Kynsjúkdómahugvekja Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun