Opin gögn og upplýst þjóð Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun