Fullyrða enn að minna gangi af makríl 30. ágúst 2012 05:00 makríll Fern samtök norskra útgerðarmanna skrifa undir tilkynningu sem hunsar niðurstöður hafrannsókna sem Norðmenn eru aðilar að. fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgerðunum og er vitnað til þess að rannsóknaleiðangrar sumarsins hafi leitt þetta í ljós. Niðurstaða sameiginlegs rannsóknaleiðangurs hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Færeyja, sýnir hins vegar að aldrei hefur mælst meira af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni en í ár. Vekur athygli að niðurstöður norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem sýna að 1,5 milljón tonn mældust í ár í íslensku lögsögunni, séu virtar að vettugi í máli norskra útgerðarmanna, en árin 2010 og 2011 mældist 1,1 milljón tonn við landið. „Það er auðvitað sorglegt að norskir og evrópskir útgerðarmenn skuli enn og aftur reyna að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útgerðir í Noregi og ESB hafa krafist þess að fullri hörku verði beitt gegn Íslendingum og meðal annars verði viðræðum um aðild Íslands að ESB frestað. Friðrik segir að hótun um frestun viðræðna haldi ekki vöku fyrir mönnum. „Verkefnið er sem fyrr að ná samkomulagi um stjórn veiðanna og tryggja sanngjarnan hlut Íslands í þeim," segir Friðrik. - shá Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgerðunum og er vitnað til þess að rannsóknaleiðangrar sumarsins hafi leitt þetta í ljós. Niðurstaða sameiginlegs rannsóknaleiðangurs hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Færeyja, sýnir hins vegar að aldrei hefur mælst meira af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni en í ár. Vekur athygli að niðurstöður norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem sýna að 1,5 milljón tonn mældust í ár í íslensku lögsögunni, séu virtar að vettugi í máli norskra útgerðarmanna, en árin 2010 og 2011 mældist 1,1 milljón tonn við landið. „Það er auðvitað sorglegt að norskir og evrópskir útgerðarmenn skuli enn og aftur reyna að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útgerðir í Noregi og ESB hafa krafist þess að fullri hörku verði beitt gegn Íslendingum og meðal annars verði viðræðum um aðild Íslands að ESB frestað. Friðrik segir að hótun um frestun viðræðna haldi ekki vöku fyrir mönnum. „Verkefnið er sem fyrr að ná samkomulagi um stjórn veiðanna og tryggja sanngjarnan hlut Íslands í þeim," segir Friðrik. - shá
Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira