Hefnd Kenanna Friðrika Benónýs skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þegar ég var lítil stelpa, fyrir langa langa löngu, áttu allar stelpur Barbie. Og til þess að hún yrði nú ekki einmana þurfti maður líka að eiga kærastann hennar, hann Ken. Barbie var samt alltaf aðal. Ken var bara viðhengi, nauðsynlegur til að sinna vissu félagslegu hlutverki en annars óttalega lítils virði í leiknum. Frá því sjónarhorni séð má segja að Barbie hafi verið frumkvöðull í kvennabaráttunni þótt eflaust séu ekki allar konur sammála því, eins úthrópuð og hún hefur verið fyrir rangar áherslur í femínismanum. Ken var í upphafi óttalegur spýtukall, stirður og ósveigjanlegur með höfuð sem aðeins var hægt að snúa annaðhvort til hægri eða vinstri. Árið 1977 kom hins vegar ný og uppfærð útgáfa af honum með handleggi og fótleggi sem hægt var að beygja og hálsliði sem gerðu það að verkum að hann gat meira að segja kinkað kolli. Hárgreiðslan var enn jafn fullkomin og vatnsgreidd með skiptingu í hliðinni og mjúkum bylgjum. Enn sem fyrr var hann þó aðeins fylgihnöttur og fullkomlega óþekkt að einhver stelpa vildi eignast Ken ef hún átti ekki Barbie. Ken átti enga tilveru á eigin forsendum. Hann var aldrei aðal. Öllum þessum árum síðar virðist Ken hafa náð vopnum sínum ef marka má íslenska pólitík. Hver Keninn af öðrum velst til forystu í íslenskum stjórnmálaflokkum og Barbie er alfarið sett út í kuldann. Módelið er enn hið sama; myndarlegur karakterlaus maður á besta aldri, óþekkjanlegur frá öllum hinum Kenunum. Hárgreiðslan jafn fullkomin og brosið jafn stíft hvort sem hann heitir Bjarni, Sigmundur, Guðmundur eða Árni, og þótt áherslumunur sé í málflutningi þeirra syngja þeir í raun allir sama sönginn. Sönginn um eigið ágæti og réttinn til þess að stjórna þrátt fyrir óhreint mjöl í pokahornum fortíðarinnar. Skella skollaeyrum við kvaki Barbieanna í flokkunum sem þykir að sér vegið í kynjastríðinu. Þær eiga ekki lengur heima á sviðinu og hver af annarri leggja þær árar í bát og hverfa úr pólitík. Þær sem eftir eru verða að láta sér nægja að verða varaformenn, viðhengi Kens sem baðar sig í sviðsljósinu, reigir sig og galar eins og hver annar hani. Enda full ástæða fyrir hann að fagna. Leikurinn hefur nefnilega tekið alveg nýja stefnu sem hörðustu Barbie-aðdáendur hefðu aldrei getað séð fyrir: Ken er orðinn aðal og hann hættir því ekki svo glatt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Friðrika Benónýsdóttir Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun
Þegar ég var lítil stelpa, fyrir langa langa löngu, áttu allar stelpur Barbie. Og til þess að hún yrði nú ekki einmana þurfti maður líka að eiga kærastann hennar, hann Ken. Barbie var samt alltaf aðal. Ken var bara viðhengi, nauðsynlegur til að sinna vissu félagslegu hlutverki en annars óttalega lítils virði í leiknum. Frá því sjónarhorni séð má segja að Barbie hafi verið frumkvöðull í kvennabaráttunni þótt eflaust séu ekki allar konur sammála því, eins úthrópuð og hún hefur verið fyrir rangar áherslur í femínismanum. Ken var í upphafi óttalegur spýtukall, stirður og ósveigjanlegur með höfuð sem aðeins var hægt að snúa annaðhvort til hægri eða vinstri. Árið 1977 kom hins vegar ný og uppfærð útgáfa af honum með handleggi og fótleggi sem hægt var að beygja og hálsliði sem gerðu það að verkum að hann gat meira að segja kinkað kolli. Hárgreiðslan var enn jafn fullkomin og vatnsgreidd með skiptingu í hliðinni og mjúkum bylgjum. Enn sem fyrr var hann þó aðeins fylgihnöttur og fullkomlega óþekkt að einhver stelpa vildi eignast Ken ef hún átti ekki Barbie. Ken átti enga tilveru á eigin forsendum. Hann var aldrei aðal. Öllum þessum árum síðar virðist Ken hafa náð vopnum sínum ef marka má íslenska pólitík. Hver Keninn af öðrum velst til forystu í íslenskum stjórnmálaflokkum og Barbie er alfarið sett út í kuldann. Módelið er enn hið sama; myndarlegur karakterlaus maður á besta aldri, óþekkjanlegur frá öllum hinum Kenunum. Hárgreiðslan jafn fullkomin og brosið jafn stíft hvort sem hann heitir Bjarni, Sigmundur, Guðmundur eða Árni, og þótt áherslumunur sé í málflutningi þeirra syngja þeir í raun allir sama sönginn. Sönginn um eigið ágæti og réttinn til þess að stjórna þrátt fyrir óhreint mjöl í pokahornum fortíðarinnar. Skella skollaeyrum við kvaki Barbieanna í flokkunum sem þykir að sér vegið í kynjastríðinu. Þær eiga ekki lengur heima á sviðinu og hver af annarri leggja þær árar í bát og hverfa úr pólitík. Þær sem eftir eru verða að láta sér nægja að verða varaformenn, viðhengi Kens sem baðar sig í sviðsljósinu, reigir sig og galar eins og hver annar hani. Enda full ástæða fyrir hann að fagna. Leikurinn hefur nefnilega tekið alveg nýja stefnu sem hörðustu Barbie-aðdáendur hefðu aldrei getað séð fyrir: Ken er orðinn aðal og hann hættir því ekki svo glatt.