Fær barnið þitt hollan og góðan skólamat? Bryndís Jónsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar