Að fórna vatni Stefán Jón Hafstein skrifar 25. mars 2013 00:01 Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta „umhverfishryðjuverkafólkið?" á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.Nú eru fleiri mál á dagskrá Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi: 1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni. 2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar. 3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt. 4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum? 5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.Borgaraleg óhlýðni Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta „umhverfishryðjuverkafólkið?" á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.Nú eru fleiri mál á dagskrá Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi: 1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni. 2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar. 3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt. 4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum? 5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.Borgaraleg óhlýðni Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun