Júlían: Langaði að prófa þessa þyngd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Júlían er núverandi heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Valli Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira