Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna Kjartan Magnússon skrifar 4. september 2012 06:00 Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur vilja að virkt samráð verði tekið upp við foreldrafélög í borginni við nýráðningar skólastjóra og hafa lagt fram tillögu þar að lútandi. Slíkt samráð feli í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skuli gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér helstu upplýsingar um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, verði stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn verði öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Álit foreldra mikilvægt Í framhaldi af slíkum fundi sé stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins verði einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Með samþykkt tillögunnar yrði brotið blað varðandi aðkomu foreldra að skólastarfi í Reykjavík. Foreldrafélög fái þannig í raun rétt til umfjöllunar og umsagnar áður en nýr skólastjóri er ráðinn. Það væri síðan hverju foreldrafélagi í sjálfsvald sett hvort slík heimild yrði nýtt og með hvaða hætti. Þannig væri tryggt að rödd foreldra myndi heyrast í ráðningarferlinu en eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð Reykjavíkur annast sjálfa ráðninguna og bera ábyrgð á henni eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Ungar konur og leghálsinn Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. 4. september 2012 06:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun