Black Sabbath á Íslandi um helgina Ómar Úlfur skrifar 7. nóvember 2013 12:12 Black Sabbath hafa haft gríðarleg áhrif á rokksöguna Fyrsta þungarokksveitin, Black Sabbath er um þessar mundir líklegast í sinni síðustu tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar sem ber heitið 13. Þetta er fyrsta platan sem upprunalegi söngvari sveitarinnar, Ozzy Osbourne syngur með Black Sabbath síðan 1978. Hallur Ingólfsson og Franz Gunnarsson mættu í miðdegisþáttinn Ómar á X-977 til að ræða sveitina og áhrif hennar. Viðtalið má heyra hér fyrir ofan. Að því tilefni verða haldnir tvennir heiðurstónleikar til heiðurs Black Sabbath. Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 8. nóvember á Græna Hattinum á Akureyri. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 9. nóvember á Gamla Gauknum í Reykjavík. Efniviður tónleikana er fenginn að meirihluta úr lagasarpi sveitarinnar sem að Ozzy Osbourne syngur. Um er að ræða lög sem eru orðin að klassík í heimi þungarokksins, lög sem allir sannir rokkunnendur dýrka og dá. Heiðurssveitina skipa: Söngur - Jens Ólafsson (Brain Police) Gítar – Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock) Bassi – Flosi Þorgeirsson (HAM) Trommur – Hallur Ingólfsson (XIII / Skepna) Forsala fyrir Græna Hattinn er í Eymundsson og forsala fyrir Gamla Gaukinn er á miðakaup.is. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Black Sabbath flytja smellinn Paranoid á tónleikum í París árið 1970. Harmageddon Mest lesið Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon
Fyrsta þungarokksveitin, Black Sabbath er um þessar mundir líklegast í sinni síðustu tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar sem ber heitið 13. Þetta er fyrsta platan sem upprunalegi söngvari sveitarinnar, Ozzy Osbourne syngur með Black Sabbath síðan 1978. Hallur Ingólfsson og Franz Gunnarsson mættu í miðdegisþáttinn Ómar á X-977 til að ræða sveitina og áhrif hennar. Viðtalið má heyra hér fyrir ofan. Að því tilefni verða haldnir tvennir heiðurstónleikar til heiðurs Black Sabbath. Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 8. nóvember á Græna Hattinum á Akureyri. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 9. nóvember á Gamla Gauknum í Reykjavík. Efniviður tónleikana er fenginn að meirihluta úr lagasarpi sveitarinnar sem að Ozzy Osbourne syngur. Um er að ræða lög sem eru orðin að klassík í heimi þungarokksins, lög sem allir sannir rokkunnendur dýrka og dá. Heiðurssveitina skipa: Söngur - Jens Ólafsson (Brain Police) Gítar – Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock) Bassi – Flosi Þorgeirsson (HAM) Trommur – Hallur Ingólfsson (XIII / Skepna) Forsala fyrir Græna Hattinn er í Eymundsson og forsala fyrir Gamla Gaukinn er á miðakaup.is. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Black Sabbath flytja smellinn Paranoid á tónleikum í París árið 1970.
Harmageddon Mest lesið Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon