Sat í stúkunni með tárin í augunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2012 07:00 Rakel Dögg er byrjuð að spila handbolta á ný með Stjörnunni. Mynd/Valli 22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira