Slapp naumlega - varð undir 15 tonna vöruflutningabíl Ellý Ármanns skrifar 21. júní 2013 14:30 Myndir/einkasafn Jórunn Guðrún Hólm, 27 ára, er sterk kona sem hefur tekist á við erfiða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk krabbamein og hefur lent í hvorki meira né minna en níu bílslysum. Þessi mynd af Jórunni er tekin í Mexíkó.Kramdist nánast til dauða „Ég er félagsliði. Ég tók hann með trompi. Dúxaði og fékk verðlaun og viðurkenningar. Ég kláraði svo stúdentinn eftir það. Ég er að taka mér smá frí frá skóla og er að byggja mig upp líkamlega þar sem ég er búin að lenda í 9 bílslysum. Fimm af þeim voru mjög alvarleg. Fyrsta slysið gerðist hjá Melasveit. Það gerðist þannig að ég var að keyra frá Bifröst í brjáluðu veðri og rann út af veginum. Ég var þá að bíða eftir manni sem ég var með í sambandi þá. Hann var á leiðinni að sækja mig. Þar sem ég var á litlum Opel Corsa og komst ekki upp úr skafli sem ég festist í þá ákvað ég að drepa tímann og hringja í vinkonu mína en áður en ég vissi af var kominn 15 tonna vöruflutningabíll með tengivagni ofan á bílinn sem ég sat í. Það splúndruðust allar rúðurnar á mig og ég lá á glerbrotum í kremju - að kremjast til dauða. Ég fann bara hvað þakið á bílnum gaf sig meir og meir. Ég fraus næstum í hel en það var rosa mikill vindur, snjókoma og frost," segir Jórunn.Verndarenglarnir voru á staðnum „Vinkona mín vissi strax að eitthvað hefði komið fyrir þar sem hún heyrði allt splúndrast og öskur í mér þegar við ræddum símleiðis. Það var kallað út slökkviliðið úr Reykjavík og Borganesi. Nokkrir sjúkrabílar og margir löggubílar. Það héldu allir að þetta væri dauðaslys og það kom prestur með vegna þess að það átti ekki að vera sjéns að einhver hefði lifað þetta af. Ég datt út í einhvern tíma og þá átti ég samkvæmt slökkviliðsmanni að hafa öskrað að við værum fjögur í bílnum sem segir mér það að það var einhver að vernda mig."Slasaðist mikið - þjáist enn af verkjum „Ég náðist úr bílnum sirka einum og hálfum tíma eftir að þessi 15 tonn skullu ofan á mig. Ég slasaðist mikið líkamlega og þjáist rosalega af verkjum enn í dag. Einnig fékk ég framheilaskaða og störuflog." Hvernig hefur bataferlið eftir slysið gengið? „Tíminn eftir slysið var rosalega erfiður. Fjölskylda mín hélt í 30 mínútur eða svo að ég væri látin. Það var ekkert hægt að komast að mér fyrsta hálftímann. Tengivagninum var lyft upp af traktorumog slökkviliðinu og ég hugsaði allan tímann að nú væri minn tíminn kominn og ég væri að deyja. Fyrsta sem ég hugsaði og vildi gera þegar einn af hetjunum sem björguðu mér var að fá síma hjá honum og hringja í mömmu og kveðja hana þar sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa þetta af. Mamma og Pabbi voru efst í huga mínum allan tímann. Ég var 19 ára þegar þetta gerðist. Líf mitt breyttist allt á þessum rúmum klukkutíma sem ég var föst og andadrátturinn varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég fékk hrikalega innilokunarkennd enda ekki mikið pláss í kringum mig."„Ég datt út í einhvern tíma og þá átti ég samkvæmt slökkviliðsmanni að hafa öskrað að við værum fjögur í bílnum sem segir mér það að það var einhver að vernda mig."Elskar að dansa - getur það ekki eftir slysið „Ég elskaði að dansa og var í dansi í mörg ár. Í dag get ég ekki stundað mitt mesta áhugamál og það er dansinn. Ég fékk taugaáfall þremur mánuðum eftir slysið. Ég var ekki alveg að fatta þetta fyrr en þremur mánuðum seinna. Ég var flutt með sjúkrabíl á spítalann á Akranesi og þangað kom elskulegi pabbi minn og sótti mig." „Ég hef aldrei verið jafn glöð að sjá fjölskyldu mína og þá því ég hélt og var nánast viss um að ég myndi deyja. Það tóku sér allir í fjölskyldunni frí í vinnunni daginn sem ég kom heim af spítalanum til að vera með mér að hlúa að mér. Þarna fann ég hvað ég er hrikalega mikið elskuð af fjölskyldu minni og það má segja að ég eigi tvo pabba þar sem stjúppabbi minn er búinn að vera inn í mínu lífi sem stoð og stytta. Ég lít á hann sem pabba minn. Ég get ekki gert uppá milli blóðföður míns og stjúppabba. Ég var rosalega heppin með stjúppabba minn sem kom inn í líf mitt þegar ég var 12 ára. Ég er búin að lenda í 8 öðrum bílslysum eins og ég sagði en ég var í 100% rétti í öllum slysunum. Fólk heldur eflaust að ég sé alger ökuníðingur en svo er aldeilis ekki. Ég hefði heldur aldrei getað ollið þessum slysum sjálf þar sem þau voru þess leg."Jórunn pósar hérna í sólinni.Reynir að vera jákvæð „Ég er búin að lifa í helvíti marga daga en ég er ótrúlega sterk, þrjósk, og reyni alltaf að vera jákvæð. Það er stundum erfitt en ég ætla ekki að láta þetta koma mér í rúmið í þunglyndi sem hefur gerst. Eins og það að vera verkjuð og leyfa sér að verða þunglyndur þá rís ég alltaf upp aftur og er búin að vera nokkuð stöðug seinustu 2 árin. Ég ákvað að þakka fyrir að vera á lífi og lifa lífinu eins og ég sé að lifa bara einn dag í einu. Maður veit aldrei hvenær maður fer af þessari jörð. Mínir verndarenglar eru að mínu mati magnaðir og ég varð líka miklu trúaðri eftir þetta. Mér er sko ekki ætlað að deyja strax. Ég trúi því líka að þegar ég er búin að byggja mig meir upp að þá bíða mín spennandi verkefni."Það er ótrúlegt að sjá þessar myndir af bílnum eftir að vöruflutningabíll keyrði yfir hann með Jórunni í framsætinu.Leggur sig fram við að lifa lífinu „Ég fékk slysabætur sem ég notaði til að kaupa mér íbúð og bíl. Ég bý í mjög fallegri íbúð með hundana mína tvo, Donnu og Bangsa, en við erum þrjú í kotinu. Ég tók svo líka frá pening til að ferðast um heiminn, á framandi staði en hef upplifað ansi margt erlendis líka. Þau lönd sem ég mæli algerlega með að heimsækja er Cancun í Mexíkó, Rio de Janero í Brasilíu, Kenya í Afríku, New York er líka skemmtileg til að versla og svo er ég líka rosa hrifin af Tyrklandi."Greindist líka með krabbamein „Ég greindist einnig með krabbamein fyrir rúmum tveimur árum, í brjósti og það þurfti að skera mig upp. Ég fékk einnig krabba í legið og þurfti að fara í aðgerð. Þetta var eitt annað taugaáfallið. Ég er baráttukona og stend alltaf upp aftur sama hvað bjátar á. Ég er algerlega búin að njóta lífsins og ferðast eftir að ég varð ein og einhleyp. Ég er alls ekki hætt að ferðast. Mig langar rosalega mikið að fara næst til Suður Afríku og skoða fegurðina þar. Miðað við ungan aldur minn þá hef ég upplifað meira en flestir á heillri lífsleið, allt neikvætt sem ég lendi í er ég búin að breyta í reynslu og læri af því. Mottóið mitt í lífinu er „láttu drauma þína rætast og aldrei gefast upp þrátt fyrir að mistakast eða óhöpp hendi þig. Lifðu hvern dag eins og hann sé sá seinasti." Ég stefni á að fara í háskóla þegar ég er búin að dekra aðeins við mig og læra sálfræði."Kælir sig í sjónum. Jórunn nýtur lífsins þrátt fyrir erfiða reynslu fortíðar.Langar að verða módel „Svo elska ég að láta mynda mig og finnst rosalega gaman að eiga flottar myndir af mér. Módel stemmningin hér er svo allt öðruvísi en erlendis. Ég hef fengið mörg boð erlendis frá að sitja fyrir því þar má maður hafa línur og mér finnst ekki flott að vera flöt á alla kanta. Það er mest kynæsandi að vera með línur, rass og eitthvað smá meira til að elska." „Ég er rosalega á móti því að módel séu grindhoruð og það sé ímynd kvenna yfirhöfuð. Mér finnst alveg vanta á Íslandi módel með línur. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að skella mér út í tökur. Það bæði hrynja yfir mig tilboðum hérna á Facebook og svo þegar ég hef verið erlendis en ég get verið smá feimin og það hefur aðallega verið að stoppa mig. Vinkonur mínar hafa tekið allar myndir af mér sem eru til en hver veit nema maður ýti feimninni í burtu og láti bara vaða. Við lifum bara einu sinni."„What does´nt kill you Makes you stronger" hefur Jórunn látið húðflúra á sig. Hún gaf okkur leyfi til að birta þessa mynd. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Jórunn Guðrún Hólm, 27 ára, er sterk kona sem hefur tekist á við erfiða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk krabbamein og hefur lent í hvorki meira né minna en níu bílslysum. Þessi mynd af Jórunni er tekin í Mexíkó.Kramdist nánast til dauða „Ég er félagsliði. Ég tók hann með trompi. Dúxaði og fékk verðlaun og viðurkenningar. Ég kláraði svo stúdentinn eftir það. Ég er að taka mér smá frí frá skóla og er að byggja mig upp líkamlega þar sem ég er búin að lenda í 9 bílslysum. Fimm af þeim voru mjög alvarleg. Fyrsta slysið gerðist hjá Melasveit. Það gerðist þannig að ég var að keyra frá Bifröst í brjáluðu veðri og rann út af veginum. Ég var þá að bíða eftir manni sem ég var með í sambandi þá. Hann var á leiðinni að sækja mig. Þar sem ég var á litlum Opel Corsa og komst ekki upp úr skafli sem ég festist í þá ákvað ég að drepa tímann og hringja í vinkonu mína en áður en ég vissi af var kominn 15 tonna vöruflutningabíll með tengivagni ofan á bílinn sem ég sat í. Það splúndruðust allar rúðurnar á mig og ég lá á glerbrotum í kremju - að kremjast til dauða. Ég fann bara hvað þakið á bílnum gaf sig meir og meir. Ég fraus næstum í hel en það var rosa mikill vindur, snjókoma og frost," segir Jórunn.Verndarenglarnir voru á staðnum „Vinkona mín vissi strax að eitthvað hefði komið fyrir þar sem hún heyrði allt splúndrast og öskur í mér þegar við ræddum símleiðis. Það var kallað út slökkviliðið úr Reykjavík og Borganesi. Nokkrir sjúkrabílar og margir löggubílar. Það héldu allir að þetta væri dauðaslys og það kom prestur með vegna þess að það átti ekki að vera sjéns að einhver hefði lifað þetta af. Ég datt út í einhvern tíma og þá átti ég samkvæmt slökkviliðsmanni að hafa öskrað að við værum fjögur í bílnum sem segir mér það að það var einhver að vernda mig."Slasaðist mikið - þjáist enn af verkjum „Ég náðist úr bílnum sirka einum og hálfum tíma eftir að þessi 15 tonn skullu ofan á mig. Ég slasaðist mikið líkamlega og þjáist rosalega af verkjum enn í dag. Einnig fékk ég framheilaskaða og störuflog." Hvernig hefur bataferlið eftir slysið gengið? „Tíminn eftir slysið var rosalega erfiður. Fjölskylda mín hélt í 30 mínútur eða svo að ég væri látin. Það var ekkert hægt að komast að mér fyrsta hálftímann. Tengivagninum var lyft upp af traktorumog slökkviliðinu og ég hugsaði allan tímann að nú væri minn tíminn kominn og ég væri að deyja. Fyrsta sem ég hugsaði og vildi gera þegar einn af hetjunum sem björguðu mér var að fá síma hjá honum og hringja í mömmu og kveðja hana þar sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa þetta af. Mamma og Pabbi voru efst í huga mínum allan tímann. Ég var 19 ára þegar þetta gerðist. Líf mitt breyttist allt á þessum rúmum klukkutíma sem ég var föst og andadrátturinn varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég fékk hrikalega innilokunarkennd enda ekki mikið pláss í kringum mig."„Ég datt út í einhvern tíma og þá átti ég samkvæmt slökkviliðsmanni að hafa öskrað að við værum fjögur í bílnum sem segir mér það að það var einhver að vernda mig."Elskar að dansa - getur það ekki eftir slysið „Ég elskaði að dansa og var í dansi í mörg ár. Í dag get ég ekki stundað mitt mesta áhugamál og það er dansinn. Ég fékk taugaáfall þremur mánuðum eftir slysið. Ég var ekki alveg að fatta þetta fyrr en þremur mánuðum seinna. Ég var flutt með sjúkrabíl á spítalann á Akranesi og þangað kom elskulegi pabbi minn og sótti mig." „Ég hef aldrei verið jafn glöð að sjá fjölskyldu mína og þá því ég hélt og var nánast viss um að ég myndi deyja. Það tóku sér allir í fjölskyldunni frí í vinnunni daginn sem ég kom heim af spítalanum til að vera með mér að hlúa að mér. Þarna fann ég hvað ég er hrikalega mikið elskuð af fjölskyldu minni og það má segja að ég eigi tvo pabba þar sem stjúppabbi minn er búinn að vera inn í mínu lífi sem stoð og stytta. Ég lít á hann sem pabba minn. Ég get ekki gert uppá milli blóðföður míns og stjúppabba. Ég var rosalega heppin með stjúppabba minn sem kom inn í líf mitt þegar ég var 12 ára. Ég er búin að lenda í 8 öðrum bílslysum eins og ég sagði en ég var í 100% rétti í öllum slysunum. Fólk heldur eflaust að ég sé alger ökuníðingur en svo er aldeilis ekki. Ég hefði heldur aldrei getað ollið þessum slysum sjálf þar sem þau voru þess leg."Jórunn pósar hérna í sólinni.Reynir að vera jákvæð „Ég er búin að lifa í helvíti marga daga en ég er ótrúlega sterk, þrjósk, og reyni alltaf að vera jákvæð. Það er stundum erfitt en ég ætla ekki að láta þetta koma mér í rúmið í þunglyndi sem hefur gerst. Eins og það að vera verkjuð og leyfa sér að verða þunglyndur þá rís ég alltaf upp aftur og er búin að vera nokkuð stöðug seinustu 2 árin. Ég ákvað að þakka fyrir að vera á lífi og lifa lífinu eins og ég sé að lifa bara einn dag í einu. Maður veit aldrei hvenær maður fer af þessari jörð. Mínir verndarenglar eru að mínu mati magnaðir og ég varð líka miklu trúaðri eftir þetta. Mér er sko ekki ætlað að deyja strax. Ég trúi því líka að þegar ég er búin að byggja mig meir upp að þá bíða mín spennandi verkefni."Það er ótrúlegt að sjá þessar myndir af bílnum eftir að vöruflutningabíll keyrði yfir hann með Jórunni í framsætinu.Leggur sig fram við að lifa lífinu „Ég fékk slysabætur sem ég notaði til að kaupa mér íbúð og bíl. Ég bý í mjög fallegri íbúð með hundana mína tvo, Donnu og Bangsa, en við erum þrjú í kotinu. Ég tók svo líka frá pening til að ferðast um heiminn, á framandi staði en hef upplifað ansi margt erlendis líka. Þau lönd sem ég mæli algerlega með að heimsækja er Cancun í Mexíkó, Rio de Janero í Brasilíu, Kenya í Afríku, New York er líka skemmtileg til að versla og svo er ég líka rosa hrifin af Tyrklandi."Greindist líka með krabbamein „Ég greindist einnig með krabbamein fyrir rúmum tveimur árum, í brjósti og það þurfti að skera mig upp. Ég fékk einnig krabba í legið og þurfti að fara í aðgerð. Þetta var eitt annað taugaáfallið. Ég er baráttukona og stend alltaf upp aftur sama hvað bjátar á. Ég er algerlega búin að njóta lífsins og ferðast eftir að ég varð ein og einhleyp. Ég er alls ekki hætt að ferðast. Mig langar rosalega mikið að fara næst til Suður Afríku og skoða fegurðina þar. Miðað við ungan aldur minn þá hef ég upplifað meira en flestir á heillri lífsleið, allt neikvætt sem ég lendi í er ég búin að breyta í reynslu og læri af því. Mottóið mitt í lífinu er „láttu drauma þína rætast og aldrei gefast upp þrátt fyrir að mistakast eða óhöpp hendi þig. Lifðu hvern dag eins og hann sé sá seinasti." Ég stefni á að fara í háskóla þegar ég er búin að dekra aðeins við mig og læra sálfræði."Kælir sig í sjónum. Jórunn nýtur lífsins þrátt fyrir erfiða reynslu fortíðar.Langar að verða módel „Svo elska ég að láta mynda mig og finnst rosalega gaman að eiga flottar myndir af mér. Módel stemmningin hér er svo allt öðruvísi en erlendis. Ég hef fengið mörg boð erlendis frá að sitja fyrir því þar má maður hafa línur og mér finnst ekki flott að vera flöt á alla kanta. Það er mest kynæsandi að vera með línur, rass og eitthvað smá meira til að elska." „Ég er rosalega á móti því að módel séu grindhoruð og það sé ímynd kvenna yfirhöfuð. Mér finnst alveg vanta á Íslandi módel með línur. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að skella mér út í tökur. Það bæði hrynja yfir mig tilboðum hérna á Facebook og svo þegar ég hef verið erlendis en ég get verið smá feimin og það hefur aðallega verið að stoppa mig. Vinkonur mínar hafa tekið allar myndir af mér sem eru til en hver veit nema maður ýti feimninni í burtu og láti bara vaða. Við lifum bara einu sinni."„What does´nt kill you Makes you stronger" hefur Jórunn látið húðflúra á sig. Hún gaf okkur leyfi til að birta þessa mynd.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira