Misrétti er dýrkeypt: Jafnrétti er efnahagsleg velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 25. mars 2013 15:45 Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna. Ástæða þess að þetta ár er nefnt er að þá hófst hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, merkilegt verkefni. Það fólst í því að rannsaka ólík áhrif útdeilingar sameiginlegra fjármuna á kynin. Markmiðið var að sameina þekkingu á kynjamisrétti og fjármálum hins opinbera í því skyni að skapa ný og betri skilyrði. Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla. Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.Nýjar aðferðir Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana. Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið. Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.Árangursríkt tæki Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna. Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann. Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna. Ástæða þess að þetta ár er nefnt er að þá hófst hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, merkilegt verkefni. Það fólst í því að rannsaka ólík áhrif útdeilingar sameiginlegra fjármuna á kynin. Markmiðið var að sameina þekkingu á kynjamisrétti og fjármálum hins opinbera í því skyni að skapa ný og betri skilyrði. Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla. Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.Nýjar aðferðir Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana. Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið. Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.Árangursríkt tæki Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna. Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann. Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun