Segir Nasista hafa litið vel út í Hugo Boss Orri Freyr Rúnarsson skrifar 10. september 2013 10:10 Russell Brand Það var mikið um dýrðir í Konunglega Óperuhúsinu í London um helgina þegar að GQ tímaritið hélt sína árlegu verðlaunahátíð. En þar verðlaunar blaðið þá einstaklinga sem hafa staðið upp úr á árinu á hinum ýmsu sviðum. Maður ársins að þessu sinni var breski grínleikarinn og uppistandarinn Russell Brand. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og ræðan sem hann hélt þegar að hann tók við viðurkenningunni er svo sannarlega til vitnis um það. Russell Brand byrjaði á því að segja að það væri heiður að deila sviði með Boris Johnson, borgarstjóra London, þar sem Johnson hafði gert grín að beitingu efnavopna í Sýrlandi í ræðu sinni fyrr um kvöldið. Þetta vildi Brand meina af væri að hinu góða þar sem að þá yrðu hans eigin ummæli ekki jafn alvarleg. Þvínæst minnti Brand gestkomandi á að aðalstyrktaraðili kvöldins, tískurisinn Hugo Boss, hefði að sjálfsögðu séð um að útvega Nasistum klæðnað í seinni heimsstyrjöldinni. „Nasistar höfðu vissulega ákveðna galla, en þeir litu sjúklega vel út” sagði Brand meðal annars. Hann var þó var hvergi nærri hættur og hélt áfram að tala um tengingu Hugo Boss við Nasista og gerði grín af því að fyrirtækið hefði trúlega haft marga viðskiptavini á þessum árum og gæti ómögulega vitað hvað þeir væru allir að brasa. Svo tók hann upp á því að leika Hitler og marserandi Nasista. Eins og gefur að skilja kostar gríðarlega fjármuni að halda svo glæsilega veislu og því eru öflugir styrktaraðilar mikilvægir. Hugo Boss er talið hafa sett 60 - 75 milljónir íslenskra króna í athöfnina og voru þeir því allt annað en sáttir með Russell Brand enda var tenging þeirra við Nasistaflokkinn eflaust ekki sú drauma umfjöllun sem þeir vildu fá fyrir tugi milljóna. Ritstjóri GQ var heldur ekki sáttur við Brand og sagði að ummæli hans hefðu verið afar móðgandi fyrir Hugo Boss. Brand var ekki lengi að svara því að aðgerðir Hugo Boss hefðu að sama skapi verið afar móðgandi fyrir gyðinga. Að því loknu var Russell Brand vinsamlegast beðin um að yfirgefa fagnaðinn. Íslendingar fá fljótlega að kynnast snilligáfu Russell Brand en hann mun troða upp í Eldborgarsalnum í Hörpu 9. og 10.desember og er miðasala í fullum gangi á harpa.is Harmageddon Mest lesið "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Er Sweet Child O' Mine stolið? Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon
Það var mikið um dýrðir í Konunglega Óperuhúsinu í London um helgina þegar að GQ tímaritið hélt sína árlegu verðlaunahátíð. En þar verðlaunar blaðið þá einstaklinga sem hafa staðið upp úr á árinu á hinum ýmsu sviðum. Maður ársins að þessu sinni var breski grínleikarinn og uppistandarinn Russell Brand. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og ræðan sem hann hélt þegar að hann tók við viðurkenningunni er svo sannarlega til vitnis um það. Russell Brand byrjaði á því að segja að það væri heiður að deila sviði með Boris Johnson, borgarstjóra London, þar sem Johnson hafði gert grín að beitingu efnavopna í Sýrlandi í ræðu sinni fyrr um kvöldið. Þetta vildi Brand meina af væri að hinu góða þar sem að þá yrðu hans eigin ummæli ekki jafn alvarleg. Þvínæst minnti Brand gestkomandi á að aðalstyrktaraðili kvöldins, tískurisinn Hugo Boss, hefði að sjálfsögðu séð um að útvega Nasistum klæðnað í seinni heimsstyrjöldinni. „Nasistar höfðu vissulega ákveðna galla, en þeir litu sjúklega vel út” sagði Brand meðal annars. Hann var þó var hvergi nærri hættur og hélt áfram að tala um tengingu Hugo Boss við Nasista og gerði grín af því að fyrirtækið hefði trúlega haft marga viðskiptavini á þessum árum og gæti ómögulega vitað hvað þeir væru allir að brasa. Svo tók hann upp á því að leika Hitler og marserandi Nasista. Eins og gefur að skilja kostar gríðarlega fjármuni að halda svo glæsilega veislu og því eru öflugir styrktaraðilar mikilvægir. Hugo Boss er talið hafa sett 60 - 75 milljónir íslenskra króna í athöfnina og voru þeir því allt annað en sáttir með Russell Brand enda var tenging þeirra við Nasistaflokkinn eflaust ekki sú drauma umfjöllun sem þeir vildu fá fyrir tugi milljóna. Ritstjóri GQ var heldur ekki sáttur við Brand og sagði að ummæli hans hefðu verið afar móðgandi fyrir Hugo Boss. Brand var ekki lengi að svara því að aðgerðir Hugo Boss hefðu að sama skapi verið afar móðgandi fyrir gyðinga. Að því loknu var Russell Brand vinsamlegast beðin um að yfirgefa fagnaðinn. Íslendingar fá fljótlega að kynnast snilligáfu Russell Brand en hann mun troða upp í Eldborgarsalnum í Hörpu 9. og 10.desember og er miðasala í fullum gangi á harpa.is
Harmageddon Mest lesið "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Guðmundi Steingríms bolað út úr sínu eigin máli Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Er Sweet Child O' Mine stolið? Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon