Öfundsýki út í yfirburðafólk Bergur Hauksson skrifar 31. ágúst 2012 11:00 Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun