Kirkja og klúbbur Eggert Eggertsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar