Útvarpsvænni Sin Fang Trausti Júlíusson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Tónlist. Sin Fang. Flowers. Morr Music. Flowers er þriðja plata Sin Fang í fullri lengd en að auki hafa komið út nokkrar stuttskífur, m.a. EP-platan Half Dreams sem kom út í fyrra. Sin Fang er sólóverkefni Sindra úr Seabear. Hann samdi sjálfur lög og texta á nýju plötunni en fékk Alex Somers til að stjórna upptökum. Alex hefur sem kunnugt er tekið upp efni með Jónsa, Sigur Rós og Pascal Pinon. Sindri er mikill hljóðverssnillingur. Á fyrri Sin Fang plötunum skapaði hann magnaðan hljóðheim með þéttofnum og hugmyndaríkum útsetningum. Hann heldur uppteknum hætti á nýju plötunni. Mörg þau einkenni sem Sindri þróaði á fyrri plötunum eru enn til staðar, t.d. flottar raddútsetningar, skemmtilegar taktpælingar og litríkar hljóðmyndir. Samt er nýja platan töluvert frábrugðin þeim fyrri. Á Flowers eru lagasmíðarnar sjálfar sterkari. Lögin eru melódískari og meira grípandi. Það háði fyrri plötunum svolítið, sérstaklega Summer Echoes, að lagasmíðarnar voru ekki nógu markvissar. Það eru mörg frábær lög á Flowers. Upphafslagið, Young Boys, er t.d. smellur sem ætti að svínvirka bæði í útvarpi og á tónleikum. Sunbeam er annað grípandi lag og See Ribs er ekta indírokksmellur með flottum "syngja-með"- kafla. Lögin hafa hvert og eitt sín einkenni. Lokalagið Weird Heart skiptir til dæmis um takt eftir fyrstu einu og hálfu mínútuna. Lagið Feel See er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í því er útsetningin einstaklega frjó, full af óvæntum smáatriðum. Það er erfitt að gera sér alveg grein fyrir áhrifum Alex Somers á plötunni, en mér finnst lagið Catcher t.d. hafa einkenni sem eigna má honum. Það er eitthvað við það sem minnir á Jónsa-plötuna. Það verður að segja það Alex til hróss að þær plötur sem hann hefur komið að undanfarið eru allar góðar. Á heildina litið er Flowers frábær plata. Að mínu mati besta plata Sin Fang til þessa. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Sin Fang. Flowers. Morr Music. Flowers er þriðja plata Sin Fang í fullri lengd en að auki hafa komið út nokkrar stuttskífur, m.a. EP-platan Half Dreams sem kom út í fyrra. Sin Fang er sólóverkefni Sindra úr Seabear. Hann samdi sjálfur lög og texta á nýju plötunni en fékk Alex Somers til að stjórna upptökum. Alex hefur sem kunnugt er tekið upp efni með Jónsa, Sigur Rós og Pascal Pinon. Sindri er mikill hljóðverssnillingur. Á fyrri Sin Fang plötunum skapaði hann magnaðan hljóðheim með þéttofnum og hugmyndaríkum útsetningum. Hann heldur uppteknum hætti á nýju plötunni. Mörg þau einkenni sem Sindri þróaði á fyrri plötunum eru enn til staðar, t.d. flottar raddútsetningar, skemmtilegar taktpælingar og litríkar hljóðmyndir. Samt er nýja platan töluvert frábrugðin þeim fyrri. Á Flowers eru lagasmíðarnar sjálfar sterkari. Lögin eru melódískari og meira grípandi. Það háði fyrri plötunum svolítið, sérstaklega Summer Echoes, að lagasmíðarnar voru ekki nógu markvissar. Það eru mörg frábær lög á Flowers. Upphafslagið, Young Boys, er t.d. smellur sem ætti að svínvirka bæði í útvarpi og á tónleikum. Sunbeam er annað grípandi lag og See Ribs er ekta indírokksmellur með flottum "syngja-með"- kafla. Lögin hafa hvert og eitt sín einkenni. Lokalagið Weird Heart skiptir til dæmis um takt eftir fyrstu einu og hálfu mínútuna. Lagið Feel See er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í því er útsetningin einstaklega frjó, full af óvæntum smáatriðum. Það er erfitt að gera sér alveg grein fyrir áhrifum Alex Somers á plötunni, en mér finnst lagið Catcher t.d. hafa einkenni sem eigna má honum. Það er eitthvað við það sem minnir á Jónsa-plötuna. Það verður að segja það Alex til hróss að þær plötur sem hann hefur komið að undanfarið eru allar góðar. Á heildina litið er Flowers frábær plata. Að mínu mati besta plata Sin Fang til þessa.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira