði verið á þeirri aðferð sem lögð hefur verið til grundvallar hjá dómstólnum. Sérstaklega skorti á það að mati Mannréttindadómstólsins að rökstutt væri hvernig íslenskir dómstólar mátu það skilyrði fyrir skerðingu tjáningarfrelsis að hún væri nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi.