Feneyjanefnd og sjálfsvirðing Ágúst Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar