Fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar