Skipulag í Reykjavík Páll Hjaltason og Hjálmar Sveinsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Tengdar fréttir Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis.
Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun