Opnað eftir hádegi Ásmundur Ásmundsson skrifar 1. desember 2012 08:00 Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi?
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar