Sjóræningjar stela stjórnarskránni Mikael Torfason skrifar 19. mars 2013 06:00 Ungir kjósendur sem kjósa í fyrsta sinn eru nærri 20 þúsund. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 kemur fram að ef unga fólkið fengi að ráða næði flokkur pírata fimm frambjóðendum á þing. Þegar heildarfjöldi kjósenda er skoðaður á enginn frambjóðandi Pírata möguleika á þingsæti. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og sjaldgæft að svo mikið beri á milli yngri kjósenda og þeirra eldri. Þetta sama unga fólk setur flest skuldavandann í fyrsta sæti í þessari sömu könnun samkvæmt frétt í blaðinu í dag. Eldri kjósendur, eða heildarfjöldinn, eru sammála því eins og kemur fram í fyrrnefndri frétt sem er á síðu 4 í blaðinu í dag. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þar sem skuldir okkar hafa margfaldast og eru nú meira en tvö hundruð prósent af ráðstöfunartekjum okkar. Umhverfismál, eða verndun umhverfisins, er næstum jafn mikilvægt mál og skuldavandinn í augum ungra kjósenda. Reyndar eru þeir eldri sammála og það verður að teljast merkilegt í ljósi þess að þegar á kjörstað er komið kjósum við Íslendingar ekki endilega með umhverfinu. Kannski er þetta skoðun sem viljum flagga en erum ekki tilbúin beinlínis í að vernda umhverfið með buddunni og látum það sjaldnast njóta vafans. Verðtryggingin er okkur öllum ofarlega í huga og lenti í þriðja sæti hjá unga fólkinu af málefnum sem borin voru undir það. Allir flokkar vilja afnema verðtrygginguna þótt Samfylkingin boði það í tengslum við upptöku á nýjum gjaldmiðli. Einhvern tíma hefði þetta talist með öllu óraunsætt kosningaloforð en í dag er almenningur kominn með nóg. Nú viljum við vexti eins og fólk í útlöndum. Sama hvað það kostar. Helmingur ungra kjósenda telur að það skipti mjög miklu máli að klára viðræður við Evrópusambandið. Unga fólkið er spenntara fyrir þessu en allir kjósendur samtals samkvæmt könnuninni. Það var lagt af stað í þessa vegferð en lítinn áhuga er að finna utan Samfylkingar á að klára viðræðurnar. Þess vegna skorar þetta mál ekki eins hátt og önnur meðal ungs fólks. Það telur umhverfismál og skuldamál brýnni. Stjórnarskráin rekur lestina hjá ungu fólki af þeim málefnum sem spurt var um í könnuninni. Stjórnarskráin skorar ívið hærra hjá öllum kjósendum í heild. Á þingi er lítil samstaða um málið og allt í einu fengum við öll leið á nýrri stjórnarskrá. Vissulega eru vikulegir útifundir og ákveðinn hópur í samfélaginu sem er mjög heitur. Stjórnarskráin er aðalmál Lýðræðisvaktarinnar, nýs framboðs sem mælist varla í könnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mikael Torfason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Ungir kjósendur sem kjósa í fyrsta sinn eru nærri 20 þúsund. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 kemur fram að ef unga fólkið fengi að ráða næði flokkur pírata fimm frambjóðendum á þing. Þegar heildarfjöldi kjósenda er skoðaður á enginn frambjóðandi Pírata möguleika á þingsæti. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og sjaldgæft að svo mikið beri á milli yngri kjósenda og þeirra eldri. Þetta sama unga fólk setur flest skuldavandann í fyrsta sæti í þessari sömu könnun samkvæmt frétt í blaðinu í dag. Eldri kjósendur, eða heildarfjöldinn, eru sammála því eins og kemur fram í fyrrnefndri frétt sem er á síðu 4 í blaðinu í dag. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þar sem skuldir okkar hafa margfaldast og eru nú meira en tvö hundruð prósent af ráðstöfunartekjum okkar. Umhverfismál, eða verndun umhverfisins, er næstum jafn mikilvægt mál og skuldavandinn í augum ungra kjósenda. Reyndar eru þeir eldri sammála og það verður að teljast merkilegt í ljósi þess að þegar á kjörstað er komið kjósum við Íslendingar ekki endilega með umhverfinu. Kannski er þetta skoðun sem viljum flagga en erum ekki tilbúin beinlínis í að vernda umhverfið með buddunni og látum það sjaldnast njóta vafans. Verðtryggingin er okkur öllum ofarlega í huga og lenti í þriðja sæti hjá unga fólkinu af málefnum sem borin voru undir það. Allir flokkar vilja afnema verðtrygginguna þótt Samfylkingin boði það í tengslum við upptöku á nýjum gjaldmiðli. Einhvern tíma hefði þetta talist með öllu óraunsætt kosningaloforð en í dag er almenningur kominn með nóg. Nú viljum við vexti eins og fólk í útlöndum. Sama hvað það kostar. Helmingur ungra kjósenda telur að það skipti mjög miklu máli að klára viðræður við Evrópusambandið. Unga fólkið er spenntara fyrir þessu en allir kjósendur samtals samkvæmt könnuninni. Það var lagt af stað í þessa vegferð en lítinn áhuga er að finna utan Samfylkingar á að klára viðræðurnar. Þess vegna skorar þetta mál ekki eins hátt og önnur meðal ungs fólks. Það telur umhverfismál og skuldamál brýnni. Stjórnarskráin rekur lestina hjá ungu fólki af þeim málefnum sem spurt var um í könnuninni. Stjórnarskráin skorar ívið hærra hjá öllum kjósendum í heild. Á þingi er lítil samstaða um málið og allt í einu fengum við öll leið á nýrri stjórnarskrá. Vissulega eru vikulegir útifundir og ákveðinn hópur í samfélaginu sem er mjög heitur. Stjórnarskráin er aðalmál Lýðræðisvaktarinnar, nýs framboðs sem mælist varla í könnunum.