Umburðarlyndi Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 2. maí 2013 13:00 Umburðarlyndi er einn af mínum helstu kostum. Ég er umburðarlyndur maður og ég geri umburðarlyndi hátt undir höfði í skoðunum mínum til lífsins. Umburðarlyndi er birtingarmynd samkenndar og samúðar. Það erum við umburðarlynda fólkið sem höldum þjóðfélaginu saman. Ef ekki væri til umburðarlynt fólk eins og ég þá væri hér hver höndin upp á móti annarri. Ég er stoltur af sjálfum mér því ég er ekki þrjóskur og þröngsýnn eins og flestir. Ég er umburðarlyndur. En ég þoli ekki Framsóknarflokkinn, Eurovision, Crocs-skó, Bíladaga á Akureyri, Hamborgarafabrikkuna, grenjandi krakka, verðtryggingu, gula bíla, athyglissýki, sértrúarsöfnuði, Bylgjuna, öryggisleitarhlið á flugvöllum, vegasjoppur úti á landi, hunda, rapp, raunveruleikasjónvarp, U2, FM, B5, Korputorg, fólk á kommentakerfum, lottó, póker og hvers konar innleiðingu á erlendum hefðum eins og hrekkjavöku og Valentínusardegi í þágu markaðs- og gróðahyggju. Ofangreint get ég ekki umborið. Að öðru leyti er ég umburðarlyndur. Nema náttúrulega ef við erum að tala um jólatónleika, smálánafyrirtæki, illa máli farna íþróttafréttamenn, sjálfselsku, íslensku krónuna, maraþonhlaup, auglýsingar um MBA-nám, sveitaböll, kántrítónlist, símasölumenn, dagskrána á RÚV, ljósabekki, Þjóðkirkjuna, Fálkaorðuna, stafsetningarvillur, SÁÁ, LÍÚ og önnur frek hagsmunasamtök, arkitektúr frá 10. áratugnum og að heyra íslenska tungu við lendingarhlið flugvalla eftir nokkurra daga ferð í útlöndum. Ofangreint get ég ekki umborið. En fyrir utan það er ég umburðarlyndur. En að sjálfsögðu hata ég sægreifa, bankaplebba, erlenda hrægamma, stjórnmálamenn, öfgafemínista, kaffiþambandi listamenn, líkamsræktarfrömuði, bótaþega, lögfræðinga, presta, heilara, hagfræðinga og atvinnumenn í fótbolta sem kunna ekki að skora. Að sjálfsögðu hata ég fólk sem talar of hægt og fólk sem talar of hratt. Að sjálfsögðu hata ég fólk sem talar um eitthvað sem mér finnst vera kjaftæði. Að sjálfsögðu hata ég 90% þjóðarinnar. Að sjálfsögðu hata ég alla sem eru ekki umburðarlyndir og með nákvæmlega sömu skoðun og ég. Slíkt get ég ekki umborið. Í samfélaginu er margt sem þarf að laga. En sem betur fer er til umburðarlynt fólk eins og ég. Sem betur fer er ég umburðarlyndur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Umburðarlyndi er einn af mínum helstu kostum. Ég er umburðarlyndur maður og ég geri umburðarlyndi hátt undir höfði í skoðunum mínum til lífsins. Umburðarlyndi er birtingarmynd samkenndar og samúðar. Það erum við umburðarlynda fólkið sem höldum þjóðfélaginu saman. Ef ekki væri til umburðarlynt fólk eins og ég þá væri hér hver höndin upp á móti annarri. Ég er stoltur af sjálfum mér því ég er ekki þrjóskur og þröngsýnn eins og flestir. Ég er umburðarlyndur. En ég þoli ekki Framsóknarflokkinn, Eurovision, Crocs-skó, Bíladaga á Akureyri, Hamborgarafabrikkuna, grenjandi krakka, verðtryggingu, gula bíla, athyglissýki, sértrúarsöfnuði, Bylgjuna, öryggisleitarhlið á flugvöllum, vegasjoppur úti á landi, hunda, rapp, raunveruleikasjónvarp, U2, FM, B5, Korputorg, fólk á kommentakerfum, lottó, póker og hvers konar innleiðingu á erlendum hefðum eins og hrekkjavöku og Valentínusardegi í þágu markaðs- og gróðahyggju. Ofangreint get ég ekki umborið. Að öðru leyti er ég umburðarlyndur. Nema náttúrulega ef við erum að tala um jólatónleika, smálánafyrirtæki, illa máli farna íþróttafréttamenn, sjálfselsku, íslensku krónuna, maraþonhlaup, auglýsingar um MBA-nám, sveitaböll, kántrítónlist, símasölumenn, dagskrána á RÚV, ljósabekki, Þjóðkirkjuna, Fálkaorðuna, stafsetningarvillur, SÁÁ, LÍÚ og önnur frek hagsmunasamtök, arkitektúr frá 10. áratugnum og að heyra íslenska tungu við lendingarhlið flugvalla eftir nokkurra daga ferð í útlöndum. Ofangreint get ég ekki umborið. En fyrir utan það er ég umburðarlyndur. En að sjálfsögðu hata ég sægreifa, bankaplebba, erlenda hrægamma, stjórnmálamenn, öfgafemínista, kaffiþambandi listamenn, líkamsræktarfrömuði, bótaþega, lögfræðinga, presta, heilara, hagfræðinga og atvinnumenn í fótbolta sem kunna ekki að skora. Að sjálfsögðu hata ég fólk sem talar of hægt og fólk sem talar of hratt. Að sjálfsögðu hata ég fólk sem talar um eitthvað sem mér finnst vera kjaftæði. Að sjálfsögðu hata ég 90% þjóðarinnar. Að sjálfsögðu hata ég alla sem eru ekki umburðarlyndir og með nákvæmlega sömu skoðun og ég. Slíkt get ég ekki umborið. Í samfélaginu er margt sem þarf að laga. En sem betur fer er til umburðarlynt fólk eins og ég. Sem betur fer er ég umburðarlyndur!
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun