Kanna hvort Ísland hafi verið samstarfsaðili NSA Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2013 14:51 Ögmundur Jónasson segir ekki ótrúlegt að njósnum hafi verið beitt almennt. Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27