Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn Ellý Ármanns skrifar 18. apríl 2013 11:15 Margrét Bjarnadóttir, 21 árs nemi í næringarfræði í Háskóla Íslands, er dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Við höfðum samband við Margréti til að forvitnast um hennar upplifun nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst.Margrét með pabba sínum á góðri stundu.Hvernig er að vera dóttir pabba þíns í kosningabaráttunni - er hann nokkuð heima við? „Það er mjög mikið að gera hjá pabba. Varla ein mínúta sem er óskipulögð hjá honum. Það að fara í pólitík af fullum krafti er gríðarlega stór ákvörðun. Þetta engin hefðbundin vinna og álagið ekki fyrir alla. Maður fer ekki í vinnuna klukkan átta og tekur síðan bindið af klukkan fjögur. Áreitið varir allan sólarhringinn, alla daga ársins." Bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar En hvað er neikvætt og hvað er jákvætt að þínu mati? „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi." „Það sem að mér hefur fundist neikvætt við þessa baráttu er að sjá hvað fólk er tilbúið að láta mörg ljót orð falla. Það segir þó meira um það sjálft heldur en nokkurn annan. Ég hugsa að það yrði afar erfitt að vera í pólitík ef að maður myndi taka allar slíkar athugasemdir til sín."Sárnar oft Finnst þér þetta ekkert erfitt - sér í lagi þegar leðjuslagurinn byrjar? „Mér finnst ekkert erfitt að sjá eða heyra slíkt þegar að það tengist vinnunni hans, fólk getur haft mismunandi skoðanir á einhverri pólitík en mér sárnar þegar athugasemdirnar beinast að honum persónulega. Fólk á líka mjög auðvelt með að trúa því sem það les, sérstaklega ef það les það nógu oft."Stolt af pabba „Ég hef gaman af því að fylgjast með honum í þessari baráttu því að hann hefur óbilandi ástríðu fyrir því sem hann er að gera og mikinn metnað til að gera það vel. Ég er ólýsanlega stolt af honum, þá sérstaklega hvernig hann fer á jákvæðninni og ótakmarkandi þolinmæði yfir daginn. Það líður varla morgun þar sem að hann fer öðruvísi en bjartsýnn inn í daginn." Hvernig er pabbi þinn heima - þegar hann er búinn að taka af sér bindið? „Margir virðast halda að hann sé alvarlegur eða pólitískur heima, það er alls ekki þannig. Ég gleymi því seint þegar að ég mætti einn daginn seint í stjórnmálafræðitíma í skólanum og kennarinn spyr mig stuttu eftir að ég kem inn hvað mér finnist um Icesave málið. Ég ætti að vita ýmislegt um það, þar sem að pabbi minn væri nú stjórnmálamaður.„Við systkinin erum fjögur og sjö ár eru á milli okkar allra svo að við upplifum þetta ekki öll eins," segir Margrét.Pabbi óþolandi morgunhress „Ég gat ekki hugsað um annað en að nokkrum mínútum áður en ég labbaði inn í stofuna var ég heima hjá mér í eldhúsinu. Þar stóð pabbi. Óþolandi morgunhress að vanda að hrista Trópíflösku í andlitið á mér í takt við lag og spyrjandi ítrekað hvort ég væri ekki alveg örugglega í stuði," segir Margrét brosandi. Nú er hann stadddur í enn einni baráttunni „Hann á fleiri áhugamál en flestir eiga sér og vill helst stunda þau öll jafn vel. Þegar hann byrjaði að hlaupa með vinum sínum, þá stefndi hann strax á maraþon. Þegar hann fékk áhuga á píanóleik, þá voru allir vaktir hér heima eldsnemma með látum af því að hann var að æfa sig. Hann hefur mikla þörf fyrir að ögra sjálfum sér með alls kyns áskorunum og skorar oft á mig að gera hið sama þegar að ég á eitthvað erfitt með að taka ákvörðun um eitthvað. Nú er hann staddur í enn einni baráttunni sem mun taka mikið á og dagskráin yfir daginn er mjög stíf og krefjandi. Vonandi skilar erfiðið sínu," segir hún. Þakklát fyrir góð ráð frá pabba „Hann hefur bæði veitt mér og mínum vinum góð ráð til að takast á við vandamál og ég er honum afar þakklát fyrir það. Það sem ég hef lært af þessu öllu er að það versta sem maður leyfir fólki að gera, er að láta mann efast um sjálfan sig." „Þótt hann sé formaður í stórum stjórnmálaflokki er hann fyrir mér samt auðvitað alltaf bara pabbi minn." Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Margrét Bjarnadóttir, 21 árs nemi í næringarfræði í Háskóla Íslands, er dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Við höfðum samband við Margréti til að forvitnast um hennar upplifun nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst.Margrét með pabba sínum á góðri stundu.Hvernig er að vera dóttir pabba þíns í kosningabaráttunni - er hann nokkuð heima við? „Það er mjög mikið að gera hjá pabba. Varla ein mínúta sem er óskipulögð hjá honum. Það að fara í pólitík af fullum krafti er gríðarlega stór ákvörðun. Þetta engin hefðbundin vinna og álagið ekki fyrir alla. Maður fer ekki í vinnuna klukkan átta og tekur síðan bindið af klukkan fjögur. Áreitið varir allan sólarhringinn, alla daga ársins." Bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar En hvað er neikvætt og hvað er jákvætt að þínu mati? „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi." „Það sem að mér hefur fundist neikvætt við þessa baráttu er að sjá hvað fólk er tilbúið að láta mörg ljót orð falla. Það segir þó meira um það sjálft heldur en nokkurn annan. Ég hugsa að það yrði afar erfitt að vera í pólitík ef að maður myndi taka allar slíkar athugasemdir til sín."Sárnar oft Finnst þér þetta ekkert erfitt - sér í lagi þegar leðjuslagurinn byrjar? „Mér finnst ekkert erfitt að sjá eða heyra slíkt þegar að það tengist vinnunni hans, fólk getur haft mismunandi skoðanir á einhverri pólitík en mér sárnar þegar athugasemdirnar beinast að honum persónulega. Fólk á líka mjög auðvelt með að trúa því sem það les, sérstaklega ef það les það nógu oft."Stolt af pabba „Ég hef gaman af því að fylgjast með honum í þessari baráttu því að hann hefur óbilandi ástríðu fyrir því sem hann er að gera og mikinn metnað til að gera það vel. Ég er ólýsanlega stolt af honum, þá sérstaklega hvernig hann fer á jákvæðninni og ótakmarkandi þolinmæði yfir daginn. Það líður varla morgun þar sem að hann fer öðruvísi en bjartsýnn inn í daginn." Hvernig er pabbi þinn heima - þegar hann er búinn að taka af sér bindið? „Margir virðast halda að hann sé alvarlegur eða pólitískur heima, það er alls ekki þannig. Ég gleymi því seint þegar að ég mætti einn daginn seint í stjórnmálafræðitíma í skólanum og kennarinn spyr mig stuttu eftir að ég kem inn hvað mér finnist um Icesave málið. Ég ætti að vita ýmislegt um það, þar sem að pabbi minn væri nú stjórnmálamaður.„Við systkinin erum fjögur og sjö ár eru á milli okkar allra svo að við upplifum þetta ekki öll eins," segir Margrét.Pabbi óþolandi morgunhress „Ég gat ekki hugsað um annað en að nokkrum mínútum áður en ég labbaði inn í stofuna var ég heima hjá mér í eldhúsinu. Þar stóð pabbi. Óþolandi morgunhress að vanda að hrista Trópíflösku í andlitið á mér í takt við lag og spyrjandi ítrekað hvort ég væri ekki alveg örugglega í stuði," segir Margrét brosandi. Nú er hann stadddur í enn einni baráttunni „Hann á fleiri áhugamál en flestir eiga sér og vill helst stunda þau öll jafn vel. Þegar hann byrjaði að hlaupa með vinum sínum, þá stefndi hann strax á maraþon. Þegar hann fékk áhuga á píanóleik, þá voru allir vaktir hér heima eldsnemma með látum af því að hann var að æfa sig. Hann hefur mikla þörf fyrir að ögra sjálfum sér með alls kyns áskorunum og skorar oft á mig að gera hið sama þegar að ég á eitthvað erfitt með að taka ákvörðun um eitthvað. Nú er hann staddur í enn einni baráttunni sem mun taka mikið á og dagskráin yfir daginn er mjög stíf og krefjandi. Vonandi skilar erfiðið sínu," segir hún. Þakklát fyrir góð ráð frá pabba „Hann hefur bæði veitt mér og mínum vinum góð ráð til að takast á við vandamál og ég er honum afar þakklát fyrir það. Það sem ég hef lært af þessu öllu er að það versta sem maður leyfir fólki að gera, er að láta mann efast um sjálfan sig." „Þótt hann sé formaður í stórum stjórnmálaflokki er hann fyrir mér samt auðvitað alltaf bara pabbi minn."
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira