Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 22-23 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. apríl 2013 00:01 Mynd/Stefán Valur hélt sæti sínu í N1 deild karla í handbolta með því að leggja Stjörnuna öðru sinni í umspili um sæti í deildinni í kvöld 23-22. Stjarnan átti síðustu sóknina í leiknum en Hlynur Morthens varði skot Víglundar Þórssonar. Stjarnan hóf leikinn með látum. Liðið lék sér að 3-2-1 vörn Valsmanna og gat nánast skorað af vild. Valsmenn áttu í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og var Stjarnan þremur mörkum yfir 15-12 þegar flautað var til hálfleiks. Valur breytti í 6-0 vörn í upphafi seinni hálfleiks sem Stjarnan réð ekkert við. Það tók Stjörnuna rétt tæpar 15 mínútur að skora í seinni hálfleik en vörn Stjörnunnar hélt vel og því var liðið enn inni í leiknum. Valur náði mest þriggja marka forystu sem Stjarnan vann upp á sex mínútum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Valur skoraði aðeins eitt mark á sjö síðustu mínútum leiksins en vörn liðsins hélt og Finnur Ingi Stefánsson skoraði sigurmarkið þegar enn voru þrjár mínútur eftir af leiknum. Valur fór illa með færi til að klára leikinn og Hlynur Morthens sá til þess að Stjarnan náði ekki að jafna fyrir aftan góða vörnina. Valur heldur því sæti sínu í deildinni en Stjarnan þarf enn að berjast við að reyna að komast upp, að því gefnu að ekki verði fjölgað í N1 deildinni. Hlynur: Eina sem skiptir máli er að við unnumMynd/Stefán„Við vorum úti á túni í fyrri hálfleik með okkar 3-2-1. Þeir voru með okkur í vasanum og hlupu okkur sundur og saman,“ sagði Hlynur Morthens markvörður Vals. „Við breyttum í 6-0 í seinni hálfleik og þá fór ég að fá skotin sem ég vildi fá. Þá fór þetta að ganga og það var allt annað að sjá liðið. „Við vorum ekki nógu góðir sóknarlega í leikjunum tveimur en hverjum er ekki sama. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. „Tímabilið er búið, gríðarlega erfitt. Þetta er eitt erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað. Ég veit ekki hvað við höfum spilað marga úrslitaleiki á þessu tímabili en við erum búnir að vinna síðustu sjö leiki og ég get ekki lýst því hvað ég er feginn að vera kominn í frí. „Það er mikið framundan hjá þessu stóra félagi. Það var ekki að ræða það að fara niður í næst efstu deild, það var aldrei að fara að gerast,“ sagði Hlynur sem hreifst mjög af Stjörnunni í leikjunum tveimur. „Stjarnan er með frábært lið. Virkilega gott lið með mjög spræka og vel spilandi stráka. Ég vona að það verði fjölgun í deildinni og þeir komi upp. Þá þurfa þeir ekki mikið að styrkja sig til að vera vel samkeppnishæfir,“ sagði Hlynur sem á ekki von á neinu öðru en að vera áfram í Val á næstu leiktíð undir stjórn Ólafs Stefánssonar. Gunnar Berg: Okkur var ekki ætlað að fara uppMynd/Stefán„Þetta var grátlegt en ætli þetta séu ekki örlögin. Við áttum ekki að fara upp,“ sagði svekktur Gunnar Berg Viktorsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við náum að jafna þegar það eru 10 mínútur eftir af leiknum og það hefur ekkert að gera með það hvernig við spiluðum fyrstu 15. Svo var þetta stöngin inn, stöngin út. Markmaðurinn hjá okkur ver boltann sem er á línunni og dómarinn dæmir hann inni. Kannski var hann inni, kannski ekki en hann dæmir hann inni og kannski var það úrslita atriðið í leiknum,“ sagði Gunnar Berg og vísaði því á bug að fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hefðu farið með leikinn hjá Stjörnunni. „Fyrstu fimmtán voru vonda og Bubbi varði vel en það var ekki það sem gerði útslagið í lokin. Klúðrið í fyrri leiknum var ótrúlegt en þar fengu þeir smá hjálp,“ sagði Gunnar Berg og vísaði þar til dómgæslunnar í fyrri leiknum. „Þetta var óheppni og reynsluleysi sem gerðu það að verkum að við náðum ekki að vinna hérna. „Veruleikinn sem við lifum við er að það fer bara eitt lið upp og svo fáum við lið eins og Val til að spila á móti. Valur eiga ekkert að vera heldur í næst efstu deild með Óla Stef að koma heim og svona. Það hefði ekki verið gott fyrir alla að fá þá niður en vonandi er hægt að fjölga um tvö til fjögur lið og búa til alvöru deild. Þetta virðist vera þreytt núna og vonandi komumst við bakdyramegin inn,“ sagði Gunnar Berg og gaf ekki mikið fyrir að það þyrfti að leika eitt tímabil áður en breytingar yrðu framkvæmdar þar sem liðin vissu hvað væri spilað upp á. „Það verður alltaf einhver krísa um hvernig það verður útfært og alltaf einhverjir fúlir. Það má alveg gera þetta núna og þá verður eitthvað lið fúlt í ákveðinn tíma. „Við eigum alltaf við sama vandamálið að stríða. Við höfum verið að byggja upp lið í ákveðin tíma og það koma alltaf einhver lið úr efstu deild sem hirða okkar bestu leikmenn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast upp. „Ég óttast að það endurtaki sig að einhverju leiti. Það er alltaf áhætta og alltaf erfitt að fá leikmenn til að skrifa undir lengra en eins árs samning því það er alltaf eitthvað lið sem vill fá þá. Maður skilur það. Þetta eru ungir leikmenn með metnað sem vilja spila fyrir framan fólk og í sjónvarpi til að koma sér á framfæri. Við getum ekkert gert annað en að berjast og komast upp en það er alltaf erfitt þegar það detta menn úr liðinu. „Við misstum tvo leikmenn um jólin sem voru mjög góðir og mikilvægir fyrir liðið okkar og þeir sitja á bekknum núna síðan um áramótin. Ég sé ekki að þetta skili neinu fyrir liðin, þá eða okkur. Þetta er veruleikinn. Þeir vilja frekar spila í efstu deild en hérna,“ sagði Gunnar Berg og vísar til þess að Stjarnan missti Halldór Guðjónsson heim í FH og Þórð Rafn Guðmundsson aftur í Hauka um áramót en þeir fóru mikinn með Stjörnunni fyrir áramót og hafa lítið spilað með sínum liðum í N1 deildinni. „Þessi lið eiga þessa stráka. Þeim gengur ekkert illt til og eru að reyna að styrkja hópinn en þetta er verst fyrir strákana að hafa setið á bekknum frá því um jólin. Þetta er ekki gott fyrir þeirra framtíð,“ sagði Gunnar Berg að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Unmfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 28-27 | Ótrúlegur sigur Vals Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. 19. apríl 2013 10:35 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Valur hélt sæti sínu í N1 deild karla í handbolta með því að leggja Stjörnuna öðru sinni í umspili um sæti í deildinni í kvöld 23-22. Stjarnan átti síðustu sóknina í leiknum en Hlynur Morthens varði skot Víglundar Þórssonar. Stjarnan hóf leikinn með látum. Liðið lék sér að 3-2-1 vörn Valsmanna og gat nánast skorað af vild. Valsmenn áttu í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og var Stjarnan þremur mörkum yfir 15-12 þegar flautað var til hálfleiks. Valur breytti í 6-0 vörn í upphafi seinni hálfleiks sem Stjarnan réð ekkert við. Það tók Stjörnuna rétt tæpar 15 mínútur að skora í seinni hálfleik en vörn Stjörnunnar hélt vel og því var liðið enn inni í leiknum. Valur náði mest þriggja marka forystu sem Stjarnan vann upp á sex mínútum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Valur skoraði aðeins eitt mark á sjö síðustu mínútum leiksins en vörn liðsins hélt og Finnur Ingi Stefánsson skoraði sigurmarkið þegar enn voru þrjár mínútur eftir af leiknum. Valur fór illa með færi til að klára leikinn og Hlynur Morthens sá til þess að Stjarnan náði ekki að jafna fyrir aftan góða vörnina. Valur heldur því sæti sínu í deildinni en Stjarnan þarf enn að berjast við að reyna að komast upp, að því gefnu að ekki verði fjölgað í N1 deildinni. Hlynur: Eina sem skiptir máli er að við unnumMynd/Stefán„Við vorum úti á túni í fyrri hálfleik með okkar 3-2-1. Þeir voru með okkur í vasanum og hlupu okkur sundur og saman,“ sagði Hlynur Morthens markvörður Vals. „Við breyttum í 6-0 í seinni hálfleik og þá fór ég að fá skotin sem ég vildi fá. Þá fór þetta að ganga og það var allt annað að sjá liðið. „Við vorum ekki nógu góðir sóknarlega í leikjunum tveimur en hverjum er ekki sama. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. „Tímabilið er búið, gríðarlega erfitt. Þetta er eitt erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað. Ég veit ekki hvað við höfum spilað marga úrslitaleiki á þessu tímabili en við erum búnir að vinna síðustu sjö leiki og ég get ekki lýst því hvað ég er feginn að vera kominn í frí. „Það er mikið framundan hjá þessu stóra félagi. Það var ekki að ræða það að fara niður í næst efstu deild, það var aldrei að fara að gerast,“ sagði Hlynur sem hreifst mjög af Stjörnunni í leikjunum tveimur. „Stjarnan er með frábært lið. Virkilega gott lið með mjög spræka og vel spilandi stráka. Ég vona að það verði fjölgun í deildinni og þeir komi upp. Þá þurfa þeir ekki mikið að styrkja sig til að vera vel samkeppnishæfir,“ sagði Hlynur sem á ekki von á neinu öðru en að vera áfram í Val á næstu leiktíð undir stjórn Ólafs Stefánssonar. Gunnar Berg: Okkur var ekki ætlað að fara uppMynd/Stefán„Þetta var grátlegt en ætli þetta séu ekki örlögin. Við áttum ekki að fara upp,“ sagði svekktur Gunnar Berg Viktorsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við náum að jafna þegar það eru 10 mínútur eftir af leiknum og það hefur ekkert að gera með það hvernig við spiluðum fyrstu 15. Svo var þetta stöngin inn, stöngin út. Markmaðurinn hjá okkur ver boltann sem er á línunni og dómarinn dæmir hann inni. Kannski var hann inni, kannski ekki en hann dæmir hann inni og kannski var það úrslita atriðið í leiknum,“ sagði Gunnar Berg og vísaði því á bug að fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hefðu farið með leikinn hjá Stjörnunni. „Fyrstu fimmtán voru vonda og Bubbi varði vel en það var ekki það sem gerði útslagið í lokin. Klúðrið í fyrri leiknum var ótrúlegt en þar fengu þeir smá hjálp,“ sagði Gunnar Berg og vísaði þar til dómgæslunnar í fyrri leiknum. „Þetta var óheppni og reynsluleysi sem gerðu það að verkum að við náðum ekki að vinna hérna. „Veruleikinn sem við lifum við er að það fer bara eitt lið upp og svo fáum við lið eins og Val til að spila á móti. Valur eiga ekkert að vera heldur í næst efstu deild með Óla Stef að koma heim og svona. Það hefði ekki verið gott fyrir alla að fá þá niður en vonandi er hægt að fjölga um tvö til fjögur lið og búa til alvöru deild. Þetta virðist vera þreytt núna og vonandi komumst við bakdyramegin inn,“ sagði Gunnar Berg og gaf ekki mikið fyrir að það þyrfti að leika eitt tímabil áður en breytingar yrðu framkvæmdar þar sem liðin vissu hvað væri spilað upp á. „Það verður alltaf einhver krísa um hvernig það verður útfært og alltaf einhverjir fúlir. Það má alveg gera þetta núna og þá verður eitthvað lið fúlt í ákveðinn tíma. „Við eigum alltaf við sama vandamálið að stríða. Við höfum verið að byggja upp lið í ákveðin tíma og það koma alltaf einhver lið úr efstu deild sem hirða okkar bestu leikmenn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast upp. „Ég óttast að það endurtaki sig að einhverju leiti. Það er alltaf áhætta og alltaf erfitt að fá leikmenn til að skrifa undir lengra en eins árs samning því það er alltaf eitthvað lið sem vill fá þá. Maður skilur það. Þetta eru ungir leikmenn með metnað sem vilja spila fyrir framan fólk og í sjónvarpi til að koma sér á framfæri. Við getum ekkert gert annað en að berjast og komast upp en það er alltaf erfitt þegar það detta menn úr liðinu. „Við misstum tvo leikmenn um jólin sem voru mjög góðir og mikilvægir fyrir liðið okkar og þeir sitja á bekknum núna síðan um áramótin. Ég sé ekki að þetta skili neinu fyrir liðin, þá eða okkur. Þetta er veruleikinn. Þeir vilja frekar spila í efstu deild en hérna,“ sagði Gunnar Berg og vísar til þess að Stjarnan missti Halldór Guðjónsson heim í FH og Þórð Rafn Guðmundsson aftur í Hauka um áramót en þeir fóru mikinn með Stjörnunni fyrir áramót og hafa lítið spilað með sínum liðum í N1 deildinni. „Þessi lið eiga þessa stráka. Þeim gengur ekkert illt til og eru að reyna að styrkja hópinn en þetta er verst fyrir strákana að hafa setið á bekknum frá því um jólin. Þetta er ekki gott fyrir þeirra framtíð,“ sagði Gunnar Berg að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Unmfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 28-27 | Ótrúlegur sigur Vals Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. 19. apríl 2013 10:35 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Unmfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 28-27 | Ótrúlegur sigur Vals Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. 19. apríl 2013 10:35