Svíkja Íslendingar Palestínu? Ástþór Magnússon skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. Þegar Íslendingar viðurkenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóðasamfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulagið og sölsað undir sig nær allt palestínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúðum. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd.Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skólastrákar eftir strætisvagni með riffil um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir miðaldra Bandaríkjamenn með skammbyssu í belti. Börn snæddu morgunmat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraelsmenn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palestínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmyndum. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norðmenn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjölskyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishúsið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísraelsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísrael sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðsglæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga.Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upprunalega samkomulagið um landskiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameiginlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þróast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til friðarfundar í Reykjavík til lausnar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggðinni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með hervaldi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heimsfriðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið.Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsamkomulag. Ísrael afhendi stjórnvöldum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Sameinuðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. Þegar Íslendingar viðurkenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóðasamfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulagið og sölsað undir sig nær allt palestínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúðum. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd.Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skólastrákar eftir strætisvagni með riffil um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir miðaldra Bandaríkjamenn með skammbyssu í belti. Börn snæddu morgunmat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraelsmenn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palestínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmyndum. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norðmenn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjölskyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishúsið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísraelsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísrael sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðsglæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga.Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upprunalega samkomulagið um landskiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameiginlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þróast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til friðarfundar í Reykjavík til lausnar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggðinni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með hervaldi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heimsfriðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið.Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsamkomulag. Ísrael afhendi stjórnvöldum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Sameinuðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar