Svanasöngur Teits Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 07:30 Teiti hefur liðið vel í Garðabænum og hann ætlar að njóta síðasta ársins hjá félaginu. fréttablaðið/daníel Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00
Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00