Heimildarmynd sem allir ættu að sjá Sara McMahon skrifar 6. október 2012 18:00 Bíó. 5 Broken Cameras. RIFF-hátíðin. Leikstjórn: Emad Burnat og Guy Davidi. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig. Áhorfandinn fær að fylgjast með daglegu lífi íbúa Bil'in í sex ár í gegnum linsu Emads og kynnist um leið ágangi ísraelska landnema og hrottaskap hersins gegn þorpsbúunum sem mótmæla á friðsaman hátt ólöglegri landtöku og aðskilnaðarmúr sem reistur var skammt frá bænum. Íbúar Bil'in halda mótmælagöngur frá bænum og að múrnum hvern föstudag í sex ár og í hvert sinn er þeim mætt með hörku, táragasi og skotárásum hersins. Þegar herinn bregður á það ráð að handtaka börn og unglinga um miðja nótt halda börnin, stór og smá, sína eigin mótmælagöngu þar sem þau fara fram á að fá svefnfrið á nóttunni. Þeim er einnig mætt af hermönnum í fullum skrúða og táragasi. Það tekur á að halda friðsamlegum mótmælum áfram, eins og Emad segir sjálfur frá, þegar vinur hans Phil og tveir piltar, annar aðeins 11 ára gamall, liggja í valnum eftir árás hersins á mótmælendur. En þorpsbúarnir halda áfram þrátt fyrir það, hvern föstudag í sex ár. Myndin er fræðandi og átakanleg í senn og maður skilur hreinlega ekki hvernig þetta óréttlæti fær að viðgangast ár eftir ár. Með yfirvegun lýsir Emad atburðunum fyrir áhorfandanum og þrátt fyrir mótlætið missa íbúar Bil'in aldrei móðinn né trúna á réttlætið. Gæði myndbrotanna eru misjöfn, enda voru margar vélarnar laskaðar og gamlar, en það kemur ekki að sök heldur gerir myndina aðeins betri ef eitthvað er. Emad naut liðsinnis ísraelska kvikmyndagerðarmannsinns Guy Davidi við gerð myndarinnar og saman tókst þeim að skapa frábæra heimildarmynd sem allir ættu að sjá. Niðurstaða: Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. 5 Broken Cameras. RIFF-hátíðin. Leikstjórn: Emad Burnat og Guy Davidi. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig. Áhorfandinn fær að fylgjast með daglegu lífi íbúa Bil'in í sex ár í gegnum linsu Emads og kynnist um leið ágangi ísraelska landnema og hrottaskap hersins gegn þorpsbúunum sem mótmæla á friðsaman hátt ólöglegri landtöku og aðskilnaðarmúr sem reistur var skammt frá bænum. Íbúar Bil'in halda mótmælagöngur frá bænum og að múrnum hvern föstudag í sex ár og í hvert sinn er þeim mætt með hörku, táragasi og skotárásum hersins. Þegar herinn bregður á það ráð að handtaka börn og unglinga um miðja nótt halda börnin, stór og smá, sína eigin mótmælagöngu þar sem þau fara fram á að fá svefnfrið á nóttunni. Þeim er einnig mætt af hermönnum í fullum skrúða og táragasi. Það tekur á að halda friðsamlegum mótmælum áfram, eins og Emad segir sjálfur frá, þegar vinur hans Phil og tveir piltar, annar aðeins 11 ára gamall, liggja í valnum eftir árás hersins á mótmælendur. En þorpsbúarnir halda áfram þrátt fyrir það, hvern föstudag í sex ár. Myndin er fræðandi og átakanleg í senn og maður skilur hreinlega ekki hvernig þetta óréttlæti fær að viðgangast ár eftir ár. Með yfirvegun lýsir Emad atburðunum fyrir áhorfandanum og þrátt fyrir mótlætið missa íbúar Bil'in aldrei móðinn né trúna á réttlætið. Gæði myndbrotanna eru misjöfn, enda voru margar vélarnar laskaðar og gamlar, en það kemur ekki að sök heldur gerir myndina aðeins betri ef eitthvað er. Emad naut liðsinnis ísraelska kvikmyndagerðarmannsinns Guy Davidi við gerð myndarinnar og saman tókst þeim að skapa frábæra heimildarmynd sem allir ættu að sjá. Niðurstaða: Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira