Samningar og sérlausnir Andrés Pétursson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar