Ísland á EM eftir frábæran sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Laugardalshöll skrifar 7. apríl 2013 15:15 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Það voru gestirnir sem voru með frumkvæðið lengst af en Ísland náði forystu á 50. mínútu og leikurinn var í járnum eftir það. Alexander Petersson tryggði svo Íslandi sigurinn þegar tíu sekúndur voru eftir. Slóvenar tóku leikhlé en fóru illa með þær sekúndur sem þeir áttu eftir þegar leikurinn hófst á ný. Hann fjaraði út og pakkfull Laugardalshöll fagnaði frábærum sigri með strákunum okkar. Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru magnaðir í dag og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði mikilvæg mörk, sem og Alexander Petersson. Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti enda mikið í húfi fyrir þá. Uros Zorman, leikstjórnandinn öflugi í liði Slóvena, var ekki með vegna meiðsla. Nenad Bilbija kom inn í hans stað og hann átti stórleik. Hann skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur hjá Slóvenum. Slóvenar voru sérstaklega grimmir þegar þeir fengu boltann, ýmist efitr misheppnaða sókn hjá Íslandi eða mark og skoruðu meirihluta marka sinna á fyrstu 20 mínútunum úr hraðaupphlaupi. Ólafur Gústafsson náði til dæmis að koma Íslandi yfir, 7-6, eftir fjórtán mínútur en Slóvenar skoruðu innan fárra sekúndna og bættu svo tveimur við á næstu mínútum. Forysta Slóvena varð mest fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18-15, gestunum í vil. Strákarnir höfðu þó betri gætur á þessu í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna metin. Það var svo á 50. mínútu að Ísland komst yfir á nýjan leik og þó svo að Slóvenar hefðu hvergi slegið af reyndust strákarnir okkar með stáltaugar þegar mest á reyndi. Vörn og markvarsla hefur oft verið betri hjá Íslandi í dag og það færðu Slóvenar sér í nyt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fékk Ísland tvær tveggja mínútna brottvísanir á lokakaflanum sem flæktu málin enn frekar. En strákarnir spiluðu vel úr sínu og nýttu færin sín vel. Niðurstaðan frábær eins marks sigur og Ísland er því enn með fullt hús stiga í riðlinum. Nú getur Aron þjálfari leyft sér að fara afslappaður í síðustu tvo leikina og allt eins líklegt að Ísland verði búið að tryggja sér sigur í riðlinum þegar kemur að síðasta heimaleiknum, gegn Rúmeníu í janúar.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira