Hljómfagurt og melódískt Trausti Júlíusson skrifar 9. október 2012 00:01 Biggi Hilmars All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira