Ingvar og Jónas hættir að dæma saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2013 13:53 Mynd/Óskar Andri Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00
Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30
Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25
Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29