Allt upp á einn söfnunardisk Brynhildur Björnsdóttir skrifar 5. janúar 2013 08:00 Í amerískum bíómyndum má stundum sjá skörðóttar skálar ganga í sunnudagsmessum milli safnaðargesta sem láta fé af höndum rakna í diskinn sem síðan fer til kirkjustarfsins, til viðhalds kirkjubyggingum eða til líknarstarfs. Slíkir söfnunardiskar í kirkjum eru mikil þarfaþing í samfélögum þar sem kirkjur og söfnuðir eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en eru ekki hluti af ríkisrekstri. Mikið hefur verið rætt undanfarið um þá ætlun Þjóðkirkjunnar að standa fyrir fjársöfnun til að bæta úr brýnni neyð Landspítalans fyrir nýjan tækjakost. Þetta er fallega hugsað af forsvarsmönnum stofnunar sem þekkir erfiða fjárhagsstöðu af eigin raun og mættu fleiri ríkisstofnanir taka sér hana til fyrirmyndar í þessum efnum. Þannig gæti Landsdómur tekið á móti áheitum til bókakaupa fyrir skólabókasöfnin, Þjóðminjasafnið gæti staðið fyrir söfnunni „Holað innan tré" fyrir viðhaldskostnaði staðalbúnaðar Sinfó og í Hörpunni gætu verið baukar undir frjáls framlög fyrir gleðipillur handa Mannanafnanefnd. Svo gætu stjórnmálaflokkar hafið mikla fjársöfnun á bensínstöðvum fyrir heimilin í landinu. Það virkar traustvekjandi að fá stóra aðila með vítt skipulagsnet til að standa fyrir söfnunum meðal almennings og þeir sem hafa eitthvað aflögu í vasanum taka eflaust vel við sér. Söfnunardiskar í þjóðkirkjum landsins fyllast vafalaust fljótt. En er Þjóðkirkjan réttur vettvangur fyrir slíka söfnun? Passar það að stofnun sem rekin er fyrir skattfé almennings biðji þennan sama almenning um fé til handa annarri ríkisstofnun? Ef stofnun sem er rekin fyrir ríkisfé vill leggja annarri stofnun sem rekin er fyrir ríkisfé lið, væri þá ekki nærtækara að færa bara milli reikninga? Það hlýtur að vera einhver fídus í bókhaldskerfi ríkisins fyrir svoleiðis. Væru skattgreiðendur, sem með sköttum sínum standa undir rekstri bæði Þjóðkirkjunnar og Landspítalans, spurðir í hvað aukafjárveitingar úr ríkissjóði ættu að fara myndu þeir vafalaust flestir velja ný tæki á Landspítalann enda vitað að þar er þörfin brýn. Einhverjir þeirra myndu styrkja kirkjuna sína, aðrir ekki, enda líta ekki allir á Þjóðkirkjuna sem sína kirkju. Og sumum fyndist kannski nær að auka föst framlög til Landspítalans en hafa aukafjárveitingar til Þjóðkirkjunnar upp á það sem safnast á söfnunardiska í sunnudagsmessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Í amerískum bíómyndum má stundum sjá skörðóttar skálar ganga í sunnudagsmessum milli safnaðargesta sem láta fé af höndum rakna í diskinn sem síðan fer til kirkjustarfsins, til viðhalds kirkjubyggingum eða til líknarstarfs. Slíkir söfnunardiskar í kirkjum eru mikil þarfaþing í samfélögum þar sem kirkjur og söfnuðir eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en eru ekki hluti af ríkisrekstri. Mikið hefur verið rætt undanfarið um þá ætlun Þjóðkirkjunnar að standa fyrir fjársöfnun til að bæta úr brýnni neyð Landspítalans fyrir nýjan tækjakost. Þetta er fallega hugsað af forsvarsmönnum stofnunar sem þekkir erfiða fjárhagsstöðu af eigin raun og mættu fleiri ríkisstofnanir taka sér hana til fyrirmyndar í þessum efnum. Þannig gæti Landsdómur tekið á móti áheitum til bókakaupa fyrir skólabókasöfnin, Þjóðminjasafnið gæti staðið fyrir söfnunni „Holað innan tré" fyrir viðhaldskostnaði staðalbúnaðar Sinfó og í Hörpunni gætu verið baukar undir frjáls framlög fyrir gleðipillur handa Mannanafnanefnd. Svo gætu stjórnmálaflokkar hafið mikla fjársöfnun á bensínstöðvum fyrir heimilin í landinu. Það virkar traustvekjandi að fá stóra aðila með vítt skipulagsnet til að standa fyrir söfnunum meðal almennings og þeir sem hafa eitthvað aflögu í vasanum taka eflaust vel við sér. Söfnunardiskar í þjóðkirkjum landsins fyllast vafalaust fljótt. En er Þjóðkirkjan réttur vettvangur fyrir slíka söfnun? Passar það að stofnun sem rekin er fyrir skattfé almennings biðji þennan sama almenning um fé til handa annarri ríkisstofnun? Ef stofnun sem er rekin fyrir ríkisfé vill leggja annarri stofnun sem rekin er fyrir ríkisfé lið, væri þá ekki nærtækara að færa bara milli reikninga? Það hlýtur að vera einhver fídus í bókhaldskerfi ríkisins fyrir svoleiðis. Væru skattgreiðendur, sem með sköttum sínum standa undir rekstri bæði Þjóðkirkjunnar og Landspítalans, spurðir í hvað aukafjárveitingar úr ríkissjóði ættu að fara myndu þeir vafalaust flestir velja ný tæki á Landspítalann enda vitað að þar er þörfin brýn. Einhverjir þeirra myndu styrkja kirkjuna sína, aðrir ekki, enda líta ekki allir á Þjóðkirkjuna sem sína kirkju. Og sumum fyndist kannski nær að auka föst framlög til Landspítalans en hafa aukafjárveitingar til Þjóðkirkjunnar upp á það sem safnast á söfnunardiska í sunnudagsmessu?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun