Gefið þeim sem græddu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2012 11:00 Misgengi á þróun íbúðaverðs og lána sem varð á árunum 2008 og 2009 hefur vakið upp kröfur um lækkun verðtryggðu lánanna um allt að 20% til þess að bæta eignarýrnunina. Þykir eignarýrnunin ósanngjörn og eðlilegt talið að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar beri kostnaðinn. En þessi lýsing á hreint ekki við nema stundum og veruleg vandkvæði eru á því að framkvæma skuldaniðurfellinguna þannig að sanngjarnt verði. Húsnæðislán eru veitt til 25-40 ára. Ekki er hægt að líta til misgengis á einu afmörkuðu tímabili heldur verður að gera leiðréttingar yfir allan lánstímann. Þá verður að leiðrétta misgengi á báða vegu, bæði þegar íbúðareigandi tapar og líka þegar hann hagnast vegna þess að íbúðarverð hækkar meira en lánin. Það er engan veginn sanngjarnt að hagnaður sé einkavæddur en tapið sent til skattgreiðenda eða ömmu og afa. Loks verður að bæta misgengi sem verður vegna annarra orsaka en bankahruns eins og til dæmis vegna breytinga í atvinnulífi einstakra byggðarlaga. Mörg dæmi eru um mikið verðfall fasteigna á undanförnum áratugum víða um landið, jafnvel mun meira en nú varð á höfuðborgarsvæðinu, og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gerir það að verkum að ekki verður hægt að mismuna íbúðareigendum eftir staðsetningu fasteignar, orsökum hruns eða hvenær það varð. Lítum á dæmi um fasteign á höfuðborgarsvæðinu sem keypt var í ársbyrjun 2000. Gert er ráð fyrir að hún hafi kostað 15 m.kr. og viðskiptabankinn hafi lánað fyrir öllu kaupverðinu til 25-40 ára verðtryggt. Til einföldunar er gert ráð fyrir að ekkert hafi verið greitt af láninu nema vextir. Miðað við markaðsverð í dag myndi íbúðin seljast á 39 m.kr. en lánið stæði í 31 m.kr. Kaupandinn sem ekkert átti í upphafi hefur eignast fyrirhafnarlaust 8 m.kr. og á 20% skuldlausan eignarhlut. Krafan um 20% lækkun lánsins þýðir að viðkomandi yrðu færðar á silfurfati 6 m.kr. til viðbótar. Hvaða ranglæti er verið að lagfæra? Með vaxandi kaupmætti á næstu árum mun íbúðarverð hækka umfram hækkun lánsins. Þá á íbúðareigandinn eignaaukninguna einn og lífeyrisþeginn sem greiddi lækkun lánsins fær ekkert. Hvar er sanngirnin í þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Misgengi á þróun íbúðaverðs og lána sem varð á árunum 2008 og 2009 hefur vakið upp kröfur um lækkun verðtryggðu lánanna um allt að 20% til þess að bæta eignarýrnunina. Þykir eignarýrnunin ósanngjörn og eðlilegt talið að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar beri kostnaðinn. En þessi lýsing á hreint ekki við nema stundum og veruleg vandkvæði eru á því að framkvæma skuldaniðurfellinguna þannig að sanngjarnt verði. Húsnæðislán eru veitt til 25-40 ára. Ekki er hægt að líta til misgengis á einu afmörkuðu tímabili heldur verður að gera leiðréttingar yfir allan lánstímann. Þá verður að leiðrétta misgengi á báða vegu, bæði þegar íbúðareigandi tapar og líka þegar hann hagnast vegna þess að íbúðarverð hækkar meira en lánin. Það er engan veginn sanngjarnt að hagnaður sé einkavæddur en tapið sent til skattgreiðenda eða ömmu og afa. Loks verður að bæta misgengi sem verður vegna annarra orsaka en bankahruns eins og til dæmis vegna breytinga í atvinnulífi einstakra byggðarlaga. Mörg dæmi eru um mikið verðfall fasteigna á undanförnum áratugum víða um landið, jafnvel mun meira en nú varð á höfuðborgarsvæðinu, og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gerir það að verkum að ekki verður hægt að mismuna íbúðareigendum eftir staðsetningu fasteignar, orsökum hruns eða hvenær það varð. Lítum á dæmi um fasteign á höfuðborgarsvæðinu sem keypt var í ársbyrjun 2000. Gert er ráð fyrir að hún hafi kostað 15 m.kr. og viðskiptabankinn hafi lánað fyrir öllu kaupverðinu til 25-40 ára verðtryggt. Til einföldunar er gert ráð fyrir að ekkert hafi verið greitt af láninu nema vextir. Miðað við markaðsverð í dag myndi íbúðin seljast á 39 m.kr. en lánið stæði í 31 m.kr. Kaupandinn sem ekkert átti í upphafi hefur eignast fyrirhafnarlaust 8 m.kr. og á 20% skuldlausan eignarhlut. Krafan um 20% lækkun lánsins þýðir að viðkomandi yrðu færðar á silfurfati 6 m.kr. til viðbótar. Hvaða ranglæti er verið að lagfæra? Með vaxandi kaupmætti á næstu árum mun íbúðarverð hækka umfram hækkun lánsins. Þá á íbúðareigandinn eignaaukninguna einn og lífeyrisþeginn sem greiddi lækkun lánsins fær ekkert. Hvar er sanngirnin í þessu?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun