Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 88-92 Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 11. apríl 2013 10:11 Mynd/Daníel Deildarmeistarar Grindavíkur eru komnir í úrslitarimmu Dominos-deildar karla eftir magnaðan sigur á KR í hörkuleik vestur í bæ í kvöld. Það var frábær mæting og hörkustemning í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði nokkuð fjörlega en Grindvíkingar tóku fljótt völdin. Náðu sjö stiga forskoti en KR kom til baka og minnkaði muninn í þrjú stig, 21-24, fyrir lok fyrsta leikhluta. Talsverður pirringur hjá KR-ingum út í dómarana sem þeim fannst dæma lítið. Fór svo að staðið var upp fyrir dómurunum er villa var dæmd á Grindvíkingana. Brynjar Þór Björnsson var í miklu stuði í liði KR en því miður fyrir heimamenn var ekki hægt að segja sömu sögu um aðra leikmenn. Það var enginn að fylgja Brynjari og Grindavík náði því tíu stiga forskoti. Sigurður Þorsteins skoraði góðar körfur, varði skot og frábær í vörninni. Broussard í miklu stuði og skoraði 16 stig í hálfleiknum en þá leiddu Grindvíkingar með 8 stigum, 39-47. KR hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og minnkaði muninn í eitt stig, 46-47. Þá fór að rigna þristum hjá hjá Grindvíkingum sem komu muninum upp í tíu stig. KR klóraði í bakkann og munurinn sex stig, 64-70, þegar einn leikhluti var eftir. KR kom til baka í leikhlutanum og náði að jafna, 85-85, er Richardson setti niður tvo þrista í röð. KR fékk tækifæri til að komast yfir en nýtti það ekki. Grindavík lét ekki koma sér úr jafnvægi og náði fjögurra stiga forskoti, 86-90, þegar mínúta var eftir af leiknum. KR náði ekki að brúa þetta bil á lokasekúndunum og Grindavík vann því frábæran sigur. Brynjar Þór var allt í öllu hjá KR í fyrri hálfleik en þeir Helgi Már og Richardson stigu upp í þeim síðari. Kristófer Acox og Martin áttu sína spretti. Broussard stórkostlegur hjá Grindavík. Zeglinski einnig magnaður. Jóhann Árni skoraði sterkar körfur og Sigurður Þorsteins öflugur.Úrslit:KR-Grindavík 88-92 (21-24, 18-23, 25-23, 24-22)KR: Brandon Richardson 21/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst, Kristófer Acox 10/12 fráköst, Martin Hermannsson 10, Darshawn McClellan 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0.Grindavík: Aaron Broussard 32/7 fráköst, Samuel Zeglinski 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Ryan Pettinella 4/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Ólafur Ólafsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0. Jóhann Árni: Forréttindi að taka þátt í svona leik"Það er virkilega ljúft að vera kominn í úrslit og bara ljúft að spila svona leik. Þetta var flottur körfubolti í alla staði fyrir framan fullt af áhorfendum. Það voru forréttindi að taka þátt í þessu," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. Hann átti virkilega flottan leik og steig ósjaldan upp þegar Grindavík þurfti á honum að halda. "KR var að berjast fyrir lífi sínu í kvöld og eðlilegt að þeir hafi átt sín áhlaup og lagt allt í sölurnar. Við náðum að stoppa þá og halda þeim frá okkur." Grindavík vinnur rimmuna 3-1. Voru KR-ingarnar erfiðari eða auðveldari en Jóhann Árni átti von á. "Á pari fannst mér. Þetta er lið sem var spáð titli. Þeir eru með hörkumannskap en lentu í vandræðum í vetur og ætluðu svo að bjarga tímabilinu í úrslitakeppninni. Það er erfitt að gera það. Þeir verða enn sterkari á næsta ári með einn Kana í sínu liði." Það er ljóst að Grindavík mætir annað hvort Stjörnunni eða Snæfelli í úrslitum en þau mætast á morgun og þá getur Stjarnan tryggt sig inn í úrslitin. "Stjarnan á eftir að rúlla yfir Snæfell að mínu mati. Við ætlum aðeins að njóta sigursins og svo förum við að skoða Stjörnuna ef við fáum þá eins og ég býst við." Ekki víst að Helgi þjálfi KR áfram"Þetta er mjög svekkjandi. Mér leið eins og við værum komnir með þá en við náðum aldrei sókninni sem upp á vantaði," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari og leikmaður KR, en vantaði andlegan styrk hjá liðinu? "Ég veit það ekki. Stundum er þetta bara svona. Hlutir féllu með þeim og þannig er það stundum. Ég er ósáttur við hvað við komum slakir inn í þessa leiki gegn Grindavík. Við komum til baka í seinni hálfleik en þá náum við ekki að klára dæmið." Helgi Már segir að það sé ekki ákveðið hvort hann haldi áfram að þjálfa KR-liðið á næstu leiktíð. "Ég á eftir að ræða það við stjórnina. Ég hef áhuga á því að fara að hefja vinnuferil utan körfuboltans og ég veit ekki hvort að þjálfun og spilamennska fari með þá," sagði Helgi Már en tók þá fram að hann myndi ekki hætta að spila þó svo hann myndi hætta að þjálfa. "Ertu frá þér. Ég er rétt skriðinn yfir tvítugt," sagði Helgi og glotti við tönn. Sverrir Þór: Höfum margt að sanna gegn StjörnunniSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var glaðbeittur eftir leikinn og skal engan undra. "Þetta var mjög erfiður leikur eins og ég bjóst við. Ég er virkilega ánægður því mér fannst við leika vel nánast allan leikinn," sagði Sverrir og brosti í kampinn. "Við héldum haus í restina þegar KR-ingarnir pressuðu okkur. Við ætluðum okkur að vinna, alveg sama hvernig við færum að því. Það stendur upp úr og skiptir máli." KR-ingarnir settu Grindavík undir pressu í leiknum en þeir leyfðu heimamönnum aldrei að ná frumkvæðinu. "Menn voru sterkir í hausnum og héldu áfram að gera það sem var búið að tala um. Við sóttum að körfunni og settum niður stóru skotin þegar á þurfti að halda. "KR var að setja stórar körfur undir lokin. Þetta er hörkulið og það er engin tilviljun að þeim var spáð titlinum fyrir mót. Þetta lið er stútfullt af hæfileikum. Það er því sterkt að hafa klárað einvígið hér á erfiðum útivelli." Rétt eins og Jóhann Árni þá tippar Sverrir á að Stjarnan verði andstæðingur Grindavíkur í úrslitunum. Honum líst vel á þá rimmu. "Þeir pökkuðu okkur saman síðast er við lékum í deildinni og ég held að það hafi verið síðasta tapið okkar þar. Við höfum margt að sanna á móti þeim. Þeir eru með frábært lið og við verðum að spila vel á báðum endum til þess að eiga möguleika gegn þeim."Textalýsing úr DHL-höllinni:Leik lokið | 88-92: Skot Martins klikkar en KR heldur boltanum. 8 sek eftir. Þristur frá Brynjari klikkar og tíminn rennur út. Grindavík er komið í úrslit.40. mín | 88-92: KR-ingar brjóta af sér. Zeglinski fer á línuna. Setur bæði skotin niður. KR tekur leikhlé þegar 20 sekúndur eru eftir. Grindavík komið með annan fótinn í úrslit.40. mín | 88-90: Brynjar sækir villu. Ekki enn kominn á blað í seinni hálfleik en setur bæði niður.40. mín | 86-90: Acox fær tvö víti. Setur annað niður. Broussard fer þá á línuna og setur bæði niður. Allir áhorfendur löngu staðnir upp.39. mín | 85-88: Broussard setur þrist og Grindavík vinnur svo boltann. KR ekki að nýta sín tækifæri.38. mín | 85-85: Jóhann Árni skorar en Richardson setur annan þrist. Þvílík tilþrif.37. mín | 82-83: Richardson keyrir að körfunni og leggur hann ofan í. Smekklega gert. 15 stig hjá honum. Grindavík tapar svo boltanum. Sverrir Þór skoðar allar endursýningar hjá lýsurum á Stöð 2 Sport. Á meðan setur Richardson niður þrist.36. mín | 77-83: Kristófer Acox með körfu eftir snilldarsendingu Brynjars. Broussard er ekki hættur og skorar enn eina körfuna.35. mín | 75-81: Þorleifur með gríðarlega mikilvægan þrist og þaggar niður í KR-ingum. Martin lætur það ekki á sig fá og svarar með þristi. Frábær stemning í húsinu.33. mín | 71-76: Helgi Már með þrist. 16 stig og 4 villur hjá honum. Óíþróttamannsleg villa dæmd á Ólaf Ólafs og áhorfendur standa upp. Voru búnir að biðja um slíka villu lengi. Martin setur bæði skotin niður. Ískaldur þessi 18 ára gutti. KR tapar boltanum og Þorleifur skorar.32. mín | 66-74: Mikð af töpuðum boltum í upphafi en Richardson skorar svo. Pettinella svarar að bragði.3. leikhluta lokið | 64-70: Kaflaskiptur leikhluti. Broussard kominn með 25 stig og Zeglinski 17. Brynjar komst ekki á blað hjá KR en er enn stigahæstur með 17 stig. Helgi Már kominn með 13.29. mín | 61-68: Leikmenn eru að leika sér á vítalínuna þessa stundina. Lítið fjör í því. Helgi Már er kominn með fjórar villur.28. mín | 58-65: Helgi Már með langþráðan þrist fyrir KR. Setur svo annan beint í kjölfarið. Hann ætlar að vera með eftir allt saman.27. mín | 50-65: Það fer varla skot niður hjá KR núna. Þeir halda sig við þriggja stiga skotin sem engu skila.26. mín | 48-61: Þjálfari KR, Helgi Már, brýtur illa á Jóhanni Árna sem fær þrjú víti. Helgi verið mjög slakur í kvöld.26. mín | 48-58: KR fær dæmdan á sig ruðning tvær sóknir í röð. Fór ekkert sérstaklega vel í áhorfendur. Zeglinski setti svo niður enn einn þristinn og KR beint í leikhlé. Frábær kafli hjá gestunum og tíu stiga munur. Áhlaupið í byrjun horfið.25. mín | 48-55: Jóhann Árni með þrist. Grindvíkingar eru mættir aftur.24. mín | 46-52: Broussard hleður því næst í þrist og léttur pressunni af gestunum. Þriggja stiga skot KR ekki að fara niðu rnúna.23. mín | 46-49: Tvífari Ashley Cole, Broussard, skorar loks fyrir Grindavík af vítalínunni. KR fékk þrjú tækifæri til að komast yfir en nýtti ekki.22. mín | 46-47: Richardson setur niður þrist og minnkar muninn í eitt stig. Alvöru byrjun í seinni hálfleik hjá KR.21. mín | 43-47: Ballið byrjað á nýjan leik. Finnur Atli með fyrstu körfu hálfleiksins. KR þarf miklu meira frá honum. Hann ver því næst skot og Richardson skorar.Hálfleikur | 39-47: Gestirnir mun sterkari. Siggi Þorsteins (9), Broussard (16) og Zeglinski (10) í stuði. Brynjar Þór (17) hefur haldið KR á floti. Aðrir eiga mikið inni.18. mín | 33-43: Leikhlé hjá KR. Allt of margir meðvitundarlausir leikmenn þar í kvöld. Stærsti munurinn í kvöld.16. mín | 32-39: Vá. Jóhann Árni faldi sig á enda vallarins, kom til baka og stal boltanum af Richardson. Ótrúlegt. Martin setur nður körfu. KR ekki á því að sleppa gestunum of langt fram úr sér.16. mín | 30-37: Dömur mínar og herrar. Hér var að gerast merkur viðburður. Ryan Pettinella setti niður bæði vítin sín. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og stuðningsmenn Grindavíkur fönguðu hreint ógurlega.15. mín | 30-35: Brynjar með sinn þriðja þrist hér í kvöld. Heldur KR algjörlega á floti. Kominn með 13 stig. Næstu menn með 4.13. mín | 27-31: Brynjar með annan þrist og svo loftbolta. Það er alltaf vont. Zeglinski og Brynjar báðir komnir með tíu stig.12. mín | 24-31: Þorleifur opnar leikhlutann á þristi. Brynjar Þór leikur sama leik og kveikir í stúkunni. KR þarf að stíga upp í vörninni. Grindavík öflugra og gæti aukið forskotið fyrir hlé ef KR gætir ekki að sér.1. leikhluta lokið | 21-24: Jafnræði framan af en Grindavík tók svö völdin. KR klóraði í bakkann undir lokin. KR-ingar frekar ósáttir við dómarana. Eru ekki að fá mikið frá þeim er þeir keyra að körfu. Áhorfendur sáu ástæðu til þess að standa upp fyrir þeim er þeir dæmdu villu undir lok leikhlutans8. mín | 15-19: Leikhlé tekið. Grindavík verið sterkara síðustu mín og með boltann.7. mín | 15-17: Grindvíkingum vex ásmegin eftir því sem líður á. Ísjakinn Siggi Þorsteins að taka við sér. Kominn með 5 stig.6. mín | 13-14: Mikill hiti í áhorfendum sem láta dómarana heyra það. Ótrúlegt hvað fólk nennir að eyða mikilli orku alltaf í þá í stað þess að styðja sitt lið. Grindavík yfir í fyrsta skipti síðan í 2-3.4. mín | 10-8: McClellan kemst snemma á blað. Áhorfendur hér ekki vanir því.2. mín| 4-3: Brynjar Þór opnar þetta langskoti. Svona á að byrja leik. Jóhann Árni svarar með þristi. Brynjar setur þá bara öðru körfu niður. Einfaldur leikur. Dómarar virðast ætla að leyfa svolítið miðað við fyrstu atvik.Fyrir leik: Playoff Palli kynnir liðin til leiks og stemningin stórkostleg. Þetta er að bresta á.Fyrir leik: Stemningin magnast og enn streymir fólk í salinn. Þröngt mega sáttir sitja í kvöld. Tónlistarvalið fjölbreytt. Allt frá Village People upp í Rammstein.Fyrir leik: Gaupi á leiðinni í beina útsendingu á Stöð 2. Vallarþulurinn geðþekki, Páll Sævar, biður fólk um að taka vel undir þegar hann fer í loftið. Stemning í þessu.Fyrir leik: Stúkan orðin full hálftíma fyrir leik. Það er nokkuð vel gert. Enn á mikið af fólki eftir að koma. Margir munu þurfa að standa fyrir kringum völlinn.Fyrir leik: Það var hleypt inn 45 mínútum fyrir leik og beið mikill fjöldi fyrir utan. Bestu sætin fóru fljótt og salurinn verður fljótur að fyllast.Fyrir leik: Engin óvænt tíðindi úr leikmannahópum liðanna. Allir með sem hafa verið að spila síðustu leiki.Fyrir leik: Það var fjöldi manna mættur vestur í bæ rúmum klukkutíma fyrir leik. Allir að fá sér að borða og gríðarlega flott stemning. Hér verður klárlega troðfullt hús og gríðarleg stemning.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Vaktin er mætt vestur í bæ. Samkvæmt plani er það reglubundinn KR-borgari fyrir leik. Hann steinlá sem fyrr. Sumir blaðamenn eru samt að fá sér ís í kuldanum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Deildarmeistarar Grindavíkur eru komnir í úrslitarimmu Dominos-deildar karla eftir magnaðan sigur á KR í hörkuleik vestur í bæ í kvöld. Það var frábær mæting og hörkustemning í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði nokkuð fjörlega en Grindvíkingar tóku fljótt völdin. Náðu sjö stiga forskoti en KR kom til baka og minnkaði muninn í þrjú stig, 21-24, fyrir lok fyrsta leikhluta. Talsverður pirringur hjá KR-ingum út í dómarana sem þeim fannst dæma lítið. Fór svo að staðið var upp fyrir dómurunum er villa var dæmd á Grindvíkingana. Brynjar Þór Björnsson var í miklu stuði í liði KR en því miður fyrir heimamenn var ekki hægt að segja sömu sögu um aðra leikmenn. Það var enginn að fylgja Brynjari og Grindavík náði því tíu stiga forskoti. Sigurður Þorsteins skoraði góðar körfur, varði skot og frábær í vörninni. Broussard í miklu stuði og skoraði 16 stig í hálfleiknum en þá leiddu Grindvíkingar með 8 stigum, 39-47. KR hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og minnkaði muninn í eitt stig, 46-47. Þá fór að rigna þristum hjá hjá Grindvíkingum sem komu muninum upp í tíu stig. KR klóraði í bakkann og munurinn sex stig, 64-70, þegar einn leikhluti var eftir. KR kom til baka í leikhlutanum og náði að jafna, 85-85, er Richardson setti niður tvo þrista í röð. KR fékk tækifæri til að komast yfir en nýtti það ekki. Grindavík lét ekki koma sér úr jafnvægi og náði fjögurra stiga forskoti, 86-90, þegar mínúta var eftir af leiknum. KR náði ekki að brúa þetta bil á lokasekúndunum og Grindavík vann því frábæran sigur. Brynjar Þór var allt í öllu hjá KR í fyrri hálfleik en þeir Helgi Már og Richardson stigu upp í þeim síðari. Kristófer Acox og Martin áttu sína spretti. Broussard stórkostlegur hjá Grindavík. Zeglinski einnig magnaður. Jóhann Árni skoraði sterkar körfur og Sigurður Þorsteins öflugur.Úrslit:KR-Grindavík 88-92 (21-24, 18-23, 25-23, 24-22)KR: Brandon Richardson 21/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst, Kristófer Acox 10/12 fráköst, Martin Hermannsson 10, Darshawn McClellan 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0.Grindavík: Aaron Broussard 32/7 fráköst, Samuel Zeglinski 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Ryan Pettinella 4/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Ólafur Ólafsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0. Jóhann Árni: Forréttindi að taka þátt í svona leik"Það er virkilega ljúft að vera kominn í úrslit og bara ljúft að spila svona leik. Þetta var flottur körfubolti í alla staði fyrir framan fullt af áhorfendum. Það voru forréttindi að taka þátt í þessu," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. Hann átti virkilega flottan leik og steig ósjaldan upp þegar Grindavík þurfti á honum að halda. "KR var að berjast fyrir lífi sínu í kvöld og eðlilegt að þeir hafi átt sín áhlaup og lagt allt í sölurnar. Við náðum að stoppa þá og halda þeim frá okkur." Grindavík vinnur rimmuna 3-1. Voru KR-ingarnar erfiðari eða auðveldari en Jóhann Árni átti von á. "Á pari fannst mér. Þetta er lið sem var spáð titli. Þeir eru með hörkumannskap en lentu í vandræðum í vetur og ætluðu svo að bjarga tímabilinu í úrslitakeppninni. Það er erfitt að gera það. Þeir verða enn sterkari á næsta ári með einn Kana í sínu liði." Það er ljóst að Grindavík mætir annað hvort Stjörnunni eða Snæfelli í úrslitum en þau mætast á morgun og þá getur Stjarnan tryggt sig inn í úrslitin. "Stjarnan á eftir að rúlla yfir Snæfell að mínu mati. Við ætlum aðeins að njóta sigursins og svo förum við að skoða Stjörnuna ef við fáum þá eins og ég býst við." Ekki víst að Helgi þjálfi KR áfram"Þetta er mjög svekkjandi. Mér leið eins og við værum komnir með þá en við náðum aldrei sókninni sem upp á vantaði," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari og leikmaður KR, en vantaði andlegan styrk hjá liðinu? "Ég veit það ekki. Stundum er þetta bara svona. Hlutir féllu með þeim og þannig er það stundum. Ég er ósáttur við hvað við komum slakir inn í þessa leiki gegn Grindavík. Við komum til baka í seinni hálfleik en þá náum við ekki að klára dæmið." Helgi Már segir að það sé ekki ákveðið hvort hann haldi áfram að þjálfa KR-liðið á næstu leiktíð. "Ég á eftir að ræða það við stjórnina. Ég hef áhuga á því að fara að hefja vinnuferil utan körfuboltans og ég veit ekki hvort að þjálfun og spilamennska fari með þá," sagði Helgi Már en tók þá fram að hann myndi ekki hætta að spila þó svo hann myndi hætta að þjálfa. "Ertu frá þér. Ég er rétt skriðinn yfir tvítugt," sagði Helgi og glotti við tönn. Sverrir Þór: Höfum margt að sanna gegn StjörnunniSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var glaðbeittur eftir leikinn og skal engan undra. "Þetta var mjög erfiður leikur eins og ég bjóst við. Ég er virkilega ánægður því mér fannst við leika vel nánast allan leikinn," sagði Sverrir og brosti í kampinn. "Við héldum haus í restina þegar KR-ingarnir pressuðu okkur. Við ætluðum okkur að vinna, alveg sama hvernig við færum að því. Það stendur upp úr og skiptir máli." KR-ingarnir settu Grindavík undir pressu í leiknum en þeir leyfðu heimamönnum aldrei að ná frumkvæðinu. "Menn voru sterkir í hausnum og héldu áfram að gera það sem var búið að tala um. Við sóttum að körfunni og settum niður stóru skotin þegar á þurfti að halda. "KR var að setja stórar körfur undir lokin. Þetta er hörkulið og það er engin tilviljun að þeim var spáð titlinum fyrir mót. Þetta lið er stútfullt af hæfileikum. Það er því sterkt að hafa klárað einvígið hér á erfiðum útivelli." Rétt eins og Jóhann Árni þá tippar Sverrir á að Stjarnan verði andstæðingur Grindavíkur í úrslitunum. Honum líst vel á þá rimmu. "Þeir pökkuðu okkur saman síðast er við lékum í deildinni og ég held að það hafi verið síðasta tapið okkar þar. Við höfum margt að sanna á móti þeim. Þeir eru með frábært lið og við verðum að spila vel á báðum endum til þess að eiga möguleika gegn þeim."Textalýsing úr DHL-höllinni:Leik lokið | 88-92: Skot Martins klikkar en KR heldur boltanum. 8 sek eftir. Þristur frá Brynjari klikkar og tíminn rennur út. Grindavík er komið í úrslit.40. mín | 88-92: KR-ingar brjóta af sér. Zeglinski fer á línuna. Setur bæði skotin niður. KR tekur leikhlé þegar 20 sekúndur eru eftir. Grindavík komið með annan fótinn í úrslit.40. mín | 88-90: Brynjar sækir villu. Ekki enn kominn á blað í seinni hálfleik en setur bæði niður.40. mín | 86-90: Acox fær tvö víti. Setur annað niður. Broussard fer þá á línuna og setur bæði niður. Allir áhorfendur löngu staðnir upp.39. mín | 85-88: Broussard setur þrist og Grindavík vinnur svo boltann. KR ekki að nýta sín tækifæri.38. mín | 85-85: Jóhann Árni skorar en Richardson setur annan þrist. Þvílík tilþrif.37. mín | 82-83: Richardson keyrir að körfunni og leggur hann ofan í. Smekklega gert. 15 stig hjá honum. Grindavík tapar svo boltanum. Sverrir Þór skoðar allar endursýningar hjá lýsurum á Stöð 2 Sport. Á meðan setur Richardson niður þrist.36. mín | 77-83: Kristófer Acox með körfu eftir snilldarsendingu Brynjars. Broussard er ekki hættur og skorar enn eina körfuna.35. mín | 75-81: Þorleifur með gríðarlega mikilvægan þrist og þaggar niður í KR-ingum. Martin lætur það ekki á sig fá og svarar með þristi. Frábær stemning í húsinu.33. mín | 71-76: Helgi Már með þrist. 16 stig og 4 villur hjá honum. Óíþróttamannsleg villa dæmd á Ólaf Ólafs og áhorfendur standa upp. Voru búnir að biðja um slíka villu lengi. Martin setur bæði skotin niður. Ískaldur þessi 18 ára gutti. KR tapar boltanum og Þorleifur skorar.32. mín | 66-74: Mikð af töpuðum boltum í upphafi en Richardson skorar svo. Pettinella svarar að bragði.3. leikhluta lokið | 64-70: Kaflaskiptur leikhluti. Broussard kominn með 25 stig og Zeglinski 17. Brynjar komst ekki á blað hjá KR en er enn stigahæstur með 17 stig. Helgi Már kominn með 13.29. mín | 61-68: Leikmenn eru að leika sér á vítalínuna þessa stundina. Lítið fjör í því. Helgi Már er kominn með fjórar villur.28. mín | 58-65: Helgi Már með langþráðan þrist fyrir KR. Setur svo annan beint í kjölfarið. Hann ætlar að vera með eftir allt saman.27. mín | 50-65: Það fer varla skot niður hjá KR núna. Þeir halda sig við þriggja stiga skotin sem engu skila.26. mín | 48-61: Þjálfari KR, Helgi Már, brýtur illa á Jóhanni Árna sem fær þrjú víti. Helgi verið mjög slakur í kvöld.26. mín | 48-58: KR fær dæmdan á sig ruðning tvær sóknir í röð. Fór ekkert sérstaklega vel í áhorfendur. Zeglinski setti svo niður enn einn þristinn og KR beint í leikhlé. Frábær kafli hjá gestunum og tíu stiga munur. Áhlaupið í byrjun horfið.25. mín | 48-55: Jóhann Árni með þrist. Grindvíkingar eru mættir aftur.24. mín | 46-52: Broussard hleður því næst í þrist og léttur pressunni af gestunum. Þriggja stiga skot KR ekki að fara niðu rnúna.23. mín | 46-49: Tvífari Ashley Cole, Broussard, skorar loks fyrir Grindavík af vítalínunni. KR fékk þrjú tækifæri til að komast yfir en nýtti ekki.22. mín | 46-47: Richardson setur niður þrist og minnkar muninn í eitt stig. Alvöru byrjun í seinni hálfleik hjá KR.21. mín | 43-47: Ballið byrjað á nýjan leik. Finnur Atli með fyrstu körfu hálfleiksins. KR þarf miklu meira frá honum. Hann ver því næst skot og Richardson skorar.Hálfleikur | 39-47: Gestirnir mun sterkari. Siggi Þorsteins (9), Broussard (16) og Zeglinski (10) í stuði. Brynjar Þór (17) hefur haldið KR á floti. Aðrir eiga mikið inni.18. mín | 33-43: Leikhlé hjá KR. Allt of margir meðvitundarlausir leikmenn þar í kvöld. Stærsti munurinn í kvöld.16. mín | 32-39: Vá. Jóhann Árni faldi sig á enda vallarins, kom til baka og stal boltanum af Richardson. Ótrúlegt. Martin setur nður körfu. KR ekki á því að sleppa gestunum of langt fram úr sér.16. mín | 30-37: Dömur mínar og herrar. Hér var að gerast merkur viðburður. Ryan Pettinella setti niður bæði vítin sín. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og stuðningsmenn Grindavíkur fönguðu hreint ógurlega.15. mín | 30-35: Brynjar með sinn þriðja þrist hér í kvöld. Heldur KR algjörlega á floti. Kominn með 13 stig. Næstu menn með 4.13. mín | 27-31: Brynjar með annan þrist og svo loftbolta. Það er alltaf vont. Zeglinski og Brynjar báðir komnir með tíu stig.12. mín | 24-31: Þorleifur opnar leikhlutann á þristi. Brynjar Þór leikur sama leik og kveikir í stúkunni. KR þarf að stíga upp í vörninni. Grindavík öflugra og gæti aukið forskotið fyrir hlé ef KR gætir ekki að sér.1. leikhluta lokið | 21-24: Jafnræði framan af en Grindavík tók svö völdin. KR klóraði í bakkann undir lokin. KR-ingar frekar ósáttir við dómarana. Eru ekki að fá mikið frá þeim er þeir keyra að körfu. Áhorfendur sáu ástæðu til þess að standa upp fyrir þeim er þeir dæmdu villu undir lok leikhlutans8. mín | 15-19: Leikhlé tekið. Grindavík verið sterkara síðustu mín og með boltann.7. mín | 15-17: Grindvíkingum vex ásmegin eftir því sem líður á. Ísjakinn Siggi Þorsteins að taka við sér. Kominn með 5 stig.6. mín | 13-14: Mikill hiti í áhorfendum sem láta dómarana heyra það. Ótrúlegt hvað fólk nennir að eyða mikilli orku alltaf í þá í stað þess að styðja sitt lið. Grindavík yfir í fyrsta skipti síðan í 2-3.4. mín | 10-8: McClellan kemst snemma á blað. Áhorfendur hér ekki vanir því.2. mín| 4-3: Brynjar Þór opnar þetta langskoti. Svona á að byrja leik. Jóhann Árni svarar með þristi. Brynjar setur þá bara öðru körfu niður. Einfaldur leikur. Dómarar virðast ætla að leyfa svolítið miðað við fyrstu atvik.Fyrir leik: Playoff Palli kynnir liðin til leiks og stemningin stórkostleg. Þetta er að bresta á.Fyrir leik: Stemningin magnast og enn streymir fólk í salinn. Þröngt mega sáttir sitja í kvöld. Tónlistarvalið fjölbreytt. Allt frá Village People upp í Rammstein.Fyrir leik: Gaupi á leiðinni í beina útsendingu á Stöð 2. Vallarþulurinn geðþekki, Páll Sævar, biður fólk um að taka vel undir þegar hann fer í loftið. Stemning í þessu.Fyrir leik: Stúkan orðin full hálftíma fyrir leik. Það er nokkuð vel gert. Enn á mikið af fólki eftir að koma. Margir munu þurfa að standa fyrir kringum völlinn.Fyrir leik: Það var hleypt inn 45 mínútum fyrir leik og beið mikill fjöldi fyrir utan. Bestu sætin fóru fljótt og salurinn verður fljótur að fyllast.Fyrir leik: Engin óvænt tíðindi úr leikmannahópum liðanna. Allir með sem hafa verið að spila síðustu leiki.Fyrir leik: Það var fjöldi manna mættur vestur í bæ rúmum klukkutíma fyrir leik. Allir að fá sér að borða og gríðarlega flott stemning. Hér verður klárlega troðfullt hús og gríðarleg stemning.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Vaktin er mætt vestur í bæ. Samkvæmt plani er það reglubundinn KR-borgari fyrir leik. Hann steinlá sem fyrr. Sumir blaðamenn eru samt að fá sér ís í kuldanum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira