Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Hope Knútsson skrifar 6. september 2012 06:00 Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar