Sverre: Unnum á góðri sókn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. apríl 2013 18:50 Mynd/Vilhelm „Þetta var hrikalega erfiður leikur eins og úti líka. Þetta spilaðist mjög svipað og úti. Við áttum í erfiðleikum gegn þeim en klárum þetta á síðustu metrunum. Það sýnir ákveðinn styrk okkar megin. Þetta var hrikalega sætt gegn sterku liði. Ég er mjög glaður með að ná fjórum stigum á móti þeim," sagði Sverre Jakobsson sem stóð í ströngu í vörn Íslands í dag. „Mér fannst við spila allt í lagi í vörninni í fyrri hálfleik og við hefðum viljað fá aðeins meira þarna fyrir aftan en svo kom mikið óöryggi í vörnina í seinni hálfleik og það sem við lögðum upp með tókst ekki alveg þó við værum búnir að leggja upp alveg hreinar línur. Við þurfum að skoða það aðeins nánar. „Þegar markvarsla og vörn ná ekki að stilla sig saman þá kemur óöryggi og við eigum þátt í því eins og markmennirnir. Stundum virkar vörnin og stundum virkar sóknin og í dag unnum við á mjög góðri sókn og örfáum góðum vörnum," sagði Sverre. „Við ætluðum ekki að tapa þessum leik fyrir framan fulla höll og kannski stór hluti þjóðarinnar að horfa líka. Við höfum það mikla trú á okkur og þó við lendum í miklum mótbyr líkt og úti líka þá náum við að klára þetta í lokin. Það sýnir ákveðinn styrk hjá okkur og ég er mjög glaður með það því þeir leikir sem eru svona jafnir hjá mínu félagsliði þeir tapast. Þetta var gott andlega fyrir mig líka," sagði Sverre skellihlægjandi. „Við erum komnir áfram en þeir sem eru metnaðarfullir og vilja ná langt vilja vinna riðilinn og komast í betri styrkleikaflokk. „Við þurfum að læra af þessum leikjum hérna og ég hlakka til að fara yfir klippurnar. Það er ekki gott að finna að við náum ekki nógu vel saman en það er hægt að fara yfir það og læra af því. Ég lofa að ég verði betri næst þegar við mætum Slóveníu," sagði Sverre að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfiður leikur eins og úti líka. Þetta spilaðist mjög svipað og úti. Við áttum í erfiðleikum gegn þeim en klárum þetta á síðustu metrunum. Það sýnir ákveðinn styrk okkar megin. Þetta var hrikalega sætt gegn sterku liði. Ég er mjög glaður með að ná fjórum stigum á móti þeim," sagði Sverre Jakobsson sem stóð í ströngu í vörn Íslands í dag. „Mér fannst við spila allt í lagi í vörninni í fyrri hálfleik og við hefðum viljað fá aðeins meira þarna fyrir aftan en svo kom mikið óöryggi í vörnina í seinni hálfleik og það sem við lögðum upp með tókst ekki alveg þó við værum búnir að leggja upp alveg hreinar línur. Við þurfum að skoða það aðeins nánar. „Þegar markvarsla og vörn ná ekki að stilla sig saman þá kemur óöryggi og við eigum þátt í því eins og markmennirnir. Stundum virkar vörnin og stundum virkar sóknin og í dag unnum við á mjög góðri sókn og örfáum góðum vörnum," sagði Sverre. „Við ætluðum ekki að tapa þessum leik fyrir framan fulla höll og kannski stór hluti þjóðarinnar að horfa líka. Við höfum það mikla trú á okkur og þó við lendum í miklum mótbyr líkt og úti líka þá náum við að klára þetta í lokin. Það sýnir ákveðinn styrk hjá okkur og ég er mjög glaður með það því þeir leikir sem eru svona jafnir hjá mínu félagsliði þeir tapast. Þetta var gott andlega fyrir mig líka," sagði Sverre skellihlægjandi. „Við erum komnir áfram en þeir sem eru metnaðarfullir og vilja ná langt vilja vinna riðilinn og komast í betri styrkleikaflokk. „Við þurfum að læra af þessum leikjum hérna og ég hlakka til að fara yfir klippurnar. Það er ekki gott að finna að við náum ekki nógu vel saman en það er hægt að fara yfir það og læra af því. Ég lofa að ég verði betri næst þegar við mætum Slóveníu," sagði Sverre að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira