Skriftir, afskriftir og uppáskriftir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. september 2012 06:00 Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ ÓreiðuvíkingarnirEr reglan kannski frekar sú að skuldir óreiðumanna séu einmitt greiddar af öllum öðrum en þeim sjálfum; að óreiðumönnum hafi einmitt verið gefnar upp skuldir sínar – hinar frægu afskriftir – og enginn þyki nú maður með mönnum í fínu partíunum nema að geta státað af umtalsverðum afskriftum, rétt eins og snekkjum, þyrlum og Alpaskálum fyrir hrun og Tom Jones á rúmstokknum að syngja mann í svefn með hugljúfum brag um Money Heaven. Þegar tveir útrásarvíkingar hittast og hefja mannjöfnuð spyrja þeir ekki lengur: „Hvað varstu með á síðasta ári í ebita?“ heldur: „Hvað varstu með á síðasta ári í afskriftir?“ Einn af öðrum skjóta þeir upp kollinum óreiðuvíkingarnir með úttroðna vasana af fé úr leynihólfum heimsins og enga iðrun að sjá í fasi þeirra, engin merki þess að þeir átti sig á því hversu grátt þeir léku þjóðina sína: hjá þeim eru engar skriftir fyrirhugaðar – bara afskriftir. UppáskriftirHrunið var raunverulegt og hafði skelfilegar afleiðingar fyrir margt fólk; heiðarlegt, vinnusamt fólk sem skilað hafði sínu og vel það horfði nú framan í stökkbreytta skuldaófreskju af því að það hafði trúað því að hægt væri að láta einhvern draum rætast með hagstæðum lánum; draum um hús og þar með tilveru. Hrunið var líka sumum mönnum skálkaskjól eða hentug allsherjarskýring á því hvernig komið væri fyrir viðkomandi í lífinu – í stað þess að líta í eigin barm var nú kominn mjög hentugur sökudólgur og tilvalin leið til að hlaupast undan skuldum sínum. Þær eru margar og margvíslegar sögur fólks úr Hruninu og flókið að greiða úr málum þannig að hægt sé að kenna við einhvers konar réttlæti, átta sig á því hverjir eiga hjálp skilið og hverjir ekki – og hvernig hjálp. Sumar snúast þessar sögur um heiðarlegt fólk sem þarf að borga skuldir óreiðumanna. Maður heyrir til dæmis sögur af því að óreiðumenn hafi getað farið til umboðsmanns skuldara og sannfært fólk þar á bæ um að aflétta skuldum sínum enda ekki borgunarmenn fyrir þeim. Það er auðvitað ágætt að horfast í augu við það og hjálpa mönnum aftur á fætur, en hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að lánveitandinn virðist einfaldlega snúa sér að næsta ábyrgðarmanni, að gömlum íslenskum bankasið. Það er þá fólk sem í grandaleysi hefur skrifað upp á fyrir viðkomandi skuldara, yfirleitt vegna fjölskyldutengsla og yfirleitt verið fullvissað um að einungis sé um formsatriði að ræða. Stundum er um að ræða fyrrverandi maka sem sitja þá ekki bara uppi með sinn hluta skuldar sem sameiginlega var stofnað til og hafa alltaf staðið í skilum með – heldur fá nú líka hluta makans óskilvísa. Og stundum er um að ræða gamalt fólk sem ekki hefur varast óreiðumennina og upplifir það nú skyndilega að gengið er að eigum þess með óvægnum hætti – allt tekið. Hún reynist ekki lengri leiðin yfir í Money Heaven en þetta. Ný lög um ábyrgðarmenn tóku gildi fyrir nokkrum árum og bættu nokkuð úr því ófremdarástandi sem hér ríkti um árabil þegar lánveitendur þurftu enga ábyrgð að taka af því að hrúga peningum í fólk sem ekki stóð í skilum, og gátu síðan gengið að þeim sem skrifuðu upp á. Nú þarf lánveitandi að láta fara fram greiðslumat og kynna það fyrir væntanlegum ábyrgðarmanni áður en hann skrifar undir. Það er vissulega til bóta þó að lögin séu reyndar ekki afturvirk – hér eru réttindi fólks aldrei afturvirk, einungis lánaskilmálar. En áður en við hleypum hrósmönnum Íslands á fulla ferð áfram í því að kenna öðrum löndum að takast á við hrun efnahagslífsins er þörf ýmissa úrbóta, eigi lofið að vera eitthvað annað en skrum. Og svo þurfum við náttúrlega líka að standa undir nafni þegar kemur að endurbótum á stjórnarskránni sem útlendingar hafa fyrir satt að íslenska þjóðin sé nú að skrifa. Þar á þjóðin kost á því að mæta í ráðgefandi kosningar þann 20. október næstkomandi til að taka afstöðu til nokkurra grundvallaratriða í tilveru sinni, og hjálpa til við að reisa hér farsælda frón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“ ÓreiðuvíkingarnirEr reglan kannski frekar sú að skuldir óreiðumanna séu einmitt greiddar af öllum öðrum en þeim sjálfum; að óreiðumönnum hafi einmitt verið gefnar upp skuldir sínar – hinar frægu afskriftir – og enginn þyki nú maður með mönnum í fínu partíunum nema að geta státað af umtalsverðum afskriftum, rétt eins og snekkjum, þyrlum og Alpaskálum fyrir hrun og Tom Jones á rúmstokknum að syngja mann í svefn með hugljúfum brag um Money Heaven. Þegar tveir útrásarvíkingar hittast og hefja mannjöfnuð spyrja þeir ekki lengur: „Hvað varstu með á síðasta ári í ebita?“ heldur: „Hvað varstu með á síðasta ári í afskriftir?“ Einn af öðrum skjóta þeir upp kollinum óreiðuvíkingarnir með úttroðna vasana af fé úr leynihólfum heimsins og enga iðrun að sjá í fasi þeirra, engin merki þess að þeir átti sig á því hversu grátt þeir léku þjóðina sína: hjá þeim eru engar skriftir fyrirhugaðar – bara afskriftir. UppáskriftirHrunið var raunverulegt og hafði skelfilegar afleiðingar fyrir margt fólk; heiðarlegt, vinnusamt fólk sem skilað hafði sínu og vel það horfði nú framan í stökkbreytta skuldaófreskju af því að það hafði trúað því að hægt væri að láta einhvern draum rætast með hagstæðum lánum; draum um hús og þar með tilveru. Hrunið var líka sumum mönnum skálkaskjól eða hentug allsherjarskýring á því hvernig komið væri fyrir viðkomandi í lífinu – í stað þess að líta í eigin barm var nú kominn mjög hentugur sökudólgur og tilvalin leið til að hlaupast undan skuldum sínum. Þær eru margar og margvíslegar sögur fólks úr Hruninu og flókið að greiða úr málum þannig að hægt sé að kenna við einhvers konar réttlæti, átta sig á því hverjir eiga hjálp skilið og hverjir ekki – og hvernig hjálp. Sumar snúast þessar sögur um heiðarlegt fólk sem þarf að borga skuldir óreiðumanna. Maður heyrir til dæmis sögur af því að óreiðumenn hafi getað farið til umboðsmanns skuldara og sannfært fólk þar á bæ um að aflétta skuldum sínum enda ekki borgunarmenn fyrir þeim. Það er auðvitað ágætt að horfast í augu við það og hjálpa mönnum aftur á fætur, en hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að lánveitandinn virðist einfaldlega snúa sér að næsta ábyrgðarmanni, að gömlum íslenskum bankasið. Það er þá fólk sem í grandaleysi hefur skrifað upp á fyrir viðkomandi skuldara, yfirleitt vegna fjölskyldutengsla og yfirleitt verið fullvissað um að einungis sé um formsatriði að ræða. Stundum er um að ræða fyrrverandi maka sem sitja þá ekki bara uppi með sinn hluta skuldar sem sameiginlega var stofnað til og hafa alltaf staðið í skilum með – heldur fá nú líka hluta makans óskilvísa. Og stundum er um að ræða gamalt fólk sem ekki hefur varast óreiðumennina og upplifir það nú skyndilega að gengið er að eigum þess með óvægnum hætti – allt tekið. Hún reynist ekki lengri leiðin yfir í Money Heaven en þetta. Ný lög um ábyrgðarmenn tóku gildi fyrir nokkrum árum og bættu nokkuð úr því ófremdarástandi sem hér ríkti um árabil þegar lánveitendur þurftu enga ábyrgð að taka af því að hrúga peningum í fólk sem ekki stóð í skilum, og gátu síðan gengið að þeim sem skrifuðu upp á. Nú þarf lánveitandi að láta fara fram greiðslumat og kynna það fyrir væntanlegum ábyrgðarmanni áður en hann skrifar undir. Það er vissulega til bóta þó að lögin séu reyndar ekki afturvirk – hér eru réttindi fólks aldrei afturvirk, einungis lánaskilmálar. En áður en við hleypum hrósmönnum Íslands á fulla ferð áfram í því að kenna öðrum löndum að takast á við hrun efnahagslífsins er þörf ýmissa úrbóta, eigi lofið að vera eitthvað annað en skrum. Og svo þurfum við náttúrlega líka að standa undir nafni þegar kemur að endurbótum á stjórnarskránni sem útlendingar hafa fyrir satt að íslenska þjóðin sé nú að skrifa. Þar á þjóðin kost á því að mæta í ráðgefandi kosningar þann 20. október næstkomandi til að taka afstöðu til nokkurra grundvallaratriða í tilveru sinni, og hjálpa til við að reisa hér farsælda frón.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun