Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 23-24 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 18. apríl 2013 12:53 Einar Rafn Eiðsson og Ægir Hrafn Jónsson verða í eldlínunni í kvöld. Fram er komið í vænlega stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn FH eftir að hafa unnið sterkan útisigur, 23-24, í Kaplakrika í kvöld. Leikur liðanna fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð en spennandi var hann. Liðin héldust í hendur nær allan leikinn en taugar Framara voru sterkari undir lokin og lukkan var einnig með þeim. Fyrri hálfleikur var í einu orði sagt hreinasta hörmung. Handboltinn hjá báðum liðum skelfilegur og báðum liðum til háborinnar skammar. Framarar skömminni skárri framan af en FH skoraði ekki fyrr en eftir rúmar 10 mínútur. Sóknarleikur beggja liða skelfilegur og skotvalið oftar en ekki stórfurðulegt. Varnarleikur liðanna var ekkert sérstaklega frábær. Það var fyrst og fremst slakur sóknarleikur sem gerði það að verkum að lítið var skorað og staðan í hálfleik 10-10. Markverðir liðanna yfirburðamenn í hálfleik. Magnús varði 12 skot í marki Fram og var með 57 prósent markvörslu. Daníel FH-ingur með sjö varin skot og 41 prósent markvörslu. Flestir voru dauðfengnir er flautað var til leikhlés og ólíklegt að það væri hægt að bjóða upp á eins slakan handbolta í síðari hálfleik. FH-ingar voru rúmar tíu mínútur að skora í fyrri hálfleik og Framarar tóku sér sjö mínútur til þess að skora í þeim síðari. Engu að síður var munurinn aldrei meira en tvö mörk og lítið skorað. Liðin héldust alveg í hendur þar til rúm mínúta var eftir af leiknum. Þá náði Fram tveggja marka forskoti sem dugði til sigurs. Liðið missti Sigurð Eggertsson af velli er tæpar tvær mínútur voru eftir en það slapp til. Fyrst skoraði Sigfús Páll með glæsilegu gegnumbroti og sigurmarkið skoraði Stefán Darri. Ekkert sérstakt skot en það lak í gegnum hendur Daníels og í netið. Þar lá eiginlega munurinn í kvöld. Bæði lið spiluðu fínasta varnarleik en sóknarleikurinn var lengstum skelfilegur. Einar Rafn átti spretti í FH-liðinu sem og Magnús Óli sem var þó ekki að nýta skotin sín vel. Daníel Freyr þeirra bestur í markinu og Baldvin beit frá sér í vörninni þar til hann fékk rauða spjaldið. Magnús Erlendsson markvörður og Róbert Aron Hostert í sérklassa hjá Fram-liðinu. Magnús varð frábærlega og Róbert bar svo sóknarleikinn á baki sér. Sigfús átti einnig flotta innkomu. Sigurður: Stálum þessu í lokin "Þetta var bara létt í dag," sagði Sigurður Eggertsson Framara og glotti í kampinn eftir leikinn en hvað fannst honum um handboltann í leiknum? "Þetta var glæsilegur varnarleikur. Það hlýtur að vera því þetta eru bestu sóknarliðin og skora ekki meira. Það er samt spenna í mönnum og það hlýtur að hafa haft sitt að segja. Ég veit samt ekki hvað þetta er. Menn voru hálfkraftlausir en ég veit ekki hvað sé málið." Sigurður var í sviðsljósinu undir lokin. Átti misheppnað skot og lét svo reka sig af velli þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. "Ég var hræddur um að ég hefði farið með leikinn er ég átti skotið sem var varið. Þá krossaði ég mig. Það var hræðilegt en sem betur fer kom Siffi sterkur inn. Þessi leikur hefði getað farið hvernig sem er en féll með okkur. Við stálum þessu í lokin," sagði Sigurður og glotti við tönn. Einar Andri: Býr meira í FH-liðinu"Þessi leikur fer í brottvísunum hjá okkur á síðasta korterinu. Mér fannst við vera með leikinn í síðari hálfleik en allar þessar brottvísanir vógu of þungt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, en hann var ekki sáttur með þær allar. "Við vorum klaufalegir á stundum en mér fannst línan í brottvísunum ekki nógu skýr. Ég er svekktur með það og mér fannst dómgæslan ekki góð. Ég á eftir að skoða það samt betur. "Við gerum líka klaufaleg mistök í lokin og ég er svekktur því við áttum að vinna þennan leik. Að fá á okkur aðeins 24 mörk á að duga til sigurs. "Þetta er samt ekki búið og við getum klárlega snúið þessu einvígi við. Það býr miklu meira í FH-liðinu en þetta. Við höfum áður unnið í Safamýrinni í vetur og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við endurtökum þann leik." Einar: Heppnin með okkur"Siffi og Stefán Darri kláruðu þetta fyrir okkur. Auðvitað smá lukka hjá Stefáni Darra en ef maður ætlar að vinna svona leik þá verður maður að hafa heppnina með sér. Ég held við höfum líka unnið fyrir heppninni," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leik. "Það er eitthvað óeðlilegt ef það kemur ekki leikur sem er sá fallegasti. Þetta var samt jafn leikur og örugglega fín skemmtun fyrir áhorfendur. "Mörkin undir lokin voru skrautleg á báða bóga og erfitt að segja hvað hafi gert útslagið þannig séð. Bæði lið höfðu átt sína slöku leiki í fyrstu leikjunum og ég átti því von á mjög jöfnum leik núna. "Næsti leikur verður svakalegur og ég á von á því að það verði sama spennan í gangi þá. Við þurfum að mæta virkilega klárir í þann leik til þess að vinna." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Framarar unnu fimm marka sigur á FH-ingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 16. apríl 2013 14:50 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. 13. apríl 2013 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Fram er komið í vænlega stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn FH eftir að hafa unnið sterkan útisigur, 23-24, í Kaplakrika í kvöld. Leikur liðanna fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð en spennandi var hann. Liðin héldust í hendur nær allan leikinn en taugar Framara voru sterkari undir lokin og lukkan var einnig með þeim. Fyrri hálfleikur var í einu orði sagt hreinasta hörmung. Handboltinn hjá báðum liðum skelfilegur og báðum liðum til háborinnar skammar. Framarar skömminni skárri framan af en FH skoraði ekki fyrr en eftir rúmar 10 mínútur. Sóknarleikur beggja liða skelfilegur og skotvalið oftar en ekki stórfurðulegt. Varnarleikur liðanna var ekkert sérstaklega frábær. Það var fyrst og fremst slakur sóknarleikur sem gerði það að verkum að lítið var skorað og staðan í hálfleik 10-10. Markverðir liðanna yfirburðamenn í hálfleik. Magnús varði 12 skot í marki Fram og var með 57 prósent markvörslu. Daníel FH-ingur með sjö varin skot og 41 prósent markvörslu. Flestir voru dauðfengnir er flautað var til leikhlés og ólíklegt að það væri hægt að bjóða upp á eins slakan handbolta í síðari hálfleik. FH-ingar voru rúmar tíu mínútur að skora í fyrri hálfleik og Framarar tóku sér sjö mínútur til þess að skora í þeim síðari. Engu að síður var munurinn aldrei meira en tvö mörk og lítið skorað. Liðin héldust alveg í hendur þar til rúm mínúta var eftir af leiknum. Þá náði Fram tveggja marka forskoti sem dugði til sigurs. Liðið missti Sigurð Eggertsson af velli er tæpar tvær mínútur voru eftir en það slapp til. Fyrst skoraði Sigfús Páll með glæsilegu gegnumbroti og sigurmarkið skoraði Stefán Darri. Ekkert sérstakt skot en það lak í gegnum hendur Daníels og í netið. Þar lá eiginlega munurinn í kvöld. Bæði lið spiluðu fínasta varnarleik en sóknarleikurinn var lengstum skelfilegur. Einar Rafn átti spretti í FH-liðinu sem og Magnús Óli sem var þó ekki að nýta skotin sín vel. Daníel Freyr þeirra bestur í markinu og Baldvin beit frá sér í vörninni þar til hann fékk rauða spjaldið. Magnús Erlendsson markvörður og Róbert Aron Hostert í sérklassa hjá Fram-liðinu. Magnús varð frábærlega og Róbert bar svo sóknarleikinn á baki sér. Sigfús átti einnig flotta innkomu. Sigurður: Stálum þessu í lokin "Þetta var bara létt í dag," sagði Sigurður Eggertsson Framara og glotti í kampinn eftir leikinn en hvað fannst honum um handboltann í leiknum? "Þetta var glæsilegur varnarleikur. Það hlýtur að vera því þetta eru bestu sóknarliðin og skora ekki meira. Það er samt spenna í mönnum og það hlýtur að hafa haft sitt að segja. Ég veit samt ekki hvað þetta er. Menn voru hálfkraftlausir en ég veit ekki hvað sé málið." Sigurður var í sviðsljósinu undir lokin. Átti misheppnað skot og lét svo reka sig af velli þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. "Ég var hræddur um að ég hefði farið með leikinn er ég átti skotið sem var varið. Þá krossaði ég mig. Það var hræðilegt en sem betur fer kom Siffi sterkur inn. Þessi leikur hefði getað farið hvernig sem er en féll með okkur. Við stálum þessu í lokin," sagði Sigurður og glotti við tönn. Einar Andri: Býr meira í FH-liðinu"Þessi leikur fer í brottvísunum hjá okkur á síðasta korterinu. Mér fannst við vera með leikinn í síðari hálfleik en allar þessar brottvísanir vógu of þungt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, en hann var ekki sáttur með þær allar. "Við vorum klaufalegir á stundum en mér fannst línan í brottvísunum ekki nógu skýr. Ég er svekktur með það og mér fannst dómgæslan ekki góð. Ég á eftir að skoða það samt betur. "Við gerum líka klaufaleg mistök í lokin og ég er svekktur því við áttum að vinna þennan leik. Að fá á okkur aðeins 24 mörk á að duga til sigurs. "Þetta er samt ekki búið og við getum klárlega snúið þessu einvígi við. Það býr miklu meira í FH-liðinu en þetta. Við höfum áður unnið í Safamýrinni í vetur og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við endurtökum þann leik." Einar: Heppnin með okkur"Siffi og Stefán Darri kláruðu þetta fyrir okkur. Auðvitað smá lukka hjá Stefáni Darra en ef maður ætlar að vinna svona leik þá verður maður að hafa heppnina með sér. Ég held við höfum líka unnið fyrir heppninni," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leik. "Það er eitthvað óeðlilegt ef það kemur ekki leikur sem er sá fallegasti. Þetta var samt jafn leikur og örugglega fín skemmtun fyrir áhorfendur. "Mörkin undir lokin voru skrautleg á báða bóga og erfitt að segja hvað hafi gert útslagið þannig séð. Bæði lið höfðu átt sína slöku leiki í fyrstu leikjunum og ég átti því von á mjög jöfnum leik núna. "Næsti leikur verður svakalegur og ég á von á því að það verði sama spennan í gangi þá. Við þurfum að mæta virkilega klárir í þann leik til þess að vinna."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Framarar unnu fimm marka sigur á FH-ingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 16. apríl 2013 14:50 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. 13. apríl 2013 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Framarar unnu fimm marka sigur á FH-ingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 16. apríl 2013 14:50
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. 13. apríl 2013 00:01