Raddir vorsins þagna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. mars 2013 06:00 Frétt síðustu viku var engin frétt. Og kannski var fréttin einmitt sú – að þetta þætti frétt: Lagarfljót er að deyja. Heilt lífríki, einkennileg blanda af fljóti og vatni, með sínum sérkennilegu litbrigðum; einstök náttúrusmíði sem vitnaði um sérstakt vatnafar í sérstæðu landi.Að skapa sér nafn í heiminum Dæmið um Aral-vatn í Rússlandi og dauða þess af manna völdum er alræmt víða um jörð, og hefur orðið táknmynd um skammsýni gráðugra manna í umgengni við náttúruna. En Rússarnir vissu varla hvað myndi hljótast af þeirra brölti: það vissu aftur á móti Íslendingar mætavel þegar þeir hófust handa. Íslenskir ráðamenn ákváðu að fórna Lagarfljóti og lífríki þess fyrir hagvöxt og atvinnuuppbyggingu sem ekki síst hefur byggst á innfluttu vinnuafli sem starfar á nokkurra vikna vöktum og fer svo heim til sín, líkt og gert er á olíuborpöllum – og skal í sjálfu sér ekki lastað, nema slíkir verkamenn eru hér til að vinna og sofa en lifa lífi sínu annars staðar. Íslendingar þrá það jafnan að skapa sér nafn erlendis. Kannski að okkur takist að slá út Rússa í mengunarfrægð. Það lá strax fyrir að Lagarfljót myndi deyja yrði ráðist í Kárahnjúkavirkjun en vegna örrar bráðnunar í Vatnajökli gerist það hraðar en gert var ráð fyrir. Náttúrufræðingar höfðu bent á að það myndi gerast við hina stórfelldu vatnaflutninga, og sú var ein meginástæða þess að Skipulagsstofnun lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun, en þeim úrskurði var snúið við með lagaklækjum ríkisstjórnarinnar. Umfram allt: ekki skyldi hlustað á náttúrufræðinga, þá örmu stétt. Með gamalkunnu samblandi af hótunum, gýligjöfum og loforðum tókst að koma þeirri hugmynd inn hjá fólki þar eystra að þetta yrði kannski ekki svo slæmt: það myndu koma „mótvægisaðgerðir" og vega upp á móti eðlisbreytingu Lagarfljótsins við að sturta í það heilli jökulsá. Og hverjar eru mótvægisaðgerðirnar? Tuttugu tómar blokkir á Egilsstöðum. Með myglusveppi.Náttúruvernd er mannvernd„Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir." Þetta er haft eftir Gunnari Jónssyni, formanni bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í Fréttablaðinu þann 12. mars, þar sem hann tjáir sig um ástandið á vatninu og fund heimamanna með Landsvirkjun þar sem virðist hafa runnið upp fyrir mönnum ljós. Þessi orð Gunnars eru eins og minningargrein um Lagarfljót. Lómurinn þagnar. Og mennirnir missa einn strenginn sem tengir þá við jörðina og hjálpar þeim að átta sig í tilverunni. Samspilið riðlast. Maðurinn verður ringlaður og vansæll þegar hringrás tilverunnar er stífluð. Náttúruvernd er líka mannvernd – líka barátta fyrir því að maðurinn geti lifað góðu og gjöfulu lífi af landinu, fundið slátt þess í sjálfum sér. Einn eftirlætissöngur Héraðsbúa er Hríslan og lækurinn, ljóðið hans Páls Ólafssonar sem Ingi T. setti fallegt lag við. Við syngjum þetta glöð og klökk á mannamótum og hugsum um ástina og tregann en kannski líður okkur svona vel þegar við syngjum lagið vegna þess að það fjallar um jafnvægi: lækur rennur og hrísla dafnar og það er gott. „Gott áttu hrísla á grænum bala / glöðum að hlýða lækjarnið / þið megið saman aldur ala / unnast og sjást og talast við." Ljóðið fjallar um það hversu gott er að vera í sínu samhengi. Það fjallar um það hversu gott er að vera í friði við umhverfi sitt, næra það og leyfa því að næra sig – leyfa því að streyma með sínum lögmálum þar sem eitthvað fæðist, dafnar, visnar og deyr til þess að annað fæðist, dafni, visni og deyi á meðan fuglar syngja og þegja á víxl eftir sínum lögmálum. Íslenskir ráðamenn drápu Lagarfljót. Þeir drápu það alveg. Þar deyr eitthvað en ekkert lifnar í staðinn. Það þurfti að efla hagvöxt í landinu með því að spilla vatni – og það tókst: Hagvöxturinn efldist aldeilis. Hann efldist svo mjög raunar að efnahagskerfið hrundi. Og nú, þegar vinstri menn hafa náð tökum á efnahag þjóðarinnar aftur og geta farið að einbeita sér að því sem þeim þykir skemmtilegast, að rífast og stofna nýja og sífellt réttsýnni og hressari flokka, þá er búið í haginn fyrir þá sem ætla að virkja í neðri hluta Þjórsár. Hún er næst, og okkur er sagt að enginn skaði muni hljótast, mótvægisaðgerðirnar sjái til þess. Síðan snúa þeir sér að Mývatni. Það þarf nefnilega að efla hagvöxt í landinu. Ferðamenn hafa komið hingað í síauknum mæli til að dást að ósnortnum víðáttum, hreinu vatni sem drekka má úr glöðum læk, máttugum fossum og gjöfulum ám. Þegar slíkir ferðamenn frétta af því að Íslendingar drepi vötn til að efla sér hagvöxt er hætt við að þeir missi áhugann á að fara til fundar við slíka þjóð. Þá koma bara hingað farandverkamenn til að vinna á daginn og sofa um nætur og lifa lífi sínu annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Frétt síðustu viku var engin frétt. Og kannski var fréttin einmitt sú – að þetta þætti frétt: Lagarfljót er að deyja. Heilt lífríki, einkennileg blanda af fljóti og vatni, með sínum sérkennilegu litbrigðum; einstök náttúrusmíði sem vitnaði um sérstakt vatnafar í sérstæðu landi.Að skapa sér nafn í heiminum Dæmið um Aral-vatn í Rússlandi og dauða þess af manna völdum er alræmt víða um jörð, og hefur orðið táknmynd um skammsýni gráðugra manna í umgengni við náttúruna. En Rússarnir vissu varla hvað myndi hljótast af þeirra brölti: það vissu aftur á móti Íslendingar mætavel þegar þeir hófust handa. Íslenskir ráðamenn ákváðu að fórna Lagarfljóti og lífríki þess fyrir hagvöxt og atvinnuuppbyggingu sem ekki síst hefur byggst á innfluttu vinnuafli sem starfar á nokkurra vikna vöktum og fer svo heim til sín, líkt og gert er á olíuborpöllum – og skal í sjálfu sér ekki lastað, nema slíkir verkamenn eru hér til að vinna og sofa en lifa lífi sínu annars staðar. Íslendingar þrá það jafnan að skapa sér nafn erlendis. Kannski að okkur takist að slá út Rússa í mengunarfrægð. Það lá strax fyrir að Lagarfljót myndi deyja yrði ráðist í Kárahnjúkavirkjun en vegna örrar bráðnunar í Vatnajökli gerist það hraðar en gert var ráð fyrir. Náttúrufræðingar höfðu bent á að það myndi gerast við hina stórfelldu vatnaflutninga, og sú var ein meginástæða þess að Skipulagsstofnun lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun, en þeim úrskurði var snúið við með lagaklækjum ríkisstjórnarinnar. Umfram allt: ekki skyldi hlustað á náttúrufræðinga, þá örmu stétt. Með gamalkunnu samblandi af hótunum, gýligjöfum og loforðum tókst að koma þeirri hugmynd inn hjá fólki þar eystra að þetta yrði kannski ekki svo slæmt: það myndu koma „mótvægisaðgerðir" og vega upp á móti eðlisbreytingu Lagarfljótsins við að sturta í það heilli jökulsá. Og hverjar eru mótvægisaðgerðirnar? Tuttugu tómar blokkir á Egilsstöðum. Með myglusveppi.Náttúruvernd er mannvernd„Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir." Þetta er haft eftir Gunnari Jónssyni, formanni bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í Fréttablaðinu þann 12. mars, þar sem hann tjáir sig um ástandið á vatninu og fund heimamanna með Landsvirkjun þar sem virðist hafa runnið upp fyrir mönnum ljós. Þessi orð Gunnars eru eins og minningargrein um Lagarfljót. Lómurinn þagnar. Og mennirnir missa einn strenginn sem tengir þá við jörðina og hjálpar þeim að átta sig í tilverunni. Samspilið riðlast. Maðurinn verður ringlaður og vansæll þegar hringrás tilverunnar er stífluð. Náttúruvernd er líka mannvernd – líka barátta fyrir því að maðurinn geti lifað góðu og gjöfulu lífi af landinu, fundið slátt þess í sjálfum sér. Einn eftirlætissöngur Héraðsbúa er Hríslan og lækurinn, ljóðið hans Páls Ólafssonar sem Ingi T. setti fallegt lag við. Við syngjum þetta glöð og klökk á mannamótum og hugsum um ástina og tregann en kannski líður okkur svona vel þegar við syngjum lagið vegna þess að það fjallar um jafnvægi: lækur rennur og hrísla dafnar og það er gott. „Gott áttu hrísla á grænum bala / glöðum að hlýða lækjarnið / þið megið saman aldur ala / unnast og sjást og talast við." Ljóðið fjallar um það hversu gott er að vera í sínu samhengi. Það fjallar um það hversu gott er að vera í friði við umhverfi sitt, næra það og leyfa því að næra sig – leyfa því að streyma með sínum lögmálum þar sem eitthvað fæðist, dafnar, visnar og deyr til þess að annað fæðist, dafni, visni og deyi á meðan fuglar syngja og þegja á víxl eftir sínum lögmálum. Íslenskir ráðamenn drápu Lagarfljót. Þeir drápu það alveg. Þar deyr eitthvað en ekkert lifnar í staðinn. Það þurfti að efla hagvöxt í landinu með því að spilla vatni – og það tókst: Hagvöxturinn efldist aldeilis. Hann efldist svo mjög raunar að efnahagskerfið hrundi. Og nú, þegar vinstri menn hafa náð tökum á efnahag þjóðarinnar aftur og geta farið að einbeita sér að því sem þeim þykir skemmtilegast, að rífast og stofna nýja og sífellt réttsýnni og hressari flokka, þá er búið í haginn fyrir þá sem ætla að virkja í neðri hluta Þjórsár. Hún er næst, og okkur er sagt að enginn skaði muni hljótast, mótvægisaðgerðirnar sjái til þess. Síðan snúa þeir sér að Mývatni. Það þarf nefnilega að efla hagvöxt í landinu. Ferðamenn hafa komið hingað í síauknum mæli til að dást að ósnortnum víðáttum, hreinu vatni sem drekka má úr glöðum læk, máttugum fossum og gjöfulum ám. Þegar slíkir ferðamenn frétta af því að Íslendingar drepi vötn til að efla sér hagvöxt er hætt við að þeir missi áhugann á að fara til fundar við slíka þjóð. Þá koma bara hingað farandverkamenn til að vinna á daginn og sofa um nætur og lifa lífi sínu annars staðar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun