Staðlausar staðhæfingar um staðreyndavillur Gunnar Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson skrifa 13. október 2012 06:00 Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjaldmiðils uppfulla af staðreyndavillum. Hér á eftir er stutt samantekt á svörum við sjö gagnrýnisatriðum þeirra, en mun ýtarlegra svar má finna á heimasíðu SÍ (www.sedlabanki.is). 1. Greinarhöfundar telja SÍ rangtúlka niðurstöður rannsókna Edwards og Magendzo á áhrifum einhliða upptöku á hagvöxt og hagsveiflur. Því fer fjarri. Það sést best af túlkun Edwards sjálfs í yfirlitsgrein frá 2011 þar sem hann gengur lengra en SÍ og fullyrðir að lönd sem hafa reynt einhliða upptöku búi bæði við nokkru minni hagvöxt og meiri hagsveiflur en lönd með eigin gjaldmiðil. Í skýrslu SÍ er ekki notað jafn afdráttarlaust orðalag, m.a. í ljósi annarra rannsókna sem gefa ekki eins einhlítar niðurstöður. 2. Greinarhöfundar gagnrýna mat SÍ á einskiptiskostnaði við einhliða upptöku. Í skýrslunni segir að hann geti legið á bilinu 70-87 ma.kr., þar af eru 42 ma.kr. vegna útskiptingar á seðlum og mynt í umferð. Afgangurinn stafar af líklegri aukningu í eftirspurn eftir seðlum og mynt í takt við niðurstöður rannsókna. Greinarhöfundar eru því að misskilja textann. 3. Greinarhöfundar staðhæfa að SÍ hafi fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að viðkomandi mynt hafi þegar verið notuð í miklum mæli og nefna El Salvador máli sínu til stuðnings. Í skýrslunni er einungis fullyrt að þetta eigi við um flest ríki. El Salvador hefur vissulega nokkra sérstöðu hvað varðar lágt hlutfall bankainnstæðna í Bandaríkjadal í aðdraganda upptökunnar en það segir hins vegar afar lítið þar sem minnihluti íbúa þar í landi hefur aðgengi að bankaþjónustu. Meiru máli skiptir að verulegar fjárhæðir í Bandaríkjadal streyma til landsins ár hvert frá brottfluttum þegnum. Þetta innstreymi nam að meðaltali um 16% af landsframleiðslu á hverju ári tímabilið 2000-2010 og er að langmestu leyti greitt út í dollaraseðlum sem að litlu leyti leitar í bankainnstæður. 4. Greinarhöfundar segja að í skýrslunni sé því ranglega haldið fram að meirihluti fjármálakerfis El Salvador sé í innlendri eigu. Hér verður að hafa í huga að það er ekki fyrr en fimm árum eftir upptökuna sem erlendir bankar hefja kaup á innlendum bönkum. Fullyrðingunni í skýrslunni var því einkum ætlað að gefa til kynna að hægt sé að starfrækja bankakerfi í innlendri eigu þrátt fyrir einhliða upptöku gagnstætt því sem oft er sagt. 5. Svo virðist sem greinarhöfundar telji SÍ halda því fram að notkun almennings á gjaldmiðlum annars ríkis sé háð lagatakmörkunum. Í skýrslunni segir einungis að einhliða upptaka geti talist inngrip í fullveldisrétt ríkis en það breytir engu um samningafrelsi einstaklinga og lögaðila um val á mynt í samningum sínum. 6. Gagnrýnt er að einkum sé lögð áhersla á galla einhliða upptöku. Nefna þeir umfjöllun um Svartfjallaland sem dæmi þar sem ekki sé minnst á mikinn hagvöxt um leið og einblínt er á verðbólguna þar. Þessi málflutningur stenst enga skoðun. Nokkru áður er fjallað um að hagvöxtur hafi verið ágætur í landinu. Þessu til viðbótar er ýtarleg umfjöllun í skýrslunni um fjölmarga mögulega kosti mismunandi gengistenginga sem einnig eiga við um upptöku annars gjaldmiðils. 7. Greinarhöfundar gagnrýna að skýrslan fjalli um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálakerfis. Þetta er ekki rétt þar sem í skýrslunni er fjallað um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálastöðugleika. Færð eru rök fyrir því, studd af rannsóknum, að geta seðlabanka til að prenta eigin gjaldmiðil setji þá í einstaka aðstöðu til að aðstoða innlent fjármálakerfi í tímabundnum lausafjárvanda og að án trausts lánveitanda til þrautavara sé meiri hætta á bankaáhlaupum og erfiðara að eiga við þau skelli þau á. Af þessum orsökum eru stjórnvöld í El Salvador, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, t.d. að vinna í því að styrkja stöðu lánveitanda til þrautavara þar í landi. Að lokum: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er valkostur sem vissulega á að skoða. Hér verður hins vegar ekki tekið undir þá skoðun að hún sé besti kosturinn. Umfjöllun um þetta í skýrslu SÍ er tilraun til að taka saman helstu sjónarmið en var aldrei hugsuð sem lokaorðið um þennan valkost. Ljóst er að ef þessi leið verður farin krefst hún töluverðs undirbúnings og ýtarlegri greiningar en unnt var að birta í skýrslunni eða ætla má út frá málflutningi greinarhöfunda. Það á ekki síst við vegna þess að einhliða upptaka hefur til þessa ekki verið reynd í þróuðu iðnríki með tiltölulega stórt innlent bankakerfi í viðkvæmri stöðu og takmarkaða notkun annars gjaldmiðils. Hún hefur heldur ekki verið reynd í landi sem stendur frammi fyrir áþekkum vanda hvað varðar hvernig og á hvaða gengi eigi að skipta út aflandskrónum við einhliða upptöku né í landi sem stendur frammi fyrir svo miklum erlendum skuldum. Ríkin sem farið hafa þessa leið búa þvert á móti við stöðugt innflæði gjaldeyris frá brottfluttum þegnum sínum sem nemur vænum hluta landsframleiðslu á hverju einasta ári. Það er mikilvægt að skoða þá kosti sem í boði eru af yfirvegun og með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga. Eins og greinarhöfundar benda á er engin töfralausn til og allar leiðir hafa kosti og galla, þ.m.t. einhliða upptaka. Skýrsla SÍ gerir sér einmitt far um að fjalla um bæði kosti og galla allra þeirra leiða sem til umfjöllunar hafa verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjaldmiðils uppfulla af staðreyndavillum. Hér á eftir er stutt samantekt á svörum við sjö gagnrýnisatriðum þeirra, en mun ýtarlegra svar má finna á heimasíðu SÍ (www.sedlabanki.is). 1. Greinarhöfundar telja SÍ rangtúlka niðurstöður rannsókna Edwards og Magendzo á áhrifum einhliða upptöku á hagvöxt og hagsveiflur. Því fer fjarri. Það sést best af túlkun Edwards sjálfs í yfirlitsgrein frá 2011 þar sem hann gengur lengra en SÍ og fullyrðir að lönd sem hafa reynt einhliða upptöku búi bæði við nokkru minni hagvöxt og meiri hagsveiflur en lönd með eigin gjaldmiðil. Í skýrslu SÍ er ekki notað jafn afdráttarlaust orðalag, m.a. í ljósi annarra rannsókna sem gefa ekki eins einhlítar niðurstöður. 2. Greinarhöfundar gagnrýna mat SÍ á einskiptiskostnaði við einhliða upptöku. Í skýrslunni segir að hann geti legið á bilinu 70-87 ma.kr., þar af eru 42 ma.kr. vegna útskiptingar á seðlum og mynt í umferð. Afgangurinn stafar af líklegri aukningu í eftirspurn eftir seðlum og mynt í takt við niðurstöður rannsókna. Greinarhöfundar eru því að misskilja textann. 3. Greinarhöfundar staðhæfa að SÍ hafi fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að viðkomandi mynt hafi þegar verið notuð í miklum mæli og nefna El Salvador máli sínu til stuðnings. Í skýrslunni er einungis fullyrt að þetta eigi við um flest ríki. El Salvador hefur vissulega nokkra sérstöðu hvað varðar lágt hlutfall bankainnstæðna í Bandaríkjadal í aðdraganda upptökunnar en það segir hins vegar afar lítið þar sem minnihluti íbúa þar í landi hefur aðgengi að bankaþjónustu. Meiru máli skiptir að verulegar fjárhæðir í Bandaríkjadal streyma til landsins ár hvert frá brottfluttum þegnum. Þetta innstreymi nam að meðaltali um 16% af landsframleiðslu á hverju ári tímabilið 2000-2010 og er að langmestu leyti greitt út í dollaraseðlum sem að litlu leyti leitar í bankainnstæður. 4. Greinarhöfundar segja að í skýrslunni sé því ranglega haldið fram að meirihluti fjármálakerfis El Salvador sé í innlendri eigu. Hér verður að hafa í huga að það er ekki fyrr en fimm árum eftir upptökuna sem erlendir bankar hefja kaup á innlendum bönkum. Fullyrðingunni í skýrslunni var því einkum ætlað að gefa til kynna að hægt sé að starfrækja bankakerfi í innlendri eigu þrátt fyrir einhliða upptöku gagnstætt því sem oft er sagt. 5. Svo virðist sem greinarhöfundar telji SÍ halda því fram að notkun almennings á gjaldmiðlum annars ríkis sé háð lagatakmörkunum. Í skýrslunni segir einungis að einhliða upptaka geti talist inngrip í fullveldisrétt ríkis en það breytir engu um samningafrelsi einstaklinga og lögaðila um val á mynt í samningum sínum. 6. Gagnrýnt er að einkum sé lögð áhersla á galla einhliða upptöku. Nefna þeir umfjöllun um Svartfjallaland sem dæmi þar sem ekki sé minnst á mikinn hagvöxt um leið og einblínt er á verðbólguna þar. Þessi málflutningur stenst enga skoðun. Nokkru áður er fjallað um að hagvöxtur hafi verið ágætur í landinu. Þessu til viðbótar er ýtarleg umfjöllun í skýrslunni um fjölmarga mögulega kosti mismunandi gengistenginga sem einnig eiga við um upptöku annars gjaldmiðils. 7. Greinarhöfundar gagnrýna að skýrslan fjalli um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálakerfis. Þetta er ekki rétt þar sem í skýrslunni er fjallað um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálastöðugleika. Færð eru rök fyrir því, studd af rannsóknum, að geta seðlabanka til að prenta eigin gjaldmiðil setji þá í einstaka aðstöðu til að aðstoða innlent fjármálakerfi í tímabundnum lausafjárvanda og að án trausts lánveitanda til þrautavara sé meiri hætta á bankaáhlaupum og erfiðara að eiga við þau skelli þau á. Af þessum orsökum eru stjórnvöld í El Salvador, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, t.d. að vinna í því að styrkja stöðu lánveitanda til þrautavara þar í landi. Að lokum: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er valkostur sem vissulega á að skoða. Hér verður hins vegar ekki tekið undir þá skoðun að hún sé besti kosturinn. Umfjöllun um þetta í skýrslu SÍ er tilraun til að taka saman helstu sjónarmið en var aldrei hugsuð sem lokaorðið um þennan valkost. Ljóst er að ef þessi leið verður farin krefst hún töluverðs undirbúnings og ýtarlegri greiningar en unnt var að birta í skýrslunni eða ætla má út frá málflutningi greinarhöfunda. Það á ekki síst við vegna þess að einhliða upptaka hefur til þessa ekki verið reynd í þróuðu iðnríki með tiltölulega stórt innlent bankakerfi í viðkvæmri stöðu og takmarkaða notkun annars gjaldmiðils. Hún hefur heldur ekki verið reynd í landi sem stendur frammi fyrir áþekkum vanda hvað varðar hvernig og á hvaða gengi eigi að skipta út aflandskrónum við einhliða upptöku né í landi sem stendur frammi fyrir svo miklum erlendum skuldum. Ríkin sem farið hafa þessa leið búa þvert á móti við stöðugt innflæði gjaldeyris frá brottfluttum þegnum sínum sem nemur vænum hluta landsframleiðslu á hverju einasta ári. Það er mikilvægt að skoða þá kosti sem í boði eru af yfirvegun og með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga. Eins og greinarhöfundar benda á er engin töfralausn til og allar leiðir hafa kosti og galla, þ.m.t. einhliða upptaka. Skýrsla SÍ gerir sér einmitt far um að fjalla um bæði kosti og galla allra þeirra leiða sem til umfjöllunar hafa verið.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun