Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 14. desember 2012 08:00 Helena Sverrisdóttir varð tvöfaldur meistari með Good Angels Kosice í fyrra en hún hefur leikið fyrstu tvö ár sín í atvinnumennsku með slóvakíska liðinu. mynd/Good Angels Kosice Helena Sverrisdóttir spilaði tæpar átján mínútur í tíu stiga sigri Good Angels Kosice á rússneska liðinu Nadezhda Orenburg í Evrópudeildinni á miðvikudagskvöld. Tækifæri Helenu framan af tímabili voru af skornum skammti en nú virðist vera að birta til. „Þetta er loksins að gerast hægt og rólega. Þjálfarinn er að treysta mér betur og ég fæ fleiri mínútur sem er ágætt," sagði Helena og var sátt með framlag sitt í leiknum. „Mér fannst ég standa mig mjög vel. Ég tók reyndar bara eitt skot en spilaði fína vörn og tók sjö fráköst sem er jákvætt. Að fá átján mínútur í svona hörkuleik er mjög gott. Mamma og pabbi voru á leiknum og þau sögðust aldrei nokkurn tímann hafa séð kvennakörfubolta á svo háu stigi," sagði Helena. Hafnarfjarðarmærin 24 ára hefur notið félagsskapar foreldranna síðustu tíu daga. „Þau fóru reyndar heim í morgun en það er búið að vera mjög ljúft að hafa þau," segir Helena.Ósigrandi á heimavelli Helena og félagar standa vel að vígi í riðli sínum í Evrópudeildinni eftir sjö leiki. „Það eru fjögur lið sem eru mjög jöfn. Í þessi keppni er mjög erfitt að vinna á útivelli. Við höfum enn ekki tapað heima sem er mjög mikilvægt," segir Helena og kann greinilega vel við sig á heimavelli. „Í gær var frábær stemning. Húsið var nánast fullt og fólk syngjandi og klappandi allan leikinn. Ég held að allur stuðningurinn sé stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki tapað þarna í vetur," segir Helena. „Jafnvel þótt við byrjum illa eða eigum slæma kafla þá líður okkur vel vitandi að þetta er okkar staður. Við komum alltaf til baka og það er mjög gaman að spila hérna," segir Helena.Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Helena viðurkennir að lífið í Kosice hafi verið erfitt framan af tímabili. „Algjörlega. Mér leið ekkert vel. Á þessu stigi er körfubolti það eina sem maður gerir og það eina sem maður hugsar um. Þegar það gengur illa og þjálfarinn trúir ekki á þig eða annað er þetta mjög erfitt. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég hef þurft að sitja á bekknum í 35 mínútur í leik svo þetta var mjög erfitt," segir Helena sem naut góðs af stuðningi foreldranna og vinkvenna í liðinu. „Mamma og pabbi töluðu við mig á hverjum degi og voru dugleg að hvetja mig áfram. Sömuleiðis vinkonur mínar úr liðinu því þeim fannst líkt og mér að ég ætti að spila meira. Ég hélt áfram að gera mitt besta á æfingum og þegar tækifærið kom var ég tilbúin," segir Helena en brotthvarf bandarísks leikmanns í byrjun nóvember opnaði dyr fyrir Helenu. „Það var mikið drama í kringum hana og hún var látin fara. Þá loksins fékk ég stærra hlutverk. Mér tókst að standa mig og síðan þá hefur þetta verið á uppleið. Þjálfarinn var ekki að nota mig mikið en svo fékk ég tækifærið og sýndi honum að ég ætti að fá að spila meira." Æft skotin aukalega Skotnýting Helenu í Evrópudeildinni fyrir utan þriggja stiga línuna hefur vakið athygli. Eina skot Helenu í leiknum á miðvikudagskvöldið rataði ofan í en hún er með 50 prósent nýtingu sem verður að teljast afar gott. Helena segir að það hafi tekið tíma að venjast því hve miklu utar þriggja stiga línan sé í Evrópuboltanum en í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. „Það var mikil breyting og ég vissi að ég þyrfti að bæta skotin. Ég var ekki að skjóta vel á undirbúningstímabilinu og fyrstu leikjunum í deildinni svo ég fór að taka þrjár til fjórar skotæfingar aukalega í viku," segir Helena og æfingarnar hafa skilað sér. „Ég hef fundið það að ég er að skjóta miklu betur í leikjum þegar ég er að skjóta aukalega svo ég mun halda því áfram."Við erum öll frá sama landinu Helena fór mikinn með íslenska landsliðinu í körfubolta á Norðurlandamótinu og var valin í úrvalslið keppninnar. Liðið lenti í þriðja sæti en óséð er hvert næsta verkefni liðsins verður. Karlalandsliðið í körfubolta leikur í Evrópukeppni á næsta ári líkt og í ár en kvennalið verður ekki sent til keppni. „Að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt," segir Helena en tekur fram að hún sé mjög ánægð fyrir hönd karlaliðsins. „Það er leiðinlegt að sjá fótboltalandsliðið og handboltalandsliðið spila leiki. Við vorum vissulega með á Norðurlandamótinu en þar á undan spiluðum við ekki landsleik í tvö ár. Manni finnst þetta frekar ósanngjarnt enda erum við öll frá sama landinu. Við erum í einni af stóru íþróttagreinunum þremur. Af hverju getum við ekki líka tekið þátt?" segir Helena. Hún ber þá von í brjósti að körfuknattleikssambandinu takist að finna fjármagn til þess að senda landsliðið til þátttöku á Evrópumótinu að ári. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Helena Sverrisdóttir spilaði tæpar átján mínútur í tíu stiga sigri Good Angels Kosice á rússneska liðinu Nadezhda Orenburg í Evrópudeildinni á miðvikudagskvöld. Tækifæri Helenu framan af tímabili voru af skornum skammti en nú virðist vera að birta til. „Þetta er loksins að gerast hægt og rólega. Þjálfarinn er að treysta mér betur og ég fæ fleiri mínútur sem er ágætt," sagði Helena og var sátt með framlag sitt í leiknum. „Mér fannst ég standa mig mjög vel. Ég tók reyndar bara eitt skot en spilaði fína vörn og tók sjö fráköst sem er jákvætt. Að fá átján mínútur í svona hörkuleik er mjög gott. Mamma og pabbi voru á leiknum og þau sögðust aldrei nokkurn tímann hafa séð kvennakörfubolta á svo háu stigi," sagði Helena. Hafnarfjarðarmærin 24 ára hefur notið félagsskapar foreldranna síðustu tíu daga. „Þau fóru reyndar heim í morgun en það er búið að vera mjög ljúft að hafa þau," segir Helena.Ósigrandi á heimavelli Helena og félagar standa vel að vígi í riðli sínum í Evrópudeildinni eftir sjö leiki. „Það eru fjögur lið sem eru mjög jöfn. Í þessi keppni er mjög erfitt að vinna á útivelli. Við höfum enn ekki tapað heima sem er mjög mikilvægt," segir Helena og kann greinilega vel við sig á heimavelli. „Í gær var frábær stemning. Húsið var nánast fullt og fólk syngjandi og klappandi allan leikinn. Ég held að allur stuðningurinn sé stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki tapað þarna í vetur," segir Helena. „Jafnvel þótt við byrjum illa eða eigum slæma kafla þá líður okkur vel vitandi að þetta er okkar staður. Við komum alltaf til baka og það er mjög gaman að spila hérna," segir Helena.Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Helena viðurkennir að lífið í Kosice hafi verið erfitt framan af tímabili. „Algjörlega. Mér leið ekkert vel. Á þessu stigi er körfubolti það eina sem maður gerir og það eina sem maður hugsar um. Þegar það gengur illa og þjálfarinn trúir ekki á þig eða annað er þetta mjög erfitt. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég hef þurft að sitja á bekknum í 35 mínútur í leik svo þetta var mjög erfitt," segir Helena sem naut góðs af stuðningi foreldranna og vinkvenna í liðinu. „Mamma og pabbi töluðu við mig á hverjum degi og voru dugleg að hvetja mig áfram. Sömuleiðis vinkonur mínar úr liðinu því þeim fannst líkt og mér að ég ætti að spila meira. Ég hélt áfram að gera mitt besta á æfingum og þegar tækifærið kom var ég tilbúin," segir Helena en brotthvarf bandarísks leikmanns í byrjun nóvember opnaði dyr fyrir Helenu. „Það var mikið drama í kringum hana og hún var látin fara. Þá loksins fékk ég stærra hlutverk. Mér tókst að standa mig og síðan þá hefur þetta verið á uppleið. Þjálfarinn var ekki að nota mig mikið en svo fékk ég tækifærið og sýndi honum að ég ætti að fá að spila meira." Æft skotin aukalega Skotnýting Helenu í Evrópudeildinni fyrir utan þriggja stiga línuna hefur vakið athygli. Eina skot Helenu í leiknum á miðvikudagskvöldið rataði ofan í en hún er með 50 prósent nýtingu sem verður að teljast afar gott. Helena segir að það hafi tekið tíma að venjast því hve miklu utar þriggja stiga línan sé í Evrópuboltanum en í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. „Það var mikil breyting og ég vissi að ég þyrfti að bæta skotin. Ég var ekki að skjóta vel á undirbúningstímabilinu og fyrstu leikjunum í deildinni svo ég fór að taka þrjár til fjórar skotæfingar aukalega í viku," segir Helena og æfingarnar hafa skilað sér. „Ég hef fundið það að ég er að skjóta miklu betur í leikjum þegar ég er að skjóta aukalega svo ég mun halda því áfram."Við erum öll frá sama landinu Helena fór mikinn með íslenska landsliðinu í körfubolta á Norðurlandamótinu og var valin í úrvalslið keppninnar. Liðið lenti í þriðja sæti en óséð er hvert næsta verkefni liðsins verður. Karlalandsliðið í körfubolta leikur í Evrópukeppni á næsta ári líkt og í ár en kvennalið verður ekki sent til keppni. „Að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt," segir Helena en tekur fram að hún sé mjög ánægð fyrir hönd karlaliðsins. „Það er leiðinlegt að sjá fótboltalandsliðið og handboltalandsliðið spila leiki. Við vorum vissulega með á Norðurlandamótinu en þar á undan spiluðum við ekki landsleik í tvö ár. Manni finnst þetta frekar ósanngjarnt enda erum við öll frá sama landinu. Við erum í einni af stóru íþróttagreinunum þremur. Af hverju getum við ekki líka tekið þátt?" segir Helena. Hún ber þá von í brjósti að körfuknattleikssambandinu takist að finna fjármagn til þess að senda landsliðið til þátttöku á Evrópumótinu að ári.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira