Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Samkvæmt alþjóðalögreglunni Interpol sást síðast til Friðriks í Paragvæ. samsett mynd/getty Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. Lögreglan hér á landi lýsti eftir Friðriki í apríl og greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því í sama mánuði að lögreglu hefðu borist upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani erlendis, en eftirgrennslan lögreglu hafi þó ekki leitt neitt slíkt í ljós. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti síðan eftir Friðriki í ágúst og sagði að síðast hafi sést til hans í Paragvæ. Vilborg segir í samtali við paragvæsku fréttastofuna að fjölskylda Friðriks sé undir miklu álagi vegna hvarfsins. Hún segist jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hann hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt frá flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Hún biður almenning að hafa augun opin og hafa samband við lögreglu ef einhver hefur upplýsingar um afdrif Friðriks. Þá segir hún að á næstu vikum verði nánar lýst eftir honum í stórum fjölmiðlum og víðar. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12. apríl 2013 18:30 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Íslendings leitað í Paragvæ Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. 10. apríl 2013 20:25 Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina. 11. apríl 2013 16:31 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. Lögreglan hér á landi lýsti eftir Friðriki í apríl og greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því í sama mánuði að lögreglu hefðu borist upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani erlendis, en eftirgrennslan lögreglu hafi þó ekki leitt neitt slíkt í ljós. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti síðan eftir Friðriki í ágúst og sagði að síðast hafi sést til hans í Paragvæ. Vilborg segir í samtali við paragvæsku fréttastofuna að fjölskylda Friðriks sé undir miklu álagi vegna hvarfsins. Hún segist jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hann hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt frá flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Hún biður almenning að hafa augun opin og hafa samband við lögreglu ef einhver hefur upplýsingar um afdrif Friðriks. Þá segir hún að á næstu vikum verði nánar lýst eftir honum í stórum fjölmiðlum og víðar.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12. apríl 2013 18:30 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Íslendings leitað í Paragvæ Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. 10. apríl 2013 20:25 Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina. 11. apríl 2013 16:31 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12. apríl 2013 18:30
Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58
Íslendings leitað í Paragvæ Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. 10. apríl 2013 20:25
Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina. 11. apríl 2013 16:31
Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00
Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04